Fréttablaðið - 21.03.2019, Qupperneq 18
Við eigum að
fagna því að
við skulum
vera að ná
lengra í því
að kryfja og
greina hegð-
unarmynstur,
gefa þeim
nafn, skil-
greiningar og
þannig auð-
velda okkur
að þróa
viðbrögð og
meðhöndlun
til þess að
bæta líðan.
Teitur Guðmundsson
læknir
Normal
Disorder?
Ég var fyrir nokkru í fertugsafmæli í góðra vina hópi þar sem ýmislegt var skeggrætt eins og vant er og var umræðan lífleg. Þar hitti ég nokkra kollega mína auk annarra og snerist samtalið oftar en ekki um læknisfræði
leg og heilsutengd málefni, en þau eru flestum
hugleikin á þessum aldri þegar við erum að færast
á „efri árin“ ef svo mætti segja. Einn af mínum
gömlu skólafélögum var þarna líka, þekktur rit
höfundur, margverðlaunaður og mærður fyrir sín
skrif en einnig alkunnur vegna sterkra skoðana og
skemmtilegra nálgana á málefni líðandi stundar.
Við vorum að ræða það hversu upptekin við
erum orðin af því að setja einhvers konar skil
greiningar á allt og alla, ekki síst að reyna að sjúk
dómsgreina fólk og börnin þeirra. Pínulítið eins
og það hafi komist í tísku að vera með greiningu
og að það sé alveg sjálfsagt að þessi og hinn sé með
einhverja röskun sem þarfnist athygli, hvað þá
meðferðar. Sem læknir fagna ég því auðvitað að
okkur miði áfram og að við getum hjálpað fólki
sem glímir við vanda, hver svo sem hann kann að
vera. Margt hefur breyst á umliðnum árum og við
erum orðin meðvitaðri um ýmis vandamál sem
áður voru óþekkt eða höfðu ekki nafn. Gott dæmi
um slíka greiningu er ADHD og hægt væri að nefna
ýmsar fleiri eins og söfnunaráráttu, aðlögunar
röskun og hegðunarraskanir ýmiss konar.
Geðraskanir eru sennilega eitt það erfiðasta
sem læknar fást við og hefur um langt skeið
verið ákveðin dulúð um þá sjúkdóma og þeir eru
fyrst á undanförnum árum að koma meira fram
í sviðsljósið og umræðuna. Áhrifin eru geysileg
þegar almenn vakning verður og spéhræðsla og
skömm víkur í upplýstri umræðu eins og sést
hefur í tengslum við þunglyndi og kvíða sem eru
algengustu raskanirnar sem fólk glímir við. Þá
höfum við séð stórstígar framfarir eins og áður
sagði í greiningu og meðferð raskana eins og t.a.m.
ADHD, en slíkir einstaklingar voru iðulega taldir
tossar og enduðu oftsinnis utanveltu bæði sem
börn og fullorðnir.
Við eigum að fagna því að við skulum vera að ná
lengra í því að kryfja og greina hegðunarmynstur,
gefa þeim nafn, skilgreiningar og þannig auðvelda
okkur að þróa viðbrögð og meðhöndlun til þess
að bæta líðan. Slíkt er gott, en í þessum anda er
auðvelt að átta sig á því að það er nánast hægt að
setja slík skilmerki fyrir hvaða hegðun eða líðan
sem er og þurfum við að forðast að sjúkdómsvæða
of mikið hegðun eða atferli einstaklinga. Sérstak
lega hættulegt er ef viðkomandi sem slengir slíku
fram er ekki faglærður og með góða innsýn í heim
geðraskana. Það getur nefnilega sært mjög að vera
uppnefndur með sjúkdómsgreiningu, það er lík
lega verra en margt annað.
Vonandi tekst okkur sameiginlega að breyta því
viðhorfi sem ríkt hefur gagnvart geðröskunum
enn frekar og að í huga almennings séu þær jafn
réttháar eins og aðrir sjúkdómar sem við glímum
við dagsdaglega. Þá verður þeim heldur ekki beitt
í þeim tilgangi að stríða eða níðast á öðrum. Við
segjum til dæmis ekki helvítis lungnasjúklingur
inn þinn þegar við ætlum að skammast, orð eins
og vangefinn, ofvirkur, taugahrúgan þín, eða ertu
með athyglisbrest eru farin að heyrast meira sem
skammaryrði en áður var. Við þurfum að breyta
því!
Í þessu samhengi fóru á f lug heimspekilegar
vangaveltur um það hvað þyrfti til? Lausnin væri
kannski að allir fengju einhvers konar greiningu.
Ein tillagan var ekki alslæm og kom frá téðum
rithöfundi, en nafn hennar var Normal Disorder
eða það að vera sjúklega normal. Líklegt er að
greiningarskilmerki á slíku myndu vefjast
mjög fyrir fagfólkinu enda þyrfti að úti
loka allt annað fyrst sem gefur fólki lit
og karakter. Slík greining væri líka
afar vont uppnefni.
Evald Sæmund-
sen, doktor
í sálfræði og
sviðsstjóri rann-
sóknarsviðs
Greiningar- og
ráðgjafar-
stöðvar ríkisins.
Það er kominn tími til að hugsa hugtakið „heilsa“ upp á nýtt, segir Linda Bára Lýðsdóttir,
sálfræðingur hjá VIRK. Rúmlega 15
þúsund manns hafa leitað til starfs
endurhæfingarsjóðsins frá því hann
var settur á laggirnar fyrir um ára
tug. Hlutverk VIRK er að efla starfs
getu einstaklinga í kjölfar veikinda
eða slysa.
