Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 69
69
skallda ok Snori hæfir siþan samanfæra latit“6 en á eftir kemur fyrst Litla
Skálda, sem svo hefur verið kölluð og er áreiðanlega ekki verk Snorra.7
Þetta handrit er talið skrifað á fyrsta fjórðungi 14. aldar, kannski litlu fyrr
en skáld Lilju og arngrímur ábóti Brandsson í Guðmundardrápu tala um
„reglur Eddu“.8 Þar sem kveðskaparreglur verða fáar fundnar í Eddu nema
í Skáldskaparmálum og athugagreinum við Háttatal er óvíst að þessi orð
skáldanna eigi við nokkuð nema þá hluta verksins. í handriti sem talið er
frá því um 1400 (aM 757 4to) má lesa: „Sua segir j bók þeirre sem edda
heiter at sa maðr sem ègir het spurðe braga skalld ... á huersu marga lunnd
èser breytte orðtókum skalldskaparens“ og á eftir fylgir texti samhljóða því
sem finna má í SnK.9
Það virðist því vera uppsalaedda ein fornra heimilda sem fullum stöfum
kallar allt safnið Eddu, en enginn vafi á að það heiti á a.m.k. snemma við
Skáldskaparmál.
Tvö skinnhandrit og eitt ígildi skinnhandrits eru nokkurn veginn
alveg samhljóða í Gylfaginningu og Skáldskaparmálum, Gks 2367 4to
(Konungsbók frá því um 1300), aM 242 fol. (Codex Wormianus frá
því um 135010) og traj 1374 (Codex trajectinus, trektarbók), pappírs-
handrit sem talið er fullvíst að sé afrit af skinnhandriti sem kalla mætti
systurhandrit Gks 2367 4to og líklega ámóta gamalt.11 Þessi handrit má
hiklaust kalla vitni sömu gerðar verksins og er hér einfaldlega kölluð
Konungsbókargerð (SnK). Hins vegar er texti handritsins DG 11 4to svo
frábrugðinn að eðlilegt er að tala um sérstaka gerð, uppsalabókargerð
(Snu). Þetta er eina skinnhandritið sem kallað verður til vitnis um þá
gerð Snorra-Eddu, þar sem Konungsbókargerð á sér eins og sagt var þrjú
6 Edda Snorra Sturlusonar II (Hafniæ: Sumptibus Legati arnamagnæani, 1852), 427.
7 Um samband Eddu og Litlu Skáldu er fróðleg umfjöllun í Inger Helene Solvin, „Litla Skálda
– Islands første poetiske avhandling?: Et forsøk på å etablere en relativ kronologi mellom
Skáldskaparmál og Litla Skálda.“ (Meistaraprófsritgerð, universitetet i oslo, 2015).
8 Edduvísun Lilju má t.d. finna í Lilja, útg. Martin Chase, Poetry on Christian Subjects: Part
2: The Forteenth Century, ritstj. Margaret Clunies ross, Skaldic Poetry of the Scandi navian
Middle ages 7 (turnhout: Brepols Publishers, 2007), 672–673. um texta Guðmundardrápu
Arngríms Brandssonar sjá Den Norsk-islandske Skjaldedigtning a II (København: Gyl den-
dalske Boghandel – nordisk forlag, 1915), 348.
9 Edda Snorra Sturlusonar II, 532.
10 ritrýnir nefnir réttilega að seinni helmingur Skáldskaparmála hefur verið endurskoðaður
svo rækilega í Wormianusi að til verður ný gerð, þar sem m.a. eru fjórar málfræðiritgerðir.
11 auk þessara handrita er hér á eftir stuðst við aM 748 I b 4to (ca. 1300–1325), aM 757 a 4to
(ca. 1390–1410) og aM 748 II 4to (ca. 1390).
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa