Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 24
Verkið sýnir einnig í hnot-
skurn nauðsyn þess að at-
vinnulífið og menntageirinn
eigi í stöðugu samtali um
þarfir atvinnulífsins fyrir
hæft starfsfólk.
Uppþvottavél,
Serie 4
Fullt verð: 139.900 kr.
Tækifærisverð: SMU 46FW01S
109.900 kr.
14 manna. Sex kerfi. Þrjú sérkerfi, þar
á meðal tímastytting og kraftþurrkun.
Zeolith®-þurrkun. Hljóð: 44 dB.
„aquaStop“-flæðivörn.
A
Þvottavél, iQ300
Fullt verð: 99.900 kr.
Tækifærisverð: WM 14N2O7DN
79.900 kr.
Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus,
hljóðlátur og sparneytinn mótor með
10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Kraftþvottur
60 mín., útifatnaður, mjög stutt
kerfi (15 mín.), ull o.fl.
Tekur mest
7
Orkuflokkur
Tæki færi
„Eru Norðmenn að snúa baki við EES?“
Opinn fyrirlestur í stofu 105 á Háskólatorgi klukkan 17:30 í dag.
Öll vitum við að samskipti á vinnustað skipta máli. Svo miklu máli að velgengni
fyrirtækis getur verið undir því
komin að starfsmenn eigi eðlileg
og skýr samskipti.
Erlendir starfsmenn í íslenskri
ferðaþjónustu skipta þúsundum.
Áætlað er að um fjórðungur þeirra
tæplegu 30.000 starfsmanna sem
starfa við greinina séu af erlendu
bergi brotnir. Margir þeirra geta
aðeins treyst á ensku sem sameig-
inlegt tungumál við gesti og sam-
starfsfólk. Allstór hópur erlendra
starfsmanna er þó hvorki mælandi
á íslensku né ensku. Vinna samt sín
störf vel og af trúmennsku. Hins
vegar má oft rekja misskilning á
leiðbeiningum og/eða veittri þjón-
ustu til tungumálaerfiðleika starfs-
manna. Margt hefur verið gert til að
auka tungumálafærni þessa hóps og
oft með miklum ágætum.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar,
samstarfsverkefni Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF), annarra aðila
vinnumarkaðarins og atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins,
var stofnsett árið 2017, tímabundið
til þriggja ára. Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins (FA), í eigu aðila
vinnumarkaðarins, hýsir verk-
efnið. Eitt af fjölmörgum verkum
Hæfnisetursins hefur verið gerð,
útgáfa og dreifing svokallaðra
fagorðalista ferðaþjónustunnar,
unnið með dyggum stuðningi
ýmissa aðila, m.a. starfsgreina-
ráða og SAF. Fagorðalistarnir hafa
nýlega verið kynntir á Mennta-
morgnum ferðaþjónustunnar sem
eru stuttir morgunfundir Hæfni-
setursins og SAF sem ætlaðir eru
fyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Fagorðalistarnir eru u.þ.b. 100
algengustu fagorðin í hverjum af
nokkrum meginf lokkum ferða-
þjónustunnar, þjónustu í sal,
móttöku, veitingum, af þrey-
ingu og þrifum. Orðalistarnir eru
aðgengilegir á netinu, t.d. á vef-
síðu Hæfnisetursins (hæfni.is) þar
sem einnig má hlusta á framburð
hvers orðs á íslensku. Þessi síða er
með leitarmöguleika og hentar vel
í snjallsíma sem eru ávallt innan
seilingar. Gefin er þýðing á hverju
orði á ensku og pólsku. Jafnframt
hefur Hæfnisetrið látið útbúa vegg-
spjöld með helstu orðum í hverjum
flokki sem má setja upp til dæmis á
kaffistofu starfsmanna, í eldhúsum
veitingastaða eða annars staðar þar
sem starfsmenn hafa aðgengi.
Samkvæmt reynslu fyrirtækja,
sem hafa prófað þessi veggspjöld
og vefsíðuna, hafa þessi verkfæri
reynst góður upphafspunktur sam-
tals og samskipta á vinnustað um
hugtök, merkingu þeirra og fram-
burð. Þau hafa ekki síður reynst
íslensku starfsfólki vel til að þjálfa
sig í ensku til að geta sinnt gestum
sínum betur eða haft samskipti við
pólska samstarfsmenn, svo dæmi
séu tekin. Veggspjöldin og vefsíðan
eru ókeypis fyrir fyrirtæki í ferða-
þjónustu. Hægt er að nálgast vegg-
spjöldin í gegnum hæfni.is.
Það var því vel við hæfi að ráð-
herra ferðamála, Þórdís Kol-
brún Gylfadóttir, og mennta- og
menningarmálaráðherra, Lilja D.
Alfreðsdóttir, opnuðu formlega
fyrir notkun listanna á Grand Hótel
Reykjavík nú nýlega. Verkið sýnir
einnig í hnotskurn nauðsyn þess
að atvinnulífið og menntageirinn
eigi í stöðugu samtali um þarfir
atvinnulífsins fyrir hæft starfs-
fólk. Starfsfólk sem eflir sig í starfi
eykur hæfni sína, verður öruggara
í sínum aðgerðum og á betri mögu-
leika á framgangi í starfi. Jafnframt
eykst starfsánægja á vinnustað með
markvissri fræðslu.
