Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 271
271
hefur verið velgjörðamaður hans. Þá má benda á að Magnús gefur syni
sínum nafnið Benedikt og hann yrkir langt og mikið erfiljóð eftir Björn son
Benedikts sýslumanns. Það verður þó að geta þess að ekki eru mörg merki
í erfiljóðinu um náin tengsl Magnúsar og fjölskyldunnar eða persónulega
hlýju, og ekki minnist hann á Benedikt nema með almennum orðum.28
Það þarf þó ekki að útiloka það sem að framan er sagt um tengsl skáldsins
við sýslumanninn og fjölskyldu hans. Reyndar kemur fram þar sem fjallað
er um Sigríði, dóttur Benedikts og systur Björns, að hún hafi oft dvalið á
Grund hjá afa sínum og vikið þá góðu að skáldinu. Þá má minna á það sem
sagt er hér að ofan um ávarp skáldsins til systra hins látna við lok kvæðis.
Þar segist hann hafa skyldum að gegna gagnvart þeim systrum: „ærið er eg
þeirra / eina skyldur að greina“ (60. er.), en það bendir til þess að sérstakur
kunningsskapur hafi verið þeirra á milli. Eðlilegra hefði verið að ávarpa
afkomendur Björns á þessum stað, en nefna systurnar framar í kvæðinu.
Hugsanlega hefur skáldið einkum ætlað systrunum kvæðið. Að lokum
getur verið að andað hafi köldu um tíma á milli Magnúsar og velgjörða-
fjölskyldu hans. Páll Vídalín segir frá því að Magnús hafi misst prestsemb-
ættið fyrir barneign í lausaleik, hann hafi þrætt fyrir brotið en orðið upp-
vís að því engu að síður, „tapaði svo gúnst vina sinna“.29 Magnúsi var þó
gefin uppreist æru og starfaði sem prestur í Laufási til dauðadags. Hannes
Þorsteinsson telur að það hafi verið um 1607 sem Magnús missti prestskap
fyrir hórdóm en þá er velgjörðamaður hans, Benedikt Halldórsson látinn
(hann lést 1604).30 Björn Benediktsson var þá sýslumaður og hefur vísast
komið að málinu. Magnús átti eftir að sinna mikilsverðum rannsóknar- og
ritstörfum fyrir innlenda sem erlenda fræðimenn og hefur væntanlega öðl-
ast aftur viðurkenningu velgjörðamanna sinna og samfélagsins.31
28 Benda má á persónulegar tilfinningar skáldsins sem birtast í kvæðinu um séra Einar
Sigurðsson í Eydölum þegar hann talar um vináttu sína við son Einars, ólaf, í
Kaupmannahöfn. Þar var Magnús með „þeim lægstu“ en Ólafur „vildi þó við mig halda /
vináttu meir en hinna“ (32. er.), anthony faulkes, Magnúsarkver, 95.
29 Páll Vídalín, Recensus poetarum et scriptorum Islandorum, 93. – ‚Gúnst‘ merkir ‚velvild‘.
30 Hannes Þorsteinsson, Æfir lærðra manna.
31 Um fræðistörf og ritstörf Magnúsar ólafssonar má lesa í Páll Eggert ólason, Menn og
menntir IV, 259−276 og 664−669; Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn, 107−128;
og í útgáfu Anthony Faulkes á verkum Magnúsar, sjá Magnúsarkver og Edda Magnúsar
Ólafssonar (Laufás-Edda) / Two Versions of Snorra Edda from the 17th century I (reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar, 1979).
UNDANVILLINGUR REKINN HEIM