Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 179
179
Engilsaxaannála. Hann kallar landher aðalsteins riddaralið (equestri ex-
er citus) en Engilsaxar notuðu ekki slíkt í hernaði, svo enn og aftur er
Jóhannes sennilega að draga ályktanir út frá takmörkuðum heimildum.34
Sagnaritarinn Symeon frá Durham (d. eftir 1129) fjallar einnig um þessa
herferð í ritinu Historia regum Anglorum og tengir hana við heimsókn
Aðalsteins til Durham þar sem hann hafi sýnt verndardýrlingi staðarins,
heilögum Cuthbert, tilhlýðilega virðingu.35 Þá telur Symeon að landher
Aðalsteins hafi náð allt til Dunnottar en sjóher hans hafi rænt á Katanesi og
er það í fyrsta sinn sem sá staður er nefndur í ritheimildum. Ekki er ljóst
hvaðan Symeon sótti heimildir sínar en hann er einn til vitnis um þetta og
hefur verið talinn heldur óáreiðanlegur sagnaritari.36 Meðal þess sem mælir
heldur gegn frásögn hans er að draga má í efa að Dunnottar eða Katanes
hafi tilheyrt ríki Constantinusar; sennilega voru þessi lönd í höndum
norrænna manna á þessum tíma.37
Ælred frá rievaulx segir aðra sögu frá Skotlandsleiðangri aðalsteins.
Hann nefnir ekki heimsókn hans til Durham heldur segir þess í stað frá því
að Aðalsteinn hafi farið að skríni Jóhannesar frá Beverley í austurþriðjungi
Jórvíkur og eytt þar nóttinni á bæn.38 Af þessu má vera ljóst að orðstír hins
guðhrædda Aðalsteins fór enn víða og að áhangendur tiltekinna dýrlinga
kepptust um að tengja þá við konunginn.
Sagnaritarar á tólftu öld fjölluðu einnig um orustuna við Brunanburh.
Jóhannes frá Worcester leit á Constantinus sem frumkvöðul árásarinnar á
England, fremur en hinn norræna Ólaf. Á hinn bóginn nefnir Heinrekur
frá Huntingdon ekki Constantinus en getur þó um Skota í liði ólafs.39
Symeon frá Durham prjónar enn meira við og nefnir þrjá mögulega
orustuvelli þar sem orustan kunni að hafa átt sér stað. Hann telur einnig til
konung Kymra (rex Cumbrorum) í norðurhluta Englands sem bandamann
ólafs og Constantinusar en sá er ekki nefndur í söguljóðinu um orustuna
34 The Chronicle of John of Worcester, 388, 390.
35 Symeon of Durham, Libellus de exordio, útg. David rollason (oxford: Clarendon Press,
2000), 132, 134.
36 Sjá Woolf, From Pictland to Alba, 75–77.
37 Sjá Barbara E. Crawford, Scandinavian Scotland (Leicester: Leicester university, 1987),
56.
38 Aelred of Rievaulx, The Historical Works, útg. Marsha L. Dutton (Kalamazoo, Michigan:
Cistercian Publications: 2005), 10–18.
39 The Chronicle of John of Worcester, 392; Henry, archdeacon of Huntingdon, Historia
Anglorum, 310, 312, 314.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar