Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 34 Eyðing þaraskóga af völdum skolla- kopps þekkist víðar en á Íslandi. Munur er á hegðun dýranna við beit á þara í Noregi og Kanada. Við austurströnd Kanada eru beltisþari og hrossaþari ríkjandi. Þar éta ígulkerin þaraskóginn utanfrá, mynda fylkingu við ytri jaðar skógarins og éta sig í átt að landi. Í Nor- egi er stórþari ríkjandi á grunnsævi. Íg- ulkerin þar mynda ekki fylkingu heldur dreifa sér inn í skóginn, éta undirgróð- urinn og þaraungviði og koma þannig í veg fyrir nýliðun þarans, sem hverfur þess vegna með tímanum. Munur virð- ist vera á fæðuvali ígulkeranna milli landa. Við Ísland er stórþari ríkjandi á grunnsævi. Hér hegðar skollakoppur sér eins og í Kanada, étur þarann ut- anfrá, og sárafá ígulker eru inni í skóg- inum. Þessi munur ígulkeranna hér og í Noregi gæti stafað af því að fæðuval dýranna er annað. Í niðurlagi ritgerðar sinnar nefna höfundar að hér á landi hafi fyrst orðið vart við eyðingu þara- skógar af völdum skollakopps í Garðs- vík í Eyjafirði á árinu 1993. Líklegt sé að áköf beit hafi byrjað á svæðinu nokkrum árum áður. Líklegt sé að áköf beit hafi byrjað á svæðinu nokkrum árum áður. Þar segir: Síðan 1994 hefur verið fylgst með skollakoppnum í Garðsvík og eyðingu þaraskógarins þar. Þéttsetið er af skollakoppi á þriggja til fimm metra breiðu belti við ytri jaðar þaraskógar- ins og hefur þéttleiki hans mælst hæst um 120 dýr á fermetra. Nær engin ígulker eru í skóginum en utar á berangrinum er þéttleiki skollakopps um það bil 10 á hvern fermetra. Allt frá upphafi athugananna hefur hraði eyðingar á þaraskóginum verið á bil- inu 2,5 til 3,0 m á mánuði. Hin merkilega rannsókn og ritgerð þessara sérfræðinga varpar nokkru ljósi á eyðingu þaraskóga í Kollsvík af völdum skollakopps. Gera má ráð fyrir að þar fari eyðingin fram með svipuðum hætti og í Garðsvík í Eyjafirði. Stórþari er að öllum líkindum ríkjandi í þara- skógum á Kollsvík og má ráða það bæði af þarabunkum á landi og af þarareki í hrognkelsanet. Einnig er allnokkuð um beltisþara. Þar hefur því verið ákjósan- legt beitarland fyrir skollakopp. Sérfræðingarnir nefna að þeir hafi fyrst frétt af stórfelldri eyðingu þara- skóga hérlendis árið 1993, sem þá hafi líklega verið hafin nokkrum árum áður. Víst er, eins og áður er rakið, að eyðing þaraskóga í Patreksfirði og á Útvíkum var hafin allnokkru fyrr, eða þegar uppúr 1980. Um það get ég vitnað sjálfur sem grásleppusjómaður á þessum árum, og eflaust muna það fleiri. Hafi skollakoppur náð að éta þrjá hektara á ári af þaragarði á Kollsvík (10 metra inn í þriggja kílómetra langan jaðar af þaraskógi), og ef þaraskógur- inn í heild hefur verið tveir ferkíló- metrar (200 hektarar), þá klárast meira en helmingur þaraskógarins á 15 árum, frá 1980 til 1995. Sá helmingur hefur einkum horfið af því svæði sem veit til vesturs, en síður því sem veit í austur, eða inn í Bótina, þar sem lygnast er og skógurinn þéttastur. Með eyðingu þaraskógarins varð hafsbotninn opin eyðimörk. Stormar af norðri, með rótarbrimi sem náði til botns, komu nú hreyfingu á sandinn sem legið hafði óhreyfður í lænum á botninum í skjóli af þaranum. Stórar öldur sem ná til botns þurftu nú ekki lengur að róta þaranum til, með því mikla viðnámi og afltapi sem því fylgdi, heldur æddu af fullu afli uppyfir grynn- 12. mynd. Skógur af stórþara og beltisþara. Ljósm. Karl Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.