Fréttablaðið - 21.03.2019, Page 17
bókin til þegar ég ákvað að taka
þetta saman og skrifa sögu sonar
míns.“
Líkaminn er f lókið fyrirbæri og
það er engin skyndilausn þegar
kemur að því að bæta heilsu. Það
tekur tíma fyrir líkamann að taka
breytingum og finna mun. Það er
kannski þess vegna sem fólk gefst
upp, það vill sjá niðurstöður strax
eins og að taka eina pillu. Svo var
það eitt kvöldið þegar Eurovision
prýddi skjái landsmanna að það
kom bersýnilega í ljós hversu
mikið mataræðið hafði að segja.
„Ég sætti fordómum f y r ir
þetta, hversu hræðilegt þetta
væri nú fyrir greyið barnið,
hann mætti aldrei fá neitt.
Þar sem ég ákvað að setja
hann ekki á lyf var ég
spurð hvort það væri ekki
áby rgðarleysi. Ég spy r
bara, hvernig getur það
verið ábyrgðarleysi að gefa
barninu sínu holla fæðu?
Ég hafði alltaf búið til sér
fyrir hann. Við reyndum
auðvitað öll í fjölskyldunni
að taka þátt í þessu með
honum svo hann væri ekki
einn. Á þessu Eurovision-
kvöldi gafst ég bara upp og
lét undan. Sonur minn fékk
að kafa í snakkskálina og
nammið og allt sem var á
boðstólum,“ segir Berglind.
„Hann varð svo veikur þetta
kvöld. Hann fékk svo mikla kæki
að hann náði ekki andanum. Hann
lá bara í gólfinu, eftir eina kvöld-
stund af sukki. Þá sáum við raun-
verulega álagið á hann. Daginn
eftir kastaði hann upp og það var
meira að segja hringt frá skólanum
til að athuga hvað hefði komið fyrir
því kækirnir voru svo miklir. Hann
gat bara ekki verið í skólanum og
lært. Þarna sá hann sjálfur líka
hvað þetta þýddi mikið fyrir hann.
Eftir þetta var hann miklu meira til
í þetta. Nokkrum mánuðum seinna
var hann laus við þessa kæki.“
Sonur Berglindar er enn laus við
kækina og borðar að mestu hreint
fæði. Hann þolir hins vegar ýmis-
legt betur en þegar hann var yngri
en finnur þegar hann þarf að taka
til í mataræðinu.
„Ég veit ekki hvort mataræði
getur haft áhrif á alla sjúkdóma
eða greiningar en ég veit að hreint
fæði myndi t.d. henta einstakling-
um með ADHD betur. Þetta snýst
allt um að hjálpa líkamanum að
ná ákveðnu jafnvægi, þar spilar
svefn t.d. líka inn í. Ég tel að það
sé hægt að lækna líðan að mörgu
leyti með því að borða heilnæmt
fæði. Það eru alltaf að koma fram
fleiri og f leiri rannsóknir sem sýna
fram á tengsl milli þarmaf lóru og
geðheilbrigðis. Ég held að læknar
séu í auknum mæli að taka undir
þetta. Auðvitað er fullt af fólki sem
þarf lyf og þau hjálpa mörgum. En
það er líka fullt af fólki sem getur
bjargað sér án þeirra. Það þyrfti
meiri aðstoð hvað það varðar frá
heilbrigðiskerfinu. Ég myndi vilja
sjá að foreldrum yrði hjálpað með
mataræði og heildrænar lausnir
áður en gripið er til lyfja. Það er
mikilvægt að við hjálpum þessum
börnum sem eru með ADHD að
komast í gegnum skólakerfið með
heila sjálfsmynd. Ef ég hefði farið
yfir með syni mínum öll Mentor-
skilaboðin sem hann fékk frá skól-
anum og skammað hann í hvert
skipti hefði það brotið hann niður.
