Fréttablaðið - 21.03.2019, Page 48

Fréttablaðið - 21.03.2019, Page 48
BÍLAR Miklar líkur eru á því að Mazda-bílar muni á næstu árum fást með Rotary-vélum en nýleg þróun á vélinni hefur gert þessa vélartækni afar hagkvæma, með litla eyðslu og mengun. Margir muna eftir Mazda RX7 og RX8 sportbílunum með Rotary-vélum en framleiðslu þeirra var hætt, ekki síst vegna mikillar eyðslu vélanna og talsverðs við- halds. Mazda hefur þó aldrei gefist alveg upp á þessari vélartækni og sífelldar fréttir hafa verið af frekari þróun Mazda á Rotary-tækninni en uppbygging vélarinnar er talsvert frábrugðin hefðbundnum bruna- vélum. Nú heyrast þær raddir að Mazda hugi að bíl eða bílum sem munu aftur fá Rotary-vélar. Þróun Mazda á vélinni hefur leitt til þess að hún þykir aftur eftirsóknarverð og svo vel hefur Mazda tekist upp að eyðsla hennar er orðin minni en í hefðbundnum brunavélum. Reynist afar hagkvæm í rekstri Í viðtali sem blaðamaður ástr- alska bílatímaritsins Drive tók við Ichiro Hirose, yfirmann vélasmíði Mazda, á bílasýningunni í Genf fyrir nokkrum dögum kom fram að fyrirhuguð þróun Rotary-vélar sem „range extender“ hafi breyst yfir í það að vera hugsuð sem aðalvél einhverra bíla Mazda. Ný Rotary-vél þeirra hafi reynst svo hagkvæm í rekstri að bjóða mætti hana á öllum mörkuðum þar sem hún myndi standast allar kröfur um bæði eyðslu og mengun, hversu strangar sem þær væru. Því mætti búast við bílum frá Mazda á næstu árum með Rotary-vélar og þá líklega fyrst í heimalandinu Japan og í Ástralíu, en vonandi svo sem víðast um heiminn. Ef til vill er því Rotary-vélin ekki alveg dauð úr öllum æðum, en einn helsti kostur hennar er fólginn í miklu af li frá litlu sprengirými. Mazda hyggur á Rotary-vél Gordon Murrey, sem hannaði McLaren F1 sport- bílinn, vinnur nú að smíði agnarsmás en öflugs sportbíls. Gordon Murrey Automotive vinnur nú að smíði lítils sportbíls með 1,5 lítra og þriggja strokka Dragon vél frá Ford sem skilar 215 hestöf lum. Þessi vél er sú sama og finna má í Ford Fiesta ST en í bíl Gordons Murrey skilar hún auka 18 hestöf lum. Ford Fiesta bíllinn vegur 1.260 kíló en sport- bíll Gordons Murrey mun aðeins vega 850 kíló og verða þeim mun sprækari. Það mun gera þennan bíl öf lugri per kíló en til dæmis Alfa Romeo 4C og eru 229 hestöf l á hvert tonn í sportbílnum en 202 hestöf l per tonn eru í Alfa Romeo 4C. Því ætti hann að vera sneggri úr sporunum en síðarnefndi bíllinn. Í Lotus Elise 1,8 S Cup er til dæmis 231 hestaf l per tonn. Hinn nýi sport- bíll Gordons Murrey, en hann er jú einna þekktastur fyrir það að hafa hannað McLaren F1 bílinn, mun fá nafnið T43 og bíllinn á að vera venjulegur götubíll en ekki brautarbíll. Ál og koltrefjar skýra léttvigtina Bíllinn á að vera með helstu nauð- synjar venjulegs ökutækis og verður með miðstöð, hljóðkerfi og leiðsögukerfi og fullt af öryggis- púðum þrátt fyrir litla þyngd. Bíll- inn er einkar smávaxinn og lengd hans aðeins 3,6 metrar, breiddin 1,75 metrar, hæðin 1,24 metrar og bilið milli öxla 2,5 metrar. Undir vagninn er að mestu smíðaður úr áli og yfirbyggingin úr koltrefjum og það skýrir að mestu léttvigtina. Bíllinn mun líkjast talsvert McLaren F1 en bara miklu minni. Hann verður með 6 gíra beinskiptingu og verður á 18 tommu léttmálmsfelgum. Bíllinn verður með frábært loftf læði og mun kljúfa loftið betur en f lestir aðrir bílar. Ef til vill það besta við þennan nýja bíl er að hann á ekki að kosta meira en 40.000 pund, eða um 6,4 milljónir króna. Það mun gera hann 1,1 milljón ódýr- ari en Alpine A110 sportbílinn og 1,9 milljónum ódýrari en Porsche Cayman. Ekki er enn ljóst hvenær fyrstu T43 bílarnir koma á götuna. Öflugur þriggja strokka sportari  Þriggja strokka sportbíll Gordons Murrey mun aðeins vega 850 kíló og verða þeim mun sprækari. Ný Rotary-vél hefur reynst svo hagkvæm í rekstri að hún myndi standast allar kröfur um bæði eyðslu og mengun, hversu strangar sem þær væru. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MJÖG GOTT - MJÖG GOTT - MJÖG GOTT - VERÐ OPIÐ TIL 22:00 ALLA DAGA HALLVEIGARSTÍG 1 - FAXAFENI 14 - REYKJAVÍK CUCINA & LORENZO - HÁGÆÐA ÍTALSKAR VÖRUR ALLT SEM ÞARF Í GÓÐA PASTA VEISLU 197kr. 197kr. 197kr. LÍFRÆNT HEILHVEITI CONCHIGLIE LÍFRÆNT HEILHVEITI PENNE LÍFRÆNT HEILHVEITI FUSILLI 151kr. 151kr.133kr. CELENTANI PASTA FUSILLI PASTA PENNE PASTA 506kr. VÍNBERJAKJARNA OLÍA 1099kr. 1099kr. JÓMFRÚAR ÓLÍFU OLÍA LÍFRÆN JÓMFR. ÓLÍFU OLÍA 269kr. FETTUCCINE PASTA 275kr. TÓMATSÓSA MEÐ HVÍTLAUK 275kr. TÓMATSÓSA MEÐ BASIL 275kr. TÓMATSÓSA MEÐ CHILI 211kr. TÓMAT PASTASÓSA r. 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 C -F 2 4 C 2 2 9 C -F 1 1 0 2 2 9 C -E F D 4 2 2 9 C -E E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.