Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 16
Af hverju erum við
stöðugt að greina
frávik í manneskjunni út í
hið óendanlega?
Héðinn Unnsteins-
son, stefnumót-
unarsérfræðingur
Samfélagið skilgreint út frá frávikum
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson
arib@frettabladid.is
Hann veiktist fyrst 19 ára gamall og svo aftur 22 ára. Tveim-ur árum síðar var Héðinn Unnsteins-son greindur með
geðhvörf. Hann náði tökum á veik-
indunum og hefur verið viðloðandi
heilbrigðismál í hátt í 30 ár. Á þeirri
vegferð varð Héðinn upptekinn af
því að fræðast um sjúkdóminn og
heilbrigðiskerfið almennt.
„Ég varð mjög áhugasamur um
þetta allt saman. Ég skrifa bækling
um geðhvörf með lækninum mínum
og fljótlega fer ég að efast um stoð-
irnar sem standa undir þessum geð-
læknisfræðum. Greining er svo hug-
læg. Það er engin þvagprufa, engin
blóðprufa, engin hlutlæg sönnun á
einu eða neinu. Þetta er bara hug-
lægt mat á huglægu ástandi einhvers
annars. Þetta eru mjög veik vísinda-
leg rök á bak við þetta, eiginlega
bara engin,“ segir Héðinn. Hann fór
af stað með verkefnið Geðrækt sem
var starfrækt í þrjú ár og uppskar
mikla vitundarvakningu í garð geð-
raskana.
„Hugmyndin var sú að það geta
allir bætt geðheilsu sína, við eigum
hana öll sameiginlega. Þetta snýst
mikið um hugsanaferla, og það
hvernig þú vinnur með hugann þinn
og líkama. Ég er kominn af skáldum
úr Þingeyjarsýslu og því mikið
verið með tilvistarlegar pælingar.
Mér hefur fundist þetta vera eitt-
hvað meira en bara geðheilbrigði,
tilvistarspurningar, hvaða gildi við
höfum í lífinu og á hvað við leggjum
áherslu. Ég geri mér grein fyrir því
að ekkert okkar breytir heiminum
eitt og sér en við getum haft áhrif
á heiminn og áhrif á annað fólk og
með árunum þá áttar maður sig á
því að vera meira til staðar í líðandi
stundu. Þetta er það sem allir eru að
reyna, að lifa í núinu, að passa upp á
orkuna sína,“ segir hann.
Hugvíkkandi efni
í míkróskömmtum
Héðinn hefur starfað hjá Alþjóð-
heilbrigðismálastofnun, bæði í
Genf og í Kaupmannahöfn þar sem
hann starfaði meðal annars við að
semja yfirlýsingar um geðheilbrigði
og geðheilbrigðismál. Í sínu starfi
umgekkst hann fjölda framúrskar-
andi geðlækna, stjórnmálamanna
og lyfjafyrirtæki í ýmsum Evrópu-
löndum.
Hann heimsótti mörg geðsjúkra-
hús, þá sérstaklega í Austur-Evrópu
og kynnti sér aðstæður þar vel.
„Í þessu ferli átta ég mig á því að
peningar skipta þarna mestu
máli enda eru miklu meiri
peningar í veikindum heldur
en heilbrigði. Ég gefst eigin-
lega upp á kerfinu úti og kem
heim og fer inn í heilbrigðis-
ráðuneytið. Þar reyni ég að
breyta kerfinu innan frá sem
gengur hægt svo ég enda í for-
sætisráðuneytinu og verð þar í
níu ár.“
Hann hefur því komið að
mörgu í tengslum við geðheil-
brigðismál, bæði sem notandi
og á fræðilegum nótum. Í dag
starfar Héðinn sem stefnumót-
unarsérfræðingur hjá Capacent
og situr einnig í stjórn Geð-
hjálpar. Þá heldur hann fyrir-
lestra um lífsorðin 14, sem hann
setti saman aftast í bókinni sinni
Vertu úlfur sem kom út 2015 þar
sem hann segir sögu af sinni
reynslu.
Ísland trónir efst af Norður-
löndunum í lyfjanotkun og
er einnig efst í notkun þung-
lyndislyfja hjá OECD. Héðinn
segir það orðinn vana að gefa
fólki lyf enda vilji það fá snögga
lækningu, allt þurfi að gerast strax.
„Svo er ég á þeirri skoðun að það séu
jafnvel ný lyf á leiðinni við þung-
lyndi og kvíðatengdum geðröskun-
um. Nú er verið að skoða læknanleg
gildi míkróskammta af hugvíkkandi
efnum, en þau hafa sætt ákveðnum
fordómum,“ segir Héðinn.
Er fullkomið heilbrigði til?
Héðinn fór að skoða sögu geðrann-
sókna sem byrjar um 1811. Grein-
ingartilfellum hefur vissulega farið
fjölgandi frá þeim tíma. Árið 1874
voru sex tilfelli á skrá hjá Emil Krep-
lin, guðföður geðlæknisfræðinnar,
en í dag eru þær orðnar 600.
Hann lýsir geðheilbrigðisstiku:
Það sem er eðlilegt eða „normal“
er í miðjunni og svo eru frávik sitt
hvorum megin.
„Þetta er í raun eins og þrívíð kúla
og frávikin í kringum kúluna er
jaðarsamfélag, utan hringsins – eins
og kvæðið eftir Stein Steinarr sem
er svo fallegt. Það sem hefur gerst
er að þetta „normal“ hefur þynnst
svo mikið. Jaðarfrávikin eru orðin
svo mikil af því að það er komið svo
mikið af greiningum. Það eru allir
hér utan hringsins, en hverjir verða
eftir í miðjunni? Ég veit það ekki. Það
getur nefnilega hver sem er fengið
greiningu, verið með einhver frávik,“
segir Héðinn.
