Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn
58
lindadúnurt sem eru skráðar í tveimur
hólmanna.
Flóra annarra hólma á það sameigin-
legt að hún hefur mun meiri hálendis-
brag. Þar vaxa um 50 tegundir sem
finnast ekki í hólmum neðan við 140
m (viðauki). Þeirra á meðal eru burni-
rót, fjallasveifgras, geldingahnappur,
rjúpustör, flagahnoðri og fjalladepla.
Flóra hólmanna á ýmislegt sam-
eiginlegt. Alls 8 tegundir vaxa í þeim
öllum, þ.e. brennisóley, bugðupuntur,
kornsúra, túnfífill, túnsúra, túnvingull,
undafífill og vallhæra. Aðrar 7 tegundir
fundust í hólmunum öllum að einum
undanskildum, þ.e. brjóstagras, hrafna-
klukka, klóelfting, krækilyng, maríu-
stakkur, smjörgras og vegarfi (viðauki).
Sjaldgæfar tegundir
Í hólmunum finnast nokkrar tegundir
sem eru fremur sjaldgæfar á landinu.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur
flokkað tegundir eftir verndargildi sam-
kvæmt mælikvarða frá 1–10, og speglar
hann að stórum hluta algengi þeirra.29
Samkvæmt þessari flokkun finnast 10
tegundir í hólmunum með verndar-
gildið 5 eða hærra (2. tafla). Tegund-
irnar eru blóðkollur, ferlaufungur,
fuglaertur, línarfi og sifjarsóley, sem eru
allar með verndargildið 7, kjarrhveiti
með verndargildið 6 og aronsvöndur,
baunagras, grænlilja og skrautpuntur
með verndargildið 5. Þessar tegundir
eru flestar í hólmum sem liggja frekar
lágt yfir sjó (71–143 m). Í hólmunum sem
hæst liggja, þ.e. í yfir 500 m hæð, fannst
engin tegund úr þessum hópi.
Framandi tegundir
Í hólmunum eru sex tegundir sem
flokkaðar hafa verið sem framandi hér
á landi.30 Þetta eru tegundirnar akurarfi,
alaskalúpína, engjamunablóm, háliða-
gras, vallarfoxgras og viðja. Allar finnast
þær í Koðralækjarhólma og ein þeirra,
alaskalúpína, einnig í Viðey.3
UMRÆÐA
Tegundamunur í hólmum
Við samanburð á gróðri hólmanna
er vert að hafa í huga að athuganir
spanna 36 ár (1. tafla) og kann hann
að hafa breyst á þeim tíma. Einnig er
rétt að minna á að hér er verið að bera
saman tegundaskrár. Gróður hólmanna
er því í raun mun ólíkari en skrárnar
sýna. Niðurstöðurnar gefa þó í stórum
dráttum yfirlit um þær tegundir sem
finna má við talsvert ólíkar aðstæður á
beitarfriðuðum svæðum á landinu.
Verulegur munur var á fjölda
tegunda eftir hólmum (1. tafla). Al-
mennt er talið að tegundafjöldi aukist
með stærð eyjar31–33 en hér er slíkt sam-
band ekki augljóst. Stærsti hólminn er
að vísu sá tegundaríkasti. Rannsóknir
benda einnig sterklega til að tegunda-
auðgi ráðist að stórum hluta af fjölda
búsvæða.34,35 Það er í samræmi við
niðurstöður þessarar rannsóknar sem
benda til þess að tegundaauðgi sé einna
mest þar sem yfirborð er fjölbreyttast (1.
tafla).
Niðurstöðurnar sýna að helsti munur
á flóru hólmanna tengist hæð yfir sjó og
hita, frekar en t.d. úrkomu eða stærð
hólma (9. mynd). Þetta kemur ekki á
óvart því hiti og lengd vaxtartíma ræður
miklu um hvar tegundir þrífast.36–38 Í
hólmum ofan 400 m eru t.d. allmargar
tegundir sem hafa meginútbreiðslu á
hálendinu. Þar má sérstaklega nefna
boghæru, fjalladeplu, fjallanóru,
hengistör, lækjafræhyrnu og tröllastakk,
sem eru harðgerar og finnast einkum til
fjalla.39
Nokkur munur kom fram á flóru eftir
því hvort hólmar voru í straumvatni
eða stöðuvatni (9. mynd). Hvort þetta
er raunverulegur munur eða tengist
því að flestir straumvatnshólmanna
eru á láglendi skal ósagt látið. Hins
vegar má reikna með að aðflutningur
fræs og plöntuhluta sé að jafnaði meiri
í hólmum í straumvatni en í stöðuvatni
og einnig má búast við að rask af völdum
flóða sé tíðara í straumvatni en í stöðu-
vatni, sem viðheldur fjölbreyttum bú-
svæðum. Hvort tveggja getur haft áhrif
á flóru hólmanna.
Einkenni beitarfriðunar
Ljóst er að hólmarnir fimmtán bera
sterk einkenni beitarfriðunar. Gróður
er þar víða gróskumikill með hávöxnum
blómjurtum, víði og sums staðar birki-
skógi. Þegar gróður hólma hefur verið
borinn saman við beitt land kemur fram
mikill munur. Á það við um hólmann
í Lómatjörnum,1,2 í Vestara Frið-
mundarvatni,13 Eyjavatni og Bugavatni1
og Viðey í Þjórsá.3 Að öllum líkindum á
það einnig við um hina hólmana, og alls
staðar er mikill ásýndarmunur á gróðri í
hólmunum og á beittu landi í kring.
9. mynd. Niðurstaða DCA-hnitunar byggð
á skrá yfir æðplöntutegundir í hólmunum.
Lengd örva og stefna gefur til kynna fylgni
milli breyta og hnitunarása. Hólmar í stöðu-
vötnum eru merktir með grænum lit (hringir)
en í straumvatni með bláum (tiglar). Línur hafa
verið dregnar um TWINSPAN-flokkana fimm
(I–V)(2. tafla). – DCA ordination of the islands
studied. The direction of arrows indicates the
direction of main change for each variable
and the length of arrows indicate the strength
of correlation; árshiti mean annual temp.,
ársúrkoma mean annual precipitation, flatar-
mál area, fj. teg. number of species, H.y.s. el-
evation. Lines enclose TWINSPAN groupings,
I–V (Table 2). Islands in lakes are marked with
green rings and islands in running water with
blue diamonds.
-0,5 0 0,5 1,0 1,5 2,0
Foxufellshólmi
Hólmi í Mjóavatni
Koðra-
lækjar-
hólmi
Helleyjarhólmi
Helley
Viðey
Bláfellshólmi
Hólmi í
Lóma-
tjörnum
Landeyja
í Arnarvatni
Þúfuhólmi í Úlfsvatni
Hólmi í Vestara Friðmundarv.
Hólmi í Eyjavatni
Hólmar 3 og 5
í Arnarvatni
Hólmi 4 í
Arnarvatni
H.y.s. m
Fj. teg
Ársúrkoma
Árshiti
Flatarmál ha
Hólmi í Bugavatni
1. ás
2.
á
s
NÍ-am15/180
0,5
1,0
1,5