Fagorðalistarnir eru lítil skref á
þeirri vegferð en mikilvæg skref í
rétta átt og eitt af mörgum verkum
Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
til að auka hæfni í íslenskri ferða-
þjónustu.
Fagorðalistar ferðaþjónustunnar
Sveinn
Aðalsteinsson
framkvæmda-
stjóri Hæfniset-
urs ferðaþjón-
ustunnar og FA
Jóhannes Þór
Skúlason
framkvæmda-
stjóri Samtaka
ferðaþjónust-
unnar
Jón Steinar Gunnlaugsson lög-maður kom í þáttinn „Reykja-vík síðdegis“ á dögunum til að
ræða um nýlegan dóm Mann-
réttindadómstóls Evrópu. Hans
skoðun var sú að dómurinn væri að
engu hafandi og að við Íslendingar
ættum ekki að kippa okkur upp
við það þótt einhver belja baulaði
Belja baular í útlöndum
í útlöndum. Dómarar Landsréttar
ættu því að halda áfram að dæma
sem áður og stjórnvöld að halda ró
sinni.
Þessi orð lögmannsins leiddu
hugann að því þegar Mannrétt-
indanef nd Ev rópuráðsins gaf
sjálfstæði dómstóla á Íslandi fall-
einkunn 1987 vegna máls manns
sem var búsettur á Akureyri og
hafði verið dæmdur í undirrétti og
í Hæstarétti fyrir brot á umferðar-
lögum. Í samræmi við gildandi lög
var mál hans tekið fyrir og dæmt af
fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði
á ábyrgð og undir stjórn bæjarfóg-
eta sem jafnframt er yfirmaður lög-
reglunnar. Málið var kært til mann-
réttindanefndarinnar á þeirri
forsendu að málið hefði ekki hlotið
meðferð í undirrétti fyrir óháðum
dómara. Mannréttindanefndin
komst að þeirri niðurstöðu að
líkur væru á að brotið hefði verið
gegn mannréttindasáttmálanum. Í
stað þess að taka til varna í málinu
ákvað íslenska ríkið að breyta lög-
unum til samræmis við álit Mann-
réttindanefndarinnar.
Hugmyndir að frumvarpi að
lögum um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði voru kynntar
í Dómarafélagi Ísland en formaður
félagsins var bæjarfógeti. Eins og
mörgum félagsmönnum leist for-
manninum ekki á að sýslumenn
og bæjarfógetar yrðu sviptir dóms-
valdinu. Orð formannsins voru
á þá leið að þetta fyrirkomulag
hefði reynst vel í okkar litla landi
og engin ástæða væri til að hlaupa
eftir einhverju erlendu fyrirkomu-
lagi í þessum efnum. Þá skyldu
menn vita að það væri til pólitískt
vald í þessu landi og því yrði beitt
til að koma í veg fyrir lagasetningu
sem breytti þessu skipulagi.
Sem betur fer kom ekki til þess
að slíku valdi yrði beitt og því tóku
lög um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði gildi 1992.
Þessi breyting hafði gríðarlega
mikla þýðingu fyrir sjálfstæði
dómstólanna og þá um leið fyrir
þegna þessa lands þótt enn ætti
eftir að stíga skrefið til enda, þ.e.
að koma á fót millidómstigi.
Hluti af því að búa í réttarríki
er að geta leitað til sjálfstæðra og
óvilhallra dómstóla og njóta þann-
ig réttaröryggis. Skipun dómara er
stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir
að við höfum svipað fyrirkomulag
og t.d. Norðurlöndin er skipun í
dómarastöðu sífellt deiluefni hér
á landi. Staðreyndin er hins vegar
sú að dómsmálaráðherrar hinna
Norðurlandanna hlutast yfirleitt
ekki til um tilnefningar hæfnis-
nefnda um dómara. Því mætti ætla
að ábyrgð ráðherra þar væri annars
konar en ráðherraábyrgð hér.
Sjónarmið Jóns Steinars og
afstaða hans til dóms Mannrétt-
indadómstólsins hugnast mér
ekki og ætla ég að f leiri séu þeirrar
skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart
þótt meirihluti landsmanna teldi
það fela í sér aukið réttaröryggi og
ekki skerðingu á fullveldi Íslands
að unnt sé að leita til Mannrétt-
indadómstólsins með mál sín í stað
þess að þurfa eingöngu að reiða sig
á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Valtýr
Sigurðsson
lögmaður og
fyrrverandi
ríkissaksóknari
og dómari
Þá kæmi ekki á óvart þótt
meirihluti landsmanna teldi
það fela í sér aukið réttar-
öryggi og ekki skerðingu á
fullveldi Íslands að unnt sé
að leita til Mannréttinda-
dómstólsins með mál sín í
stað þess að þurfa eingöngu
að reiða sig á íslensk stjórn-
völd og Alþingi.
Job.is
Þú finnur draumastarfið á
Vegna ummæla minna, prentuðum í Fréttablaðinu 19.3.2019
Ég, Ingi Vífill, vil biðjast afsökunar á ummælum mínum,
sem birtust í Fréttablaðinu 19.3.2019 í umræðu
um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli.
Ummælin voru bæði óþroskuð og vanhugsuð en öllu framar voru þau
óþarft framlag til umræðu um réttmæta baráttu fólks til betra lífs.
Virðingarfyllst,
Ingi Vífill
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
D
-3
2
7
C
2
2
9
D
-3
1
4
0
2
2
9
D
-3
0
0
4
2
2
9
D
-2
E
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K