Fréttablaðið - 21.03.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 21.03.2019, Síða 36
Clinique dagar í verslunum Ly u dagana 21. – 25. mars 20% afsláttur af öllum Clinique vörum og glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru Clinique vörur fyrir 7.900 kr. eða meira.* *Meðan birgðir endast. 20% afsláttur Nýtt! Clinique iD Settu saman þína eigin formúlu, sérsniðna að þínum þörfum. Kaupauk i Oft heyrist því f leygt að konur elski skó. Fjallað er um ást þeirra á skóm í sögum og ævintýrum, eins og í Öskubusku. En hvernig stendur á þessu? Hér eru nokkrar góðar og gildar ástæður: l Fallegir skór auka sjálfstraust og fá konur til að finna meira til sín. l Réttir skór bæta líkamsstöðuna og koma í veg fyrir bakverki. l Háir hælar lengja leggina, ekki síst húðlitaðir, og margir tengja hæð við aukin völd. l Fallegir skór setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að glæsilegu heildarútliti. l Skór fyrirgefa þyngdaraukn- ingu. Þótt fáein kíló bætist við kemstu enn í skóna. l Niðurstöður rannsókna sýna að skókaup auka framleiðslu taugaboðefnisins dópamíns sem veldur vellíðan. l Sumar konur kaupa skó sem safngripi, þótt þær ætli sér ekki endilega að nota þá. l Skór gefa lífinu lit, fást fyrir öll hugsanleg tilefni og það er alltaf hægt að slá í gegn í nýjum skóm. Hælaskór fyrir sparileg tilefni, gúmmískór fyrir útihátíðina, sandalar fyrir ströndina, kulda- skór fyrir snjó … l Gamalt máltæki segir að hægt sé að lesa persónuleika kvenna út frá skónum sem þær eru í. Því ekki að bæta við skrautlegum skópörum til að fjölga spenn- andi köflum í ævisögunni? Hví elska konur skó? Á vefsíðu Vogue er að finna góð ráð sem tísku-sýningar-stjórinn Shonagh Marshall gefur lesendum um geymslu á fötum. Marshall hefur gengið frá fötum úr tískulínum Alexander McQueen og Christian Louboutin til geymslu og hefur séð um skráningu á klæðnaði Isabellu Blow sálugu. Þvottur er aðalatriði Kannski augljóst, en föt geymast betur hrein. Gamlir matarblettir sem ekki sjást geta laðað að skor- dýr auk þess sem bletturinn getur dökknað og skemmt efnið. Engar mölflugur Þetta er ekki vandamál hér á landi en erlendis er mikilvægt að ganga þannig frá fötum að mölflugur komist ekki í þau. Bæði er hægt að koma fyrir mölkúlum til að fæla þær frá eða nota sérstakt sprey. Nýttu vel rýmið Góð leið til að nýta skáparými er að skipta út vetrar- og sumarfatn- aði. Ekki er mælt með því að setja föt í lofttæmdar umbúðir þó það spari pláss þar sem það getur farið illa með þau. Ullarflíkur og þungar flíkur þarf að geyma lárétt því það getur skemmt sauma á öxlum að láta þær hanga. Rétt hita- og rakastig Í söfnum er gert ráð fyrir hitastigi milli 18 og 23 gráðum og rakastigi um 50%. Ekkert mál er að hafa hitastigið lægra en ef það er hærra er meiri hætta á skemmdum í efnunum. Of mikill raki og of þurrt loft þykir ekki gott heldur. Ekki nota vírahengi Gullna reglan er sú að nota aldrei vírherðatré. Með tímanum skemmast flíkurnar og aflagast. Betra er að nota sterkbyggð axla- laga herðatré. Besta leiðin til að geyma föt Nú ættu allir að vera búnir að taka til sólgleraugun í bílnum. Sólin er lágt á lofti þegar hún lætur sjá sig. Hver vill ekki tolla í tískunni? Samkvæmt Dior verða sólgleraugu næsta hausts og vetrar stór, reyndar mjög stór. Þau ættu að vera ágæt fyrir þá sem búa í sólríkum löndum og vilja forðast sólarljósið gagnvart augum og andliti. Annars virðist vetrartískan næsta vetur vera frekar íslensk. Að minnsta kosti var mikið um frakka og jakka í dökkum jarðlitum, sérstaklega í herratískunni. Sólgleraugun stækka 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 D -0 A F C 2 2 9 D -0 9 C 0 2 2 9 D -0 8 8 4 2 2 9 D -0 7 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.