Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 11
11
tveir söngvanna eru skrifaðir upp bæði á latínu og í íslenskri þýðingu;
hér eru tvö lög sem einnig standa í brotinu nr. 10 (Nesciens mater virgo og
Inviolata) en einnig tvö sem ekki eru þar, Ecce dies venient/Sjáið þeir dagar
munu koma og niðurlag Hodie Christus natus est, en þar standa nótnastrengir
auðir.12 Enginn þessara söngva er í hinum prentuðu gröllurum, jafnvel ekki
latínugröllurunum sem voru í gildi frá 1607–91, enda tilheyra flestir söngv-
arnir í S. 252a tíðasöng en ekki messugjörð.13 Tvær hendur eru á blöðunum.
Hvað textann snertir er ein á bl. 1r/v og 2r með rauðum upphafsstöfum,
en önnur fíngerðari á 2v með svörtum upphafsstöfum sem eru smærri en
hinir rauðu. Tveir skrifarar virðast einnig hafa deilt með sér nótunum en
með nokkuð öðrum hætti; greina má eina hönd á blaði 1 (ferningsnótur,
eða punctum) en aðra á blaði 2 (smærri deplar með hala niður hægra megin,
eða virga).
Holm perg 8vo nr. 10, I b
Hér verður gerð nákvæmari grein fyrir efni handritsbrotanna hvors um
sig. Efni Holm perg 8vo nr. 10, I b er sem hér segir, og er latneskt upphaf
söngvanna gefið til kynna innan sviga:
1r: ólæsilegt (niðurlag)
Ó sæla og blessaða ... (o beata benedicta gloriosa)
María mey og móðir mann ei snerti (nesciens mater virgo)
Að óbrugðnum, óskertum ... (Inviolata)
1v: Að óbrugðnum, óskertum, frh.
Þar mun upprenna kvistur (Egredietur virga, án nótna)
Heyr herra guð (kollekta, án nótna)
Orðið varð hold (Verbum caro factum est, án nótna)
12 aðeins er vitað um einn þessara söngva í öðru íslensku handriti: Nesciens mater virgo er
einnig í rask 98 (Melodia, 70r–v), sjá nmgr. 17. Þá er Hodie Christus natus est með nótum í
nKS 138 4to (10r), en þar vantar raunar upphafið.
13 Arngrímur Jónsson gat þess í rannsókn sinni á NKS 138 4to að tíðagerð væri „ekki í þeim
handbókum siðbótarmanna á Norðurlöndum, sem þekktar eru frá þessum tíma, svo að
tíðasöngsefnið í handriti Gísla Jónssonar NKS 138 er einstætt í handbók á Norðurlöndum
eftir siðbót“ (Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 466). Við þessa fullyrðingu má
bæta nokkru efni úr handritsbrotunum í Stokkhólmi og virðist því sem efni tíðasöngs hafi
lifað lengur hér en í nágrannalöndum.
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT