Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 28
Það kom aldrei neitt annað til greina hjá Sólveigu Adoru Hansdóttur fatahönnuði en
að fara út í heim eftir útskrift frá
Listaháskóla Íslands enda segist
hún hafa viljað fá tískubransann
beint í æð og læra á allt eins hratt
og mögulegt var. Hún hefur
undanfarið ár búið í London þar
sem hún hefur verið í starfsnámi
hjá Richard Malone, Hillier Bartley
og Calvin Klein. Vinnudagarnir
eru oftast langir en um leið hefur
árið verið afskaplega lærdóms-
ríkur tími að hennar sögn. „Tísku-
bransinn á Íslandi er svo örlítill
að ég vissi að ég fengi miklu meira
út úr því að fara utan strax eftir
útskrift. London varð fyrir valinu
vegna þess hve stór, fjölbreytileg
og framsækin hún er þegar kemur
að tísku. Samt er tískubransinn hér
ekki eins rótgróinn og hefðbund-
inn eins og í París og Mílanó og
því er London opnari fyrir nýjum
og öðruvísi leiðum og það heillar
mig mjög. New York gæti svo verið
næst, hver veit.“
Ferskur og nýstárlegur
Fyrsti hönnuðurinn sem Sólveig
vann fyrir var Richard Malone.
sem er írskur og nýlega útskrifaður
frá Central Saint Martins listahá-
skólanum í London. „Ég var búin
að fylgjast með honum eftir að
hann útskrifaðist og fannst hann
vera með ferska sýn á tísku og
tískubransann og um leið með
nýstárlega og litríka hönnun sem
ég fíla.“ Sólveig starfaði þar í fjóra
mánuði og vann m.a. við haust- og
vetrarlínuna 2019 sem var svo
sýnd á London Fashion Week í
febrúar. „Þar fékk ég að fylgja öllu
ferlinu frá byrjun til enda og vann
mjög náið með honum. Hann
saumar og gerir f lest allt sjálfur
í stúdíóinu sem þýddi að ég fékk
að vinna með flíkurnar sjálfar,
gera prufur og að lokum sauma
nokkrar sýningarflíkur. Tísku-
vikan sjálf var mikil upplifun þar
sem var mikið unnið og lítið sofið.
Eftir tískuvikuna fórum við til
Parísar þar sem ég aðstoðaði við að
setja upp svo kallað „showroom“
þar sem bæði einstaklingar og
stórverslanir skoða línuna nánar
og ákveða hvort og hvað þau vilja
kaupa úr henni.“
Eftir dvölina í París hóf Sólveig
starfsnám hjá fatamerkinu Hillier
Bartley sem Luella Bartley og Katie
Hillier stofnuðu. „Hönnunar-
teymið þar sér líka um hönnun og
þróun fyrir Calvin Klein svo ég er í
raun starfandi hjá báðum fyrir-
tækjunum. Ég finn mikinn mun á
þessu fyrirtæki og Richard Malone
enda nokkur stærðarmunur. Hér
fæ ég að takast á við ólíkari og
meira krefjandi verkefni sem er
frábært.“
Eigin hönnun í haust
Um þessar mundir er Sólveg að
vinna á fullu í eigin hönnun, undir
merkinu Sólveig Adora, sem hún
ætlar að sýna hér á landi í haust.
„Sú sýning verður öðruvísi en fólk
á að venjast. Mér finnst nefnilega
mikilvægt að þróa þetta sjúka kerfi
sem tískuheimurinn vinnur eftir
og því mun sýningin aðeins koma
á óvart, t.d. gefst gestum kostur á
að hafa áhrif á útkomu flíkanna og
taka þátt í sýningunni. Ég get þó
ekki sagt of mikið núna en það er
hægt að fylgjast með þróun mála á
Instagram-síðu minni, @solveig-
adora.“
Hún segir tískuna ekki lengur
snúast um strauma heldur sé hún
orðin eitthvað allt annað. „Tískan
er orðin svo stór og svo hröð að það
er einhvern veginn allt og ekkert í
tísku á öllum tímum. En fyrir mér
er það mjög spennandi því það
eru allir löngu komnir með nóg af
því að reyna að fylgjast með því
hvað er í tísku hverju sinni. Það er
kominn tími á breytingar og þær
eru í loftinu, sem betur fer.“
London er frábær borg
London er frábær borg að hennar
sögn enda býr hún yfir mikilli fjöl- London er frábær borg sem býr yfir mikilli fjölbreytni og þar kann Sólveig vel við sig. MYND/TÓMAS HOWSER HARÐARSON
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
breytni í menningu, fólki, mat og
öllu sem tengist tískubransanum.
„Fyrir vikið getur borgin verið svo-
lítið yfirþyrmandi sem er um leið
helsti kostur hennar. Það verður þó
áhugavert að sjá hvað gerist núna
vegna Brexit-málsins sem getur
haft mikil áhrif á tískubransann.
Ég hef heyrt að margir í bransan-
um séu órólegir yfir ástandinu og
íhuga jafnvel að flytja bækistöðvar
sínar frá Englandi.“
Lítill frítími
Vinnudagarnir eru langir í stór-
borginni og lítill tími fyrir frítíma
að hennar sögn. „Þó finn ég að það
er ótrúlega mikilvægt að gefa sér
tíma fyrir sjálfan sig, annars getur
borgin gjörsamlega gleypt mann
og ruglað í hausnum á manni. Því
finnst mér mikilvægt að hafa góðan
félagsskap og hitta vini reglulega,
hreyfa mig og hugleiða. Einnig
reyni ég að fara sem oftast á söfn og
sýningar. Svo virkar oft líka að fá
sér gin og tónik og slaka á.“
Mér finnst nefni-
lega mikilvægt að
þróa þetta sjúka kerfi
sem tískuheimurinn
vinnur eftir og því mun
sýningin koma á óvart.
Eftir flutninginn til London starfaði Sólveig fyrst um fjögurra mánaða skeið hjá Richard Malone þar sem hún vann
meðal annars við haust- og vetrarlínuna 2019 sem var sýnd á London Fashion Week í febrúar. NORDICPHOTO/GETTY
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
D
-1
9
C
C
2
2
9
D
-1
8
9
0
2
2
9
D
-1
7
5
4
2
2
9
D
-1
6
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K