Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 174
GRIPLA174
er vísbending um ríkjandi gildi þess.20 Aðalsteinn var ólíkur fyrri Eng-
landskonungum. Hann skilgreindi sig sem arftaka Rómarkeisara með
markvissum hætti og leit svo á að ríki hans næði yfir allt Stóra-Bretland.
Hann var því, að eigin áliti og fylgismanna sinna, stórkonungur í anda
Karlamagnúsar og stólkonungsins í Miklagarði. Orustan við Brunanburh
þótti marka tímamót í augum sagnaritara 10. aldar, ef marka má það rými
sem söguljóðinu um hana var veitt í Engilsaxaannálum. í raun var þó ekki
margt frá Aðalsteini að segja og margt var óljóst um einkahagi hans. Innan
orðræðusamfélags 10. aldar snerist frægð konungs ekki um slíka hluti.
ímynd byggðist á ríki hans og landvinningum í samningum og hernaði.
aðalsteinn í samtímaheimildum frá meginlandi Evrópu
í sagnaritum sem rituð voru í Frakklandi og Saxlandi á 10. öld er getið um
Aðalstein enda átti hann náin tengsl við konunga og aðalsmenn á meg-
inlandi Evrópu og var mægður þremur þeirra. Giftist ein systir hans ottó
konungi á Saxlandi, önnur Karli konungi Frakklands en sú þriðja Húgó,
hertoga í Frakklandi. Urðu þessar mágsemdir til þess að Aðalsteinn kemur
við sögu í ýmsum samtímaheimildum, bæði sagnaritum og kveðskap, um
þessa konunga. Þau eru hins vegar að ýmsu leyti frábrugðin enskum heim-
ildum enda var hlutverk Aðalsteins annað í þeim orðræðusamfélögum þar
sem þessir textar urðu til.
Nunnan Hrotsvit frá Gandersheim orti kvæði um Ottó Saxakonung,
mág aðalsteins, upp úr 960, og nefnir þar eiginkonu ottós, Editu (fe.
Eadgyþ). Segir þar að hún hafi verið af ætt oswald konungs af norð-
imbralandi, sem engar aðrar heimildir eru fyrir, en Hrotsvit nefnir hins
vegar ekki bróður hennar á nafn. Þó kemur fram að hann hafi verið
Englandskonungur en einungis hálfbróðir Editu og hafi móðir hans verið
af lægri stigum en hennar (altera sed generis mulier satis inferioris).21 Önnur
heimild frá svipuðum tíma er Res gestae Saxonicae eftir Widukind, sem var
sennilega rituð um 968. Þar segir hann frá því að Heinrekur Saxakonungur
hafi gift ottó syni sínum dóttur Englandskonungs (sem Widukind kallar
20 um hugtakið orðræðusamfélag sjá Michel foucault, „Skipan orðræðunnar“, þýð. Gunnar
Harðarson, Spor í bókmenntafræði 20. aldar frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Bald-
vinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir (reykjavík: Bókmennta fræðistofnun
Háskóla Íslands, 1991), 191–226.
21 Hrosvithae Opera, útg. Paulus de Winterfeld (Berlín: Weidmann, 1902), 207.