Það er rosalega erfitt að passa ekki
inn í kerfið og vera gagnrýndur
stöðugt fyrir að vera ekki að fara
eftir þessum „gyllta þjóðvegi“ sem
kerfið gerir okkur að fara eftir. En
eru það ekki frumkvöðlarnir og
oft skemmtilegustu karakterarnir
sem fá að dafna bara eins og þeir
eru?“
Ho l l t m a t a r æ ð i s k i p t i r o k k u r miklu máli. Jafn-vel svo miklu að það getur haldið ýmsum sjúkdóm-
um og kvillum í skefjum. Berglind
Sigmarsdóttir, athafnakona og eig-
andi veitingastaðarins Gott, getur
tekið undir það. Sonur hennar
greindist með Tourette-sjúkdóm
um 10 ára aldur. Kækir hans truf l-
uðu hann í skóla og daglegu lífi og
var það mataræðið sem breytti öllu
til muna. Hún hefur gefið út tvær
bækur ásamt eiginmanni sínum
með uppskriftum að hreinu fæði.
„Sonur minn var greindur með
ADHD fyrir. Hann var orkumikill
í leikskóla og gekk svo vel í skóla
framan af en þegar Tourette-sjúk-
dómurinn fer að láta á sér kræla
verður allt mun erfiðara. Hann
átti erfitt með að sitja kyrr og vera
almennt til friðs, eins og ætlast er
til í skólanum. Hann er mjög f lottur
strákur, skapandi og skemmtilegur
en þetta kassalaga kerfi hentaði
honum illa,“ segir Berglind.
„Hann byrjaði einn daginn að
fá einhverja kæki og við vissum
ekki hvað það var. Taugalæknir
greindi hann með Tourette en það
var ekkert annað í boði til að halda
kækjunum niðri en sljóvgandi lyf.
Það eru ekki til nein sérstök lyf við
Tourette nema þessi, sem sljóvga
einstaklinginn og róa kippina og
kækina niður. Fyrir mér var það
aldrei eitthvað sem ég vildi einu
sinni prófa. Ég tók þá ákvörðun að
prófa mataræðið áður.“
Berglind fór á stúfana og af laði
sér upplýsinga um sjúkdóminn.
Keypti bækur og f letti upp á net-
inu. Á þessum tíma fyrir tæpum
tíu árum var talsvert minna úrval
af fæði sem fæst víða í dag, eins og
glútenlaust eða sykurlaust fæði, og
merkingar á vörum voru lélegar.
„Ég breytti því eldhúsinu í
rannsóknarstofu og bjó allt til frá
grunni, þannig að ég vissi hvað
væri í öllu,“ segir Berglind.
„Það er alltaf talað um nokkra
hluti sem eru að valda fólki vand-
ræðum í mataræðinu, það er sykur,
glúten, mjólkurvörur og ger. En svo
er þetta mjög mismunandi eftir
fólki. Ég er yfirleitt mjög ýkt þegar
ég dett í svona gír svo ég ákvað bara
að taka allt út sem gæti verið að
valda einhverju. Tók litarefni, rot-
varnarefni og öll gerviefni út. Þetta
var algjörlega hreint fæði. Það þarf
ekkert að vera eitthvað heilsuduft,
það getur bara verið kjötsúpa, gerð
úr heilnæmu hráefni. Þannig varð
Karakterar fái að dafna eins og þeir eru
Það er ekkert að mér, heilinn í mér virkar bara svona en ekki hinsegin,“ segir Vilhjálmur
Hjálmarsson, leikari og varafor-
maður ADHD-samtakanna. Hann
er einn tugþúsunda Íslendinga sem
fæddust með taugaþroskaröskunina
ADHD. Vilhjálmur var ekki greindur
fyrr en hann var orðinn þrítugur,
fram að því þjáðist hann af þung-
lyndi.
