Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.03.2019, Qupperneq 2
Við lítum svo á að þessi verkfalls- boðun taki ekkert síður til þeirra. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar Veður Suðvestan 10-18 m/s, en 15-23 NV- til á landinu og 20-25 þar í kvöld og fram eftir nóttu. Þurrt og yfirleitt bjart veður A-lands, annars él. SJÁ SÍÐU 30 Fékk forsmekkinn að framtíðarstarfinu Grímar Gauti Ólafsson sagði frá því í Fréttablaðinu nýverið að hann langaði að verða „löggubílalagari“ þegar hann yrði stór. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu tók hann á orðinu og bauð honum í heimsókn á verkstæði lögreglunnar við Skógarhlíð þar sem Árni Friðleifsson varðstjóri færði hann í sanninn um lögreglubíla. Grímar Gauti var í skýjunum með heimsóknina og lagði kannski grunninn að framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ HOLTA KJÚKLINGANUGGETS? K JARAMÁL Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnu­ lífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfalls­ aðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmda­ stjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfs­ menn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Ef ling telur hins vegar að verk­ fallsboðunin nái yfir alla hópbif­ reiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félags­ dóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtæk­ isins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækis­ ins eru um 30 sem eru í öðrum stétt­ arfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Ef ling sér að sinna verkfalls­ vörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaða­ bótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af f lugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niður­ staða málsins lá ekki fyrir í gær. sighvatur@frettabladid.is Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FJARSKIPTI Gömul GPS­tæki gætu hætt að virka sem skyldi eftir 6. apríl næstkomandi ef kerfi þeirra hefur ekki verið uppfært nýlega. Vandamálinu sem tækin standa frammi fyrir svipar mjög til hins svokallaða „Y2K­vandamáls“ sem herjaði á tölvukerfi heimsins um síðustu þúsaldamót. Tækin styðjast við 10 bita tvenndarkerfi (e. binary) til að telja vikurnar en slíkt kerfi nær aðeins að telja upp í 1.024 sem þýðir að á 1.024 vikna, eða tæpra 20 ára, fresti endurræsist tímatal tækjanna. Síð­ ast endurræstist tímatalið í ágúst 1999. Boð gervihnatta til GPS­tækja innihalda ákveðinn dagsetningar­ kóða sem þarf til að reikna út stað­ setningarhnit. Því getur mögulega komið fram ruglingur í útreikningi hnita eftir 6. apríl. Heimavarnarráð Bandaríkjanna sendi frá sér yfir­ lýsingu þar sem varað er við þessu. Ríkarður Sigmundsson, starfs­ maður Garminbúðarinnar sem sér um sölu GPS­tækja, segist muna vel eftir málinu þegar það kom upp árið 1999. „Ég held að það sé nú bara verið að gera of mikið úr þessu núna eins og þá,“ segir Ríkarður, aðeins örfá mál hafi komið upp þar sem GPS­tækin virkuðu ekki rétt. „En það er gott að fólk viti af þessu og uppfæri tækin, þá á þetta ekki að vera neitt vandamál.“ Einfalt er að uppfæra GPS­tæki á borð við göngu­ og bílatæki heima fyrir en hægt er að leita til Garminbúðar­ innar með f lóknari tæki. – ókp GPS-tæki geta leitt til vandræða REYK JAVÍK Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnar­ fulltrúar Miðf lokksins og Flokks fólksins leggja til á fundi borgarráðs í dag að „stjórnarandstöðuf lokk­ arnir“ fái seturétt fyrir aðstoðar­ mann sinn á fundum ráðsins. Samk væmt tillögunni hefði aðstoðarmaður ekki málfrelsi né tillögurétt á fundum borgarráðs en væri til aðstoðar f lokkunum þremur. „Slíkt fyrirkomulag myndi tryggja jafnræði milli f lokkanna þar sem aðstoðarmaður borgar­ stjóra situr fundi borgarráðs, meirihlutanum og borgarstjóra til aðstoðar,“ segir í tillögunni. – gar Aðstoðarmenn inn í borgarráð Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 C -E D 5 C 2 2 9 C -E C 2 0 2 2 9 C -E A E 4 2 2 9 C -E 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.