Fréttablaðið - 21.03.2019, Síða 42
Nýjast
Valur - Keflavík 80-68
Valur: Heather Butler 24, Helena Sverris-
dóttir 20/11 fráköst, Dagbjört Samúels-
dóttir 14, Hallveig Jónsdóttir 9, Simona
Podesvova 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir
3, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Dagbjört Dögg
Karlsdóttir 2.
Keflavík: Brittanny Dinkins 25/11 fráköst,
Sara Rún Hinriksdóttir 23/10 fráköst, Sal-
björg Ragna Sævarsdóttir 6, Emelía Ósk
Gunnarsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir
4, Erna Hákonardóttir 3, Birna Valgerður
Benónýsdóttir 2, Þóranna Hodge-Carr 1.
Skallagrímur - Snæfell 63-71
Skallagrímur: Maja Michalska 20/10 frá-
köst, Shequila Joseph 19/15 fráköst, Árnína
Lena Rúnarsdóttir 14, Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir 10.
Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 24,
Angelika Kowalska 20, Berglind Gunnars-
dóttur 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Anna
Soffía Lárusdóttir 5, Katarina Matijevic 4/16
fráköst/10 stoðsendingar, Helga Hjördís
Björgvinsdóttir 3.
KR - Breiðablik 86-87
KR: Kiana Johnson 34/10 fráköst, Orla
O’Reilly 18, Vilma Kesanen 18, Unnur Tara
Jónsdóttir 14, Þorbjörg Andrea Friðriks-
dóttir 2
Breiðablik: Ivory Crawford 34/28 fráköst,
Sanja Orazovic 26, Þórdís Jóna Kristjáns-
dóttir 15, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Eyrún Ósk
Alfreðsdóttir 2.
Efri
Valur 40
Keflavík 38
Stjarnan 34
KR 30
Neðri
Snæfell 30
Haukar 16
Skallagr. 12
Breiðablik 8
Domino’s-deild kvenna
Línurnar farnar að skýrast í Domino’s-deild kvenna
Valskonur stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum og um leið heimaleikjarétti í úrslitakeppninni í Domino’s-deild kvenna þegar þær
unnu 80-68 sigur á Kef lavík í gær. Með sigrinum er Valur kominn með tveggja stiga forskot á Kef lavík á toppi deildarinnar ásamt því að vera með
innbyrðis viðureignirnar á Kef lavík þegar tvær umferðir eru eftir. Annar titill vetrarins er því í sjónmáli fyrir Valsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Úrslitakeppnin í
Domino’s-deild karla hefst í kvöld
í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö
efstu lið deildarinnar, Stjarnan og
Njarðvík taka á móti Grindavík og
ÍR.
Það er erfitt að sjá að Grind-
víkingum takist að stríða deildar-
og bikarmeisturum Stjörnunnar.
Stjarnan hefur verið eitt heitasta
lið landsins undanfarna mánuði
og unnið þrettán af síðustu fjórtán
leikjum í deildarkeppninni. Einn
þessara sigra kom einmitt gegn
Grindavík í 21. umferð þar sem
Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða
í átján stiga sigri Stjörnunnar.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari
Grindvíkinga, sem kveður liðið
að tímabilinu loknu hefur oft náð
að kreista fram hið ótrúlegasta úr
Grindavíkurliðinu í úrslitakeppn-
inni og á góðum degi getur Grinda-
vík staðið í Stjörnunni en það er
erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta
að spennandi einvígi.
Spennan er heldur meiri
fyrir seinna einvíginu sem
hefst í kvöld þar sem Njarð-
vík tekur á móti ÍR. Tvær
vikur eru liðnar síðan
liðin mættust síðast
þegar ÍR vann eftir
f ramlengdan leik í
Ljónagryfjunni og svo
gott sem komu í veg fyrir
deildarmeistaratitil Njarð-
víkinga.
Njarðvík vann nauman
sigur í fyrri leik liðanna þar
sem staðan var jöfn fyrir
lokaleikhlutann. Vita ÍR-ing-
ar því að þeir geta vel strítt
Njarðvíkingum og gott
betur en það þrátt fyrir að
hér séu að mætast liðin sem enduðu
í sjöunda og öðru sæti deildarinnar.
