Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn
14
því langt goshlé, ef til vill 200 ár, virðist
hafa fylgt Eldgjárgosinu. Engin merki
um gos á Kötlukerfinu hafa fundist á
því árabili og ekkert hefur fundist sem
styður Kötlugos (og hlaup) árið 1000
(þeir atburðir eru nú taldir hluti af Eld-
gjárgosi, sbr. að ofan). Sigurður Þórar-
insson46 bendir á að Höfðárhlaup sem
varð skömmu fyrir 1179 kunni að vera
kveikjan að frásögn Herberts munks.
Má það vel vera, en með umfang Eld-
gjárgossins í huga er þó sá kostur ekki
síður álitlegur. Ef setningin „þar er nú
Hǫfðársandr“ er komin úr elstu gerð
Landnámu, sem Sveinbjörn Rafns-
son47,48 færir sterk rök fyrir að sé rituð
um 1100, þá verður að telja Eldgjárgosið
líklegri kost.
JARÐSKJÁLFTAR Á FYRSTU
ÖLDUM BYGGÐAR
Aðrar náttúruhamfarir en eldgos og
afleiðingar þeirra hafa skilið eftir um-
merki í Rangárvallasýslu á fyrstu öldum
byggðar þar. Á nokkuð stóru svæði í
Rangárvallasýslu, frá innanverðri Fljóts-
hlíð um Þríhyrning og Vatnsdalsfjall og
norður fyrir Eystri Rangá, eru gjósku-
lögin Eldgjá ~939, Katla ~920, land-
námslagið ~877 og stundum gjóskulögin
rétt neðan þess röskuð á sérkennilegan
máta, skorin sundur með nokkru milli-
bili og hafa hnikast til (8. mynd). Þegar
flett er ofan af þeim er einna líkast því
að jarðvegurinn sem þau eru í hafi verið
rifinn í ræmur. Gjóskulögin eru heilleg
milli „skurðflatanna“ og þau hljóta því
að hafa verið svo til efst í jarðvegi og
haldist saman með rótum í torfinu. Eina
haldbæra skýringin á sams konar raski
á sama tíma á svo stóru svæði er jarð-
skjálfti, Suðurlandsskjálfti. Einhvern
tímann skömmu eftir Eldgjárgosið
hefur jarðskjálfti því riðið yfir Rangár-
vallasýslu og jarðvegur rifnað og raskast
við hreyfingar á jarðskjálftasprungum
og/eða skrið í hlíðum. Hann hefur verið
nokkuð stór, en meira verður ekki sagt.
Kannski á hann hliðstæðu í landskjálft-
anum 1784 eftir Skaftáreldana.
GRÍMSVATNAGOS
Tíu gjóskulög frá Grímsvatnakerfi
finnast í jarðvegi frá fyrstu þrem öldum
byggðar í Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslu. Sjö þeirra eru í sama
sniðinu í Núpsstaðaskógi en þar er ekk-
ert þeirra þykkara en 5 cm.49 Ekki er
hægt að fullyrða að öll gosin hafi verið
í Grímsvötnum sjálfum. Þrjú þessara
gjóskulaga finnast milli landnámslags-
ins frá ~877 og Eldgjárgjósku frá ~939.
Það stærsta féll skömmu eftir 900 (~910)
og varð allt að 2 cm þykkt í Álftaveri (9.
mynd). Áhrif gjóskufallsins hafa lík-
lega verið lítil og ekki þótt frásagnar-
verð. Hin gjóskulögin eru minni. Á síð-
ari öldum hafa jökulhlaup í Skeiðará
bæði fylgt Grímsvatnagosum og hleypt
gosum þar af stað50,51 en engum sögum
fer af vatnagangi á Skeiðarársandi fyrr
en á 14. öld. Skeiðarárjökull – og Vatna-
jökull – var minni en nú á landnáms-
öld. Á líkanmynd Helga Björnssonar52
er jaðar hans fyrir 1.000 árum um 5 km
innar en nú, á móts við Súlutinda. Skeið-
arárhlaup, ef einhver voru, hafa þá lík-
lega verið minni en nú og breitt minna
úr sér, enda náði byggð út á það svæði
þar sem nú er sandur.50
Landnáma geymir sögn sem gæti
lýst hlaupi af völdum goss á Gríms-
vatnakerfinu, þó ekki í Grímsvötnum
sjálfum. Eyvindur karpi nam land milli
Almannafljóts og Geirlandsár, en Al-
mannafljót mun vera það vatnsfall sem
nú heitir Hverfisfljót. „Áðr Almannafljót
hlypi, var þat kallat Raptalœkr.“25 Nafn-
breytingin er orðin gömul þegar Land-
náma er færð í letur. Hverfisfljót fær
vatn frá Síðujökli. Hann var miklu
minni en nú fyrir 1.000 árum samkvæmt
líkanmynd Helga en landslag undir jökli
bendir til að vatn frá honum hafi leitað
til sömu svæða. Því má vel vera að gos
undir jökli suðvestan Grímsvatna hafi
valdið vatnavöxtum og hugsanlega
breytt farvegum þannig að meira vatn
rann eftir það í farveg Raftalækjar, sem
þá fékk nafnið Almannafljót. Fimm of-
angreindra gjóskulaga eru eldri en ætl-
aður ritunartími Landnámu, en hvert
gosanna olli hlaupinu – ef nokkurt –
verður ekki sagt.
HEKLUGOS Á 12. OG 13. ÖLD.
Eftir Eldgjárgosið varð hlé á stór-
gosum á Suðurlandi í rúm 160 ár. Næsta
stóra gos var Heklugosið 1104, en nú
voru upptökin nánast í túnfæti efstu
býla á Rangárvöllum og Landi. Fyrsta
gos Heklu eftir landnám, eða Heklufells
eins og fjallið er nefnt í elstu heimildum,
varð nánast örugglega árið 1104.53 Ekki
er vitað um nein gos á Heklukerfinu frá
landnámi um 870 til þess tíma. Gosið
9. mynd. Gjóskulag úr gosi í Grímsvötnum
eða nágrenni ~910. – Tephra layer erupted in
Grímsvötn (or vicinity) ~910.
1104 er mesta þeytigos Heklu á sögu-
legum tíma og súra hvíta gjóskan sem
féll á landi var um 1,5 km3 nýfallin sam-
kvæmt niðurstöðum Sigurðar Þórar-
inssonar.53 Nýrri mælingar benda til
heldur minna rúmmáls.54 Gjóskufalls-
svæðið náði til rúmlega helmings lands-
ins. Þykktarásinn stefnir nálægt norðri
og næst fjallinu er geirinn mjór þótt
þykktin sé mikil (10. mynd). Í Rangár-
vallasýslu urðu skemmdir af gjóskufall-
inu því á tiltölulega afmörkuðu svæði,
en jafnframt viðkvæmu gagnvart gróðri
og jarðvegsgerð með tilliti til rofs. Áhrif
gjóskufallsins 1104 voru því mun víð-
tækari vestan Þjórsár í uppsveitum og
á afréttum Árnessýslu. Og í þetta sinn
slapp Vestur-Skaftafellssýsla alveg við
skemmdir.
Næstu Heklugos, 1158, 1206 og 1222,
voru ekki stórgos, nýfallin voru þau um
0,33 km3, 0,4 km3 og 0,04 km3.56 Ekkert
tjón hefur orðið af þeim í byggð í Rang-
árvallasýslu því þykktarásar gjóskulag-
anna stefna norðaustur og suðaustur
(10. og 11. mynd). Heklugosið 1206