Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 176
GRIPLA176
Loðvík tók við ríki í frakklandi, með leyfi aðalsteins (per lientiam regis).27
í hinni eldri heimild er einungis sagt að Alanus hafi verið í Englandi undir
vernd Aðalsteins, en í hinni yngri kemur fram að hann hafi verið guð-
sonur hans og alist upp hjá honum. Samkvæmt nantesannál var alanus
því einnig Aðalsteinsfóstri og studdur til valda af honum, líkt og Loðvík
Frakkakonungur. Alanus ríkti í Bretagne til 952 og var grafinn í Nantes.
Sagan af fóstri hans hjá aðalsteini virðist hafa verið sögð til að upphefja
Alanus og láta hann virðist sem líkastan Loðvíki konungi Frakklands. Hún
er þó ekki studd af jafn traustum heimildum og sagan af fóstri Loðvíks.
Til viðbótar við þessar heimildir má nefna rit Dudos frá Saint Quentin
um sögu hertoganna í normandí (De moribus et actis primorum Normanniae
ducum), sem ritað er á milli 996 og 1020, og er því öllu yngri heimild. Þar
er greint frá vináttu aðalsteins við normannahertogana Hrólf (rollo) og
Vilhjálm, son hans. Dudo virðist ekki hafa stuðst við neinar kunnar rit-
heimildir og margt sem hann segir stangast á við það sem kemur fram í
eldri ritum. Aðalsteini er lýst sem samtímamanni Hrólfs og kemur fram að
hann hafi boðið honum hálft konungsríkið á Englandi áður en Hrólfur hélt
til Frakklands og tók við léni í Normandí. í raun áttu þeir atburðir sér hins
vegar stað löngu fyrir valdatöku Aðalsteins. Þá kemur fram að Vilhjálmur,
sonur og arftaki Hrólfs, hafi beitt sér fyrir því að Loðvík og Alanus hafi
getað snúið aftur til Frakklands og hann virðist því hafa haft meiri áhrif á
Húgó hertoga heldur en Aðalsteinn.28 Hér er augljós slagsíða á ferð. Dudo
reynir að upphefja hertogana í normandí á kostnað Englandskonungs og
fer þar á svig við vitnisburð eldri heimilda. Dudo hafði hins vegar áhrif
á aðra sagnaritara í Normandí og jafnframt á enska sagnaritara, eftir að
Normannar lögðu undir sig England árið 1066.
Heimildir frá meginlandi Evrópu fjalla töluvert um aðalstein en
ekki um atburði í ríki hans heldur um samskipti hans við ráðamenn í
fyrrum ríkjum Karlunga. Þar ber hæst fóstur hans á tveimur stórættuðum
drengjum, Loðvíki, sem síðar varð Frakkakonungur, og Alanusi, sem varð
hertogi í Bretagne. Þessir tveir Aðalsteinsfóstrar gerðu það að verkum
að sagnaritarar á meginlandi Evrópu könnuðust við aðalstein. Jafnframt
mótaðist orðspor hans sem konungs sem var vel tengdur evrópskum
27 La Chronique de Nantes, 88–89.
28 De moribus et actis primorum Normanniæ ducum auctore Dudone Sancti Quintini decano, útg.
Jules Lair (Caen: f. Le Blanc-Hardel, 1865), 147–149, 158–160, 193–194.