Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 53 hár ás með klettum og brekkum og þar finnst einnig votlendi. Land er einnig talsvert fjölbreytt í Helleyjarhólma sem er úr hrauni og yfirborð ójafnt. Í Viðey í Þjórsá er líka nokkur breytileiki og er þar að finna fjórar gerðir lands, skóglendi, graslendi, mólendi og sand- strönd.3 Breytileiki í Koðralækjarhólma er sömuleiðis nokkur. Í öðrum hólmum er land mun einsleitara. Hólminn í Eyja- vatni á Auðkúluheiði er talsvert frá- brugðinn öðrum hólmum að því leyti að þar er allmikið votlendi sem heiðagæs sækir mjög í til beitar. Áburðaráhrif af völdum fugla virð- ast misjöfn (1. tafla). Langmest eru þau í hólmanum í Mjóavatni á Mosfells- heiði þar sem mávar hafa sennilega haft mest að segja. Þau eru einnig töluverð í Foxufellshólma í Hítarvatni. Í hólm- anum í Bugavatni eru nokkur áburðar- áhrif en þar verpa bæði heiðagæs og svartbakur. Áhrif fugla eru einnig greinileg í hólmanum í Vestara Frið- mundarvatni á Auðkúluheiði og er þar talsvert andavarp. Áhrif eru sömuleiðis nokkur en staðbundin í Bláfellshólma (heiðagæsir). Í öðrum hólmum eru áburðaráhrif frekar lítil. Í hólmanum í Eyjavatni verpa endur, heiðagæs og kría en áburðaráhrif eru þó takmörkuð. Í flestum hálendari hólmanna gætir áhrifa fugla að því leyti að á hábungu þeirra flestra er fuglaþúfa. Öllum hólmunum er það sameigin- legt að þeir eru beitarfriðaðir frá nátt- úrunnar hendi þótt búfé hafi trúlega komist í einhverja þeirra í aldanna rás.3 Reikna má með að bein áhrif búfjár og manna á gróður hafi yfirleitt verið lítil. AÐFERÐIR Bláfellshólmi Gróður í Bláfellshólma var fyrst kannaður 26. júlí 1992 en þá fór annar höfundur þessarar greinar (S.H.M.) út í hólmann. Í hólmanum er mik- ill munur á gróðri. Vestast er lítill en nokkuð gróskulegur birkiskógarlundur á allþykkum áfoksjarðvegi í skjólsælum hvammi sem snýr mót suðri. Annars staðar er land áveðra, jarðvegur mun þynnri og gróður rýrari. Því var ákveðið að skrá gróður í hólmanum í tvennu lagi, annars vegar í birkiskóginum og nágrenni hans (svæði I) og hins vegar í austurhluta hólmans (svæði II). Þar er einkum grámosaþemba með lynggróðri í lægðum en einnig melar og klappar- svæði (4. mynd). Skráðar voru tegundir æðplantna og teknar ljósmyndir. Birkið í skóginum er mótað af vindi og snjó- þyngslum og hallast flest tré mjög undan brekku til suðurs. Til þess að fá hugmynd um stærð trjáa voru valin örfá hinna stærstu og mæld mesta lengd þeirra og ummál stofna þar sem þeir voru sverastir. Á nokkrum stöðum var hæð blaðkrónu einnig mæld lóðrétt frá jarðvegsyfirborði. 4. mynd. Gróðurkort af Bláfellshólma teiknað á mynd frá 2004 frá Loftmyndum ehf. Skipting í gróðurfélög og landgerðir miðast við gróðurlykil Steindórs Steindórssonar.24 A3 mosi með stinnastör og smárunnum, B1 krækilyng-fjalldrapi-bláberjalyng, B4 beitilyng-krækilyng-bláberjalyng, B7 bláberjalyng-krækilyng-víðir, C5 ilmbjörk, T2 hrossanál-starir-grös, O óþekkt, me melar, kl klappir, ey eyrar, av vatn, x gróðurþekja að meðaltali 75%, b grjót á yfirborði. Svæðin þrjú (I–III) þar sem tegundir voru skráðar eru afmörkuð með svörtum línum. – Vegetation map of the island Bláfellshólmi based on an aerial photograph from Loftmyndir ehf, taken 2004. Vegetation and land types classes are from Steindór Steindórsson.24 A3 mosses with Carex bigelowii and dwarf shrubs, B1 Empetrum nigrum-Betula nana-Vaccinium uliginosum, B4 Calluna vulgar- is-Empetrum nigrum-Vaccinium uliginosum, B7 Vaccinium uliginosum-Empetrum nigrum-Salix sp., C5 Betula pubescens, T2 Juncus arcticus- -sedges-grasses, O unknown, me gravelly flats, k cliffs, ey well drained riverwash, av water, x average 75% vegetation cover, b large rocks in vegetation, Ógreint unspecified. The areas (I–III) where species were recorded are marked with black lines.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.