Á morgun hefjast svo seinni tvö
einvígin á Sauðárkróki og í Kefla-
vík. Gengi Stólanna hefur verið
brösugt undanfarna mánuði en
Sauðkrækingar sýndu allar sínar
bestu hliðar í sigrinum á Keflavík
í síðustu umferð. Pressan er á Stól-
unum fyrir einvígið gegn Þórsurum
frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um
Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki
en Þórsarar fara nokkuð pressu-
lausir inn í úrslitakeppnina eftir
að hafa óvænt tekið sjötta sætið í
deildinni. Liðin unnu sitt hvorn
leikinn í deildarkeppninni á
heimavelli.
Að lokum tekur Kef la-
vík á móti KR annað
kvöld. Undanfarin ár
hefur úrslitakeppnin
verið tími KR-inga og
hefur KR titil að verja
fimmta árið í röð.
Kef lavík vann báða
leiki liðanna í deildar-
keppninni þar sem Michael
Craion reyndist gömlu liðs-
félögum sínum erfiður en
það skyldi enginn afskrifa
reynslumikið lið KR sem
hefur unnið fjóra leiki í
röð og litið betur út undan-
farnar vikur. – kpt
Úrslitakeppnin hjá
körlunum hefst í kvöld
FÓTBOLTI Jón Þór Hauksson til-
kynnti í gær hvaða 23 leikmenn
hann hefði valið í næsta verkefni
kvennalandsliðsins fyrir æfingar-
leiki gegn Suður-Kóreu í byrjun
apríl. Þjálfarateymið gerir fimm
breytingar á leikmannahópnum frá
Algarve og detta kunnugleg andlit
út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Mar-
grét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynj-
arsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga
samanlagt 400 landsleiki ásamt
Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki
með liðinu til Seoul. Inn í þeirra
stað koma þær Sandra María Jessen,
Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriks-
dóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og
Lára Kristín Pedersen.
Leikirnir eru hluti af undirbún-
ingi Íslands fyrir undankeppni EM
sem hefst í haust.
„Viðræður stóðu yfir í smá tíma
en við vorum spennt fyrir því að fá
tækifæri til að mæta Suður-Kóreu.
Þetta eru öðruvísi mótherjar en
við erum vanalega að mæta og það
verður gaman að prófa það,“ segir
Jón Þór í samtali við Fréttablaðið.
„Það eru líkindi á milli liðs Suð-
ur-Kóreu og Kanada, þær eru með
sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru
að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíu-
þjóðum þegar kemur að því, því að
þær spila fast fyrir og ákveðið ofan
á það að vera teknískar og mjög
fljótar. Þetta er verðugt verkefni og
við berum virðingu fyrir liði Suður-
Kóreu sem er frábært en á sama
tíma óttumst við ekkert. Við þurf-
um bara að einblína á það sem við
ætlum okkur að gera,“ segir hann.
Jón Þór ákvað í samráði við Dag-
nýju og Margréti að gefa þeim frí
til að þær geti einbeitt sér að undir-
búningstímabili með félagsliðum
sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar
meiðslum og Sara Björk fær frí til
hvíldar. Það vantar því kjarnann í
liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá
aðra leikmenn grípa tækifærið.
„Það eru frábærir leikmenn sem
við erum að skilja eftir en það eru
líka frábærir leikmenn í hópnum.
Leiðtogar og sterkir karakterar sem
ég vænti þess að stígi upp og leiði
þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist
vera búinn að ákveða hver verði
fyrirliði en vill ekki gefa það upp
fyrr en hann er búinn að tilkynna
leikmanninum það.
Ísland fer út nokkrum dögum
fyrr til að venjast aðstæðum enda
leikirnir um miðja nótt að íslensk-
um tíma.
„Leikirnir eru um miðjan dag úti
þannig að aðstæðurnar verða krefj-
andi fyrir okkur. Það er eitthvað
nýtt fyrir okkur og undir þjálfara-
teyminu komið að undirbúa leik-
mennina til að geta mætt af fullum
krafti.“
Agla María gat ekki gefið kost á
sér í þetta verkefni vegna lokaprófs
í háskólanum.
kristinnpall@frettabladid.is
Spennandi tækifæri
Það vantar lykilleikmenn í íslenska kvennalandsliðið sem fer til Suður-Kóreu
í apríl en landsliðsþjálfarinn væntir þess að aðrir leikmenn grípi tækifærið.
Þetta verður þriðja verkefni landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ians
Jeff sem tóku við kvennalandsliðinu síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
25
leiki í röð hefur KR unnið í
fyrstu umferð úrslitakeppn-
innar undanfarin ellefu ár.
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
D
-2
D
8
C
2
2
9
D
-2
C
5
0
2
2
9
D
-2
B
1
4
2
2
9
D
-2
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K