Verið sé að greina samfélagið út
frá alls konar frávikum sem eru
að verða það stór og mikil að allir
virðast vera með einhvers konar
frávik. Ekkert „norm“ verður eftir,
eða hvernig sem það er svo sem skil-
greint.
„Auðvitað er þetta flókið samspil
ótrúlega margra þátta þannig að
manneskja er aldrei alveg fyllilega
heilbrigð eða fyllilega veik. Hún
verður sambland af báðu. Fólk hefur
fengið greiningu og verið með alvar-
legar geðraskanir,
hefur orðið félags-
lega út undan og
misst virkni í sam-
félaginu, ekki verið á
vinnumarkaði, misst húsnæði
og sérstaklega er það slæmt
í Austur-Evrópu. Þetta er
hópur sem hefur verið
jaðarsettur í gegnum
aldirnar. Auðvitað eru
alvarlegir sjúkdómar líka. En þegar
allt er orðið rekið í gegnum frávik þá
er eitthvað orðið að öllum. Þá erum
við í andstöðu við geðrækt, að efla
geðheilbrigði, ef allt er skilgreint út
frá röskun. Margir eru farnir að efast
um forsendurnar fyrir greiningun-
um út frá félagslegu, mannfræðilegu
og tilvistarlegu sjónarmiði. Af hverju
erum við stöðugt að greina frávik í
manneskjunni út í hið óendanlega?
Til þess að eitthvað raskist, þá þarf
eitthvað að vera í lagi. En ef það eru
svona rosalega margar raskanir,
hvað er þá eftir í lagi? Hvað er að vera
normal?“ segir Héðinn.
Utan hringsins
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín.
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og utan þessa hrings
er veröld mín.
Steinn Steinarr
Stöðugt verið að tækla krísur
Héðinn tekur dæmi um heilbrigðis-
kerfið og nefnir fimm atriði sem
einkennir það. Heilsuef ling, for-
varnir, snemmskoðun, meðferð og
endurhæfing.
„Allur fókusinn er á meðferð
og endurhæfingu eða um 98-99%
fjármagns. Það eru miklu meiri
hagsmunir í veikindum en í heil-
brigði. Það er alveg hægt að taka
heilbrigðiskerfið og setja fjármuni í
heilsuef lingu, forvarnir og snemm-
skoðun. Það er alltaf verið að tækla
krísur en ekki farið í rót vandans,“
segir Héðinn.
„ Sjú kdómavæðing in er svo
áhugavert fyrirbrigði en hvað
keyrir hana áfram? Af hverju erum
við stöðugt að skilgreina fólk út
frá frávikum sínum en ekki ein-
hverju sem það á sameiginlegt
með öðrum? Ég öfunda ekki ungt
fólk og börn sem fá greiningar.
Þetta litar sjálfsmyndina. Geð-
raskanir eru oft beintengdar
of beldi og trúverðugleiki oft
dreginn í efa. Þegar einstakl-
ingur hefur verið greindur
á hann stöðugt á hættu að
vera smækkaður niður í
geðgreiningu sína. Ef ein-
hver sem er með geðröskun
fremur glæp þá er það dreg-
ið fram og lögð áhersla á að
útskýra brotið, „já, hann
er andlega veikur“. Það er
aldrei talað um að astma-
sjúklingur haf i lamið
einhvern. Það eru enn
fordómar og mismunun
í garð geðsjúkra.“
Í alþjóðlegri saman-
burðarrannsókn frá árinu
2009 sem prófessorarnir Jón
Gunnar Bernburg og Sigrún
Ólafsdóttir stóðu að, voru
viðhorf fólks til geðraskana
skoðuð. Þar kom fram að
mun færri vildu búa við
hliðina á Jóni með geðklofa
eða Gunnu með þunglyndi
en einhverjum með astma.
„Við r áðu m k a n n sk i
aldrei við fordómana sem
slíka en við getum tekist á
við mismununina sem for-
dómar ala af sér. Við getum
unnið með mismunun og bætt
þekkingu og þannig minnkað for-
dóma,“ segir Héðinn.
„Það virðist vera undirliggjandi,
kannski meira hjá þessari þjóð en
annarri, þörfin á ytri viðurkenn-
ingu og ekki nógu mikil staðfesta
á innri fullvissu um sjálfan sig.
Svo er alltaf þessi samanburður
og samkeppni líka. Við höfum til-
hneigingu til að halda að einhver
annar sé betri en við. Kannski er
þetta krónískur vanmáttur síðan
fyrir 500 árum sem er undirliggj-
andi hjá þjóðinni eftir að hafa verið
undir Norðmönnum og Dönum.
Það birtist kannski í minnimáttar-
kennd, smá þótta, jafnvel hroka.
Það virðast ekkert alltof margir
hérna sem geta hvílt í sjálfum sér
og verið sáttir við sitt, en alltaf
f leiri og f leiri,“ segir Héðinn. „Til
að breyta þessu væri ráð að fá hug-
leiðslu inn í leikskóla og skóla
og hægja aðeins á hlutunum.“
„Hvað er að vera
normal?“ spyr Héðinn
Unnsteinsson sem
hefur marga fjöruna
sopið innan heilbrigð-
iskerfisins. Hann segir
greiningar orðnar svo
margar að flestir séu
innan jaðarsamfélags
og fáir eftir innan
þess hrings sem við
köllum „norm“.
TILVERAN
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
C
-E
8
6
C
2
2
9
C
-E
7
3
0
2
2
9
C
-E
5
F
4
2
2
9
C
-E
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K