Fréttablaðið - 21.03.2019, Síða 11

Fréttablaðið - 21.03.2019, Síða 11
Evrópusambandið sektaði banda- ríska tölvurisann Google um 1.490 milljónir evra, eða tæplega 200 milljarða króna, fyrir að hafa mis- notað markaðsráðandi stöðu sína. Margaret Vestager, yfirmaður sam- keppnisdeildar ESB, greindi frá þessu í Brussel í gær. Brot Google áttu sér stað á tíu ára tímabili, frá árinu 2006 til 2016. Brotin felast í því að hindra að keppinautarnir selji auglýsingar á netinu með því að nota markaðs- ráðandi stöðu sína. Eftir að málið komst upp breytti Google auglýs- ingasamningum sínum við þriðja aðila til að veita þeim meira svig- rúm til að birta auglýsingar í sam- keppni við Google. „Google er búið að festa sig í sessi sem risinn á markaðnum með aug- lýsingar á netinu og hefur náð að skýla sér fyrir samkeppni með því að setja samkeppnishamlandi skil- mála í samningum við þriðja aðila,“ sagði Vestager. „Þetta er bannað samk væmt samkeppnislögum ESB.“ Kent Walker, yfirmaður alþjóða- ESB sektar Google um 200 milljarða Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppnisdeildar ESB, á blaðamannafundinum í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Google fékk í gær þriðju sektina frá ESB á jafn- mörgum árum fyrir að hafa misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína þegar kemur að aug- lýsingum á netinu. deildar Google, lofar bót og betrun. „Við höfum nú þegar gert marg- víslegar breytingar til að koma til móts við samkeppnisdeildina. Við munum gera frekari breytingar á næstunni til að auka sýnileika keppinauta okkar í Evrópu.“ Walker kynnti einnig í gær breyt- ingar á Android-stýrikerfinu fyrir síma. Í fyrra fékk fyrirtækið sekt frá ESB fyrir að neyða framleiðendur síma sem nota Android til að láta vafra, leitarvél og smáforritaverslun Google fylgja með. Fyrirtækið sagði að það væri nú þegar búið að breyta skilmálum sínum, sem heimila símaframleiðendum að láta smá- forrit frá öðrum framleiðendum fylgja með. Sektin í gær er sú þriðja á innan við þremur árum sem ESB leggur á Google fyrir brot á samkeppnislög- um. Alls er búið að sekta fyrirtækið um 8,9 milljarða evra, eða sem nemur 1.200 milljörðum króna. Google er markaðsráðandi þegar kemur að leitarvélum, mest í Evr- ópu þar sem markaðshlutdeildin er 90 prósent. Alphabet, móður- félag Google, þénar umtalsverðar fjárhæðir í gegnum auglýsingasölu. Hagnaðurinn í fyrra nam 30,7 millj- örðum dollara, eða tæplega 3.600 milljörðum króna. Auglýsingatekjur Google koma helst inn í gegnum AdSense, forrit sem birtir leitarniðurstöður frá aðilum sem hafa greitt fyrir það samhliða hefðbundnum leitar- niðurstöðum. Einnig birtir forritið auglýsingar sem eru sérsniðnar að notandanum, er til dæmis tekið mið af staðsetningu og hvernig vef notandinn er að skoða. Einnig er tekið mið af fyrri leitum notandans. Til að fá hagnað í gegnum aug- lýsingar hafi vefsíðueigendur þurft að gangast við því að gefa Google öll verðmætustu auglýsingaplássin ásamt því að þurfa að fá leyfi frá Google til að birta auglýsingar í gegnum Yahoo! eða Microsoft. Á blaðamannafundi í gær lýsti Vesta- ger Google sem millilið fyrir aug- lýsingar sem hefði komið sér upp vítahring. „Keppinautar Google gátu ekki stækkað, sem leiddi til þess að eig- endur vefsíðna þurftu að reiða sig eingöngu á Google,“ sagði Vestager í gær. „Það var engin ástæða fyrir Google að leggja á þessar kvaðir aðrar en til að hindra samkeppni.“ arib@frettabladid.is TÆKNI Við munum gera frekari breytingar á næstunni til að auka sýni- leika keppinauta okkar. Kent Walker, yfir- maður alþjóða- deildar Google F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 1 9 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 D -1 4 D C 2 2 9 D -1 3 A 0 2 2 9 D -1 2 6 4 2 2 9 D -1 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.