„Það er spurning hvort menning
okkar sé farin að ýta undir greining
ar, við erum í sjúkdómamenningu,
þar sem fólk talar til dæmis um að
vera með þunglyndi og kvíðaraskan
ir, þegar það finnur fyrir neikvæðum
tilfinningum sem er hluti af lífi fólks,
eitthvað sem er eðlilegt. Einstakl
ingar einblína á sjúkdóminn. Við
setjum spurningarmerki við þetta,“
segir Linda Bára. „Ætlum við að vera
fórnarlamb sjúkdómsins, eða ætlum
við að reyna að stjórna ferðinni þrátt
fyrir veikindi?“
VIRK ásamt Embætti landlæknis
er nú í sambandi við hollenskan hóp
sem bendir á að það þurfi að skil
greina heilsu upp á nýtt. Núverandi
skilgreining Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunarinnar er frá árinu
1948, þar segir að heilsa sé fullkomin
andleg, líkamleg og félagsleg vellíð
an. „Við einblínum á fullkomnun,“
segir Linda Bára, eitthvað sem sé ekki
raunhæft.
Um er að ræða hugmynda
fræði hollenska læknisins Mach
teld Huber. Nýja skilgreiningin á
heilsu er getan til að aðlagast og
stjórna ferðinni þegar við mætum
líkamlegum, andlegum og félags
legum áskorunum í lífinu. Heilsa
skiptist þá í sex víddir, líkamlega
virkni, andlega vellíðan, lífsgæði,
tilgang, félagsleg tengsl og daglega
virkni. Allar þessar víddir spila
saman. „Um leið og þú vinnur í
einni víddinni, þá eru miklar líkur
á að ástandið skáni í hinum vídd
unum,“ segir hún.
„Við ætlum ekki að útiloka
greiningar, það þarf að meðhöndla
sjúkdóminn. Það sem við erum að
benda á er að það þarf að skoða
einstaklinginn út frá f leiru. Það
þarf að horfa á einstaklinginn í
heild sinni,“ segir Linda Bára. Slík
vitundarvakning myndi minnka
sjálfsfordóma einstaklinga. „Þá
erum við ekki að festast í að hugsa
um að það sé eitthvað að okkur.“
Sjúkdómamenning þar sem einblínt er
á fullkomnun sem er hreinlega ekki til
Ætlum við að vera
fórnarlömb sjúk-
dómsins eða ætlum við að
reyna að stjórna ferðinni?
Linda Bára Lýðs-
dóttir, sviðsstjóri
og sálfræðingur
hjá VIRK
Nýjustu tölur frá Íslandi benda til þess að 2,7% barna á Íslandi séu á einhverfurófi.
Það bendir allt til þess að sama tala
gildi yfir þjóðina alla,“ segir Evald
Sæmundsen. Hann er doktor í sál
fræði sem hefur starfað með ein
hverfum og stundað rannsóknir á
einhverfu í rúma þrjá áratugi.
Einhverfa er algengari meðal
karla en kvenna, yfir 4% karla eru á
einhverfurófi. Það er þó margt sem
bendir til þess að konur séu síður
greindar með einhverfu. Konur eru
frekar greindar með persónuleika
röskun og aðra geðsjúkdóma áður
en þær eru greindar með einhverfu.
Evald, sem starfar hjá Greining
ar og ráðgjafarstöð ríkisins, segir
að fólk geti verið með einhver ein
kenni einhverfu án þess að þurfa að
vera greint á einhverfurófi. „Þetta er
spurning um styrkleika einkenna
og hvort þau hamla eða ekki. Við
höfum áhuga á að finna þá sem eru
með einhver einkenni í tengslum
við rannsóknir á erfðum einhverfu.
Hver einkennin eru, hvernig þau
dreifast milli kynja o.s.frv.“
Einhverfa einkennist af erfið
leikum með félagslegt samspil, tjá
skipti og áráttutengda hegðun. For
dómar í garð einhverfra byggjast oft
á aðstæðum einstaklinganna. „Við
getum hugsað okkur konu á rófinu
sem líður ekki vel í félagsskap ann
arra og býr yfir litlum sveigjanleika
í mannlegum samskiptum ásamt
því að vera með áráttuhegðun. Það
getur samt verið manneskja í fram
varðasveit í listum eða vísindum.
Við erum að tala um breidd sem
spannar allt frá því að vera alvar
lega þroskahamlað yfir í fólk sem
lifir góðu lífi.“
Árið 2005 voru 0,6% barna greind
á einhverfurófinu, talan var komin
upp í 1,2% árið 2009 og er nú í 2,7%.
Einhverfum er ekki að fjölga heldur
eru einfaldlega fleiri greindir, Evald
útilokar ekki að hlutfallið hækki.
„Við höfum engan áhuga á því að
greina alla með einhverfu fyrir
árið 2020, við viljum bara fá að vita
hverjir það eru sem þarfnast
hjálpar. Við þefum ekki bara
upp einkenni, við viljum
gera eitthvað fyrir einstakl
inga sem eiga erfitt en við
ætlum ekki að hlaupa um
gangana í háskólanum og
greina þar skrítið fólk sem
gæti verið á einhverfurófi.
Það eru margir sem hafa
enga sérstaka þörf fyrir hjálp.“
Margir hugsanlega á einhverfurófi
sem þurfa enga hjálp
Við eigum
að fagna
því að við
skulum
vera að ná
lengra í því
að kryfja
og greina
hegðunar-
mynstur,
gefa þeim
nafn, skil-
greiningar
og þannig
auðvelda
okkur að
þróa við-
brögð og
meðhöndlun
til þess að
bæta líðan.
TILVERAN
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
C
-F
7
3
C
2
2
9
C
-F
6
0
0
2
2
9
C
-F
4
C
4
2
2
9
C
-F
3
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K