Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 56 brekku og voru lengstu stofnar yfir 4 m, sá allra lengsti 6,0 m. Botngróður í skóginum var gróskumikill og mosi lítill. Áberandi tegundir voru blágresi, ilmreyr, ætihvönn, hrútaber, brenni- sóley og reyrgresi. Þar fannst einnig grænlilja sem óx allvíða á skógarbotni, einkum vestarlega í skóginum (7. mynd). Birkið var þá með reklum. Ungplöntur fundust við suðurjaðar skógarins og kímplöntur á nokkrum stöðum, einkum þar sem fuglar höfðu traðkað niður svörð. Athugun árið 1992 sýndi að í skóg- inum var allþykkur vikurríkur áfoks- jarðvegur. Nokkurt rof herjaði þá á aust- urjaðar skógarins en vikur og sandur höfðu borist inn yfir hann úr ánni af klapparsvæðinu úr austri (4. mynd). Töluvert af vikri hafði t.d. safnast fyrir í brúskum af víði við austurjaðar skógarins. Athuganir í skóginum 2012 bentu til þess að hann hefði ekki einungis breiðst út heldur einnig hækkað og þést. Hæstu tré voru þá orðin yfir 3,5 m á hæð. Lengsti trjástofn var 7,4 m og var mesta ummál hans 57 cm. Mikið var af reklum á trjánum og von á talsverðu fræfalli. Greinilegt var að rofsár austast í skógi höfðu minnkað. Beitilyng var sums staðar áberandi við skóginn og hafði greinilega aukist frá 1992 (8. mynd). Árið 2012 voru þarna nokkur hreiður- stæði heiðagæsar, traðk og einnig gæsa- skítur, einkum í jaðri birkiskógarins. Svæði II – grámosaþemba, mólendi, melar og klappir Einkennandi gróður í þessum hluta hólmans er mosaþemba með hraun- gambra (4. mynd). Með honum vaxa einkum móasef, fjalldrapi, krækilyng, fjallavíðir og bláberjalyng. Mosinn er yfirleitt þykkur, sums staðar yfir 15 cm. Í lægðum í mosaþembunni er mólendis- gróður þar sem lyngtegundir ríkja, einkum krækilyng, bláberjalyng og beitilyng, og vaxa þar í bland við fjall- drapa og víði. Seinna árið sem farið var í hólmann var beitilyng áberandi og hafði það greinilega aukist talsvert frá 1992. Um miðjan hólmann eru lítt grónir, frostmótaðir melar með melaröndum. Allstórt nánast gróðurlaust klapp- arsvæði (1,5 ha) er austur við syðri kvíslina. Þar flæðir áin um í flóðum, ber upp sand og vikur og kemur í veg fyrir að gróður festi rætur. Í mestu flóðum flæðir að einhverju leyti um kletta- sundið syðst í hólmanum (Sv III) (2. og 4. mynd). Á svæði II vex birki á nokkrum stöðum en það er hvergi eins grósku- mikið eða hávaxið og í birkilundinum vestast í hólmanum. Stærstu brúskarnir eru undir brík norðan við klappar- svæðið (4. mynd). Þar var blágresi áber- andi eins og nánast alls staðar þar sem birki vex. Hreiðurstæði heiðagæsar voru á nokkrum stöðum í þessum hluta hólm- ans, bæði í birkikjarri og utan þess. Svæði III Hér er land fjölbreytt, klettar, klappir, ármöl og grjót, sand- og vikurblettir ásamt tjarnarstæði með deiglendis- bökkum (2. og 4. mynd). Gróður er tals- vert fjölskrúðugur. Í klettunum fannst m.a. vetrarblóm, tófugras, eyrarrós, burnirót og birki. Í tjarnarstæðinu og deiglendinu uxu flagasóley, hálmgresi, blátoppastör, mýrastör og hrossanál, allt tegundir sem ekki eru algengar í hólm- anum. Í hvömmunum var ætihvönn mjög áberandi og þar fannst einnig þrí- laufungur og skriðnablóm sem hvergi fundust annars staðar í hólmanum. Koðralækjarhólmi Í Koðralækjarhólma voru skráðar 83 tegundir æðplantna. Í birkiskóginum fundust 27 tegundir, 49 í deiglendinu og tjörnunum austan við skóginn, 35 á lúpínusvæðinu og 11 á eyrarblett- unum tveimur (5. mynd). Auk þess vex í hólmanum alaskaösp sem gróðursett hefur verið í birkiskóginn. Ummerki eftir fugla voru lítil en aðeins sást þar skógarþröstur og hrossagaukur. Eitt fúlegg gæsar fannst á austurbakka um miðjan hólma. Birkiskógur Birkiskógurinn í hólmanum er 0,27 ha að flatarmáli eða um þriðjungur hólmans. Hann er á þykkri jarðvegs- torfu og mældist jarðvegur þar alls staðar yfir 100 cm að þykkt. Skógurinn er gisinn að norðanverðu en allþéttur syðst. Hæsta birkitréð var a.m.k. 6 m á hæð en meginskógurinn er mun lægri. Helstu tegundir í skóginum eru auk birkisins vallelfting, fuglaertur, kross- maðra, hrútaberjalyng, bugðupuntur, blágresi og kjarrhveiti, sem var algengt um nánast allan skóginn. Talsvert er þar einnig af gulvíði og geithvönn. Alaska- öspin í birkiskóginum er langhæsta tréð í hólmanum, yfir 8 m. Deiglendi og tjarnir Deiglendið og tjarnirnar eru aðeins 0,03 ha að flatarmáli. Þar er gróður fjölbreyttur. Af þeim 49 tegundum sem skráðar voru á þessu svæði var 31 hvergi annars staðar í hólmanum, mest votlendistegundir, svo sem gulstör, mýrastör, tjarnastör, vatnsnál, klófífa, þráðnykra og mógrafabrúsi, en einnig tegundir sem venjulega finnast á þurrara landi, svo sem fjallalógresi og blástjarna. Greinilegt er að lúpínan þrengir veru- lega að þeim gróðri sem þarna vex og nær sums staðar út á bakka tjarnanna. Auk þess var mikill fjöldi smárra lúpínu- plantna í nánast öllu deiglendinu við tjarnirnar. Á þessu svæði er jarðvegur mjög þunnur (<10 cm) og grunnt á möl. Alaskalúpína Í hólmanum vex alaskalúpína á 0,74 ha, sem er um 70% af flatarmáli hólm- ans. Svæðið er nánast algróið og gróður mjög gróskumikill. Lúpínan er víðast ráðandi en á nokkrum stöðum hefur ætihvönn yfirhöndina. Auk ætihvannar 7. mynd. Grænlilja, sem telst fremur sjald- gæf á Íslandi, finnst allvíða í skógarlundinum í Bláfellshólma en hvergi utan hans. – Orthilia secunda, rare in Iceland, is common in the Betula-woodland of the Bláfellshólmi island. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon 28.8. 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.