Á bilinu 5 til 10 prósent þjóðar-
innar eru með ADHD. Flestir skjól-
stæðingar samtakanna eru börn sem
fá greiningu í gegnum grunnskóla,
en undanfarin ár hefur fjölgað mjög
í hópi fullorðinna sem átta sig á að
þeir hafa verið þjakaðir af ógreindu
ADHD alla ævi. „Það breytti öllu að
fá að vita hvað var að, ég var alltaf að
naga sjálfan mig fyrir að gera einhver
aulamistök. Eftir greiningu lagðist
ég í sjálfsskoðun og fór að horfa allt
öðruvísi á hlutina,“ segir Vilhjálmur.
Oft á tíðum vilja foreldrar barna
með ADHD kenna sjálfum sér um.
„Það er fullt af fordómum, þeir hafa
minnkað að undanförnu en samt
nóg um vanþekkingu og misskiln-
ing. „Svo gleymi ég seint mömm-
unni sem kom á spjallfund með syni
sínum sem ásamt föður og bróður
var búið að greina. Þegar leið á fund-
inn galopnaðist munnurinn hægt
og rólega, enda henni orðið ljóst að
hún væri sjálf með ADHD, hún bara
vissi það ekki. Þess utan sýna allir
ADHD-lík einkenni einhvern tím-
ann á lífsleiðinni, en einstaklingur
með ADHD glímir við þessi einkenni
alla daga.“
Áhrifin geta verið margvísleg á
einstaklinga sem vita ekki að þeir
eru með ADHD, algengast er þó
þunglyndi og kvíði. „Algengt er að
klúðra einföldum hlutum og erfitt
fyrir þá sem umgangast mann að
skilja af hverju maður geti og geri
allt þetta f lókna eins og ekkert
sé.“ Margir skipta oft um vinnu
og hækka til dæmis ekki í launum
vegna þess. Áhrifanna gætir einn-
ig heima við og dæmi eru um að
aðstandendur stimpli einstakling
óáreiðanlegan, einfaldlega vegna
þess að ADHD gerir að verkum
að viðkomandi mætir sjaldnast á
réttum tíma og á erfitt með að fram-
kvæma verkefni í réttri röð.
Vilhjálmur segir að þrátt fyrir að
vera kominn á góðan stað í lífinu þá
verði hann aldrei „eðlilegur“. „Það er
ekki til, það er bara ranghugmynd.
Við erum öll eins og við erum, en
vandamálið við þetta er að ef þú
veist ekki af þessu þá f lækist það
fyrir þér og skapar alls konar önnur
vandamál. Ég tek þátt í samfélaginu
eins og hver annar, en á mínum for-
sendum. Ég er bara svona og það er
ekkert að því. Mikið væri samfélagið
annars leiðinlegt ef allir væru eins.“
Það er ranghugmynd að hægt sé að vera eðlilegur
Við erum öll eins og
við erum, en
vandamálið við þetta er að
ef þú veist ekki af þessu þá
flækist það fyrir þér og
skapar alls konar önnur
vandamál.
Vilhjálmur
Hjálmarsson, vara-
formaður ADHD-
samtakanna
Ég myndi vilja sjá
það að foreldrum
yrði hjálpað með mataræði
og heildrænar lausnir áður
en gripið er til lyfja.
Berglind Sigmars-
dóttir, athafna-
kona og eigandi
veitingastaðarins
Gott
Móðir drengs með
Tourette náði að halda
sjúkdómnum í skefjum
með hreinu mataræði
og vill sjá að foreldrum
verði hjálpað með
mataræði og heildrænar
lausnir áður en gripið er
til lyfja. Hún segir það
vont ef börn eru stöðugt
gagnrýnd fyrir að fara
ekki eftir hinum „gyllta
þjóðvegi“ kerfisins.
Ég sætti fordómum
fyrir þetta, hversu
hræðilegt þetta væri nú fyrir
greyið barnið, hann mætti
aldrei fá neitt.
TILVERAN
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 1 9
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
C
-F
2
4
C
2
2
9
C
-F
1
1
0
2
2
9
C
-E
F
D
4
2
2
9
C
-E
E
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K