Fréttablaðið - 27.03.2019, Side 48
Stjórnar-
maðurinn
26.03.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 27. mars 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Jafnlaunavottun
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun.
Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.
Sanngjörn laun fyrir
jafnverðmæt störf
Hagnaður Stefnis, dótturfélags Arion banka,
nam 897 milljónum króna á síðasta ári og
dróst saman um 46 prósent frá fyrra ári
þegar hann var 1.680 milljónir króna, að
því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi
eignastýringarfyrirtækisins.
Heildartekjur Stefnis, sem eru fyrst og
fremst umsýslu- og árangurstengdar
þóknanir, voru 2.316 milljónir króna í
fyrra og drógust saman um liðlega 30 pró-
sent frá árinu 2017. Þá voru rekstrargjöld
samanlagt 1.202 milljónir króna á síðasta
ári borið saman við 1.169 milljónir króna
árið 2017.
Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er
stærsta eignastýringarfyrirtæki landsins,
lækkuðu á árinu um tæpa 16 milljarða
króna eða úr tæpum 347 milljörðum í nær
331 milljarð króna en í skýrslu stjórnar
segir að það skýrist meðal annars af inn-
lausnum í sjóðunum Stefni ÍS-15 og Stefni
– Lausafjársjóði. – kij
Hagnaður Stefnis dróst saman um 46 prósent
Flóki Halldórsson,
framkvæmdastjóri
Stefnis.
WOW air tilkynnti í gær að skulda-
bréfaeigendur félagsins hefðu
samþykkt að breyta skuldum sínum
í hlutafé. Næsta skref sé þá að gefa
út nýtt hlutafé, en stefnt sé að því að
safna fimm milljörðum króna fyrir
51% hlut í félaginu.
Vitaskuld eru þetta ágæt tíðindi, og
gera það að verkum að grundvöllur
kann að hafa myndast fyrir því að fá
nýja fjárfesta að félaginu. Skulda-
bréfaeigendur hafa horft fram á
tiltölulega einfalt val. Neita að
breyta skuldum sínum í hlutafé og
tapa allri fjárfestingunni, eða breyta
skuldunum og geta mögulega náð
einhverju til baka í fyllingu tímans.
Það þýðir þó ekki að einfalt mál sé
að safna þeim fimm milljörðum sem
upp á vantar. Forsvarsmenn félags-
ins hafa jú verið með söfnunarbauk-
inn á lofti svo mánuðum skiptir, en
án árangurs. Hvers vegna ætti annað
að vera upp á teningnum nú?
Þótt skuldabréfaeigendur hafi
fallist á að breyta skuldum sínum
í hlutafé, þýðir það ekki að félagið
sé skuldlaust. Augljóst er að vinda
þarf ofan af málum gagnvart leigu-
sölum flugvéla félagsins, enda hafa
þeir kyrrsett að minnsta kosti tvær
vélar í eigu WOW. Þá verður að telja
líklegt að sama gildi um hina ýmsu
kröfuhafa félagsins, m.a. Isavia en
fram hefur komið að WOW skuldi
um tvo milljarða í lendingargjöld.
Síðast en ekki síst þá þyrftu nýir
fjárfestar að gera það upp við sig
hvort orðspor WOW hafi beðið
óbætanlegan hnekki vegna atburða
undanfarinna daga. Kyrrsetningar
á vélunum og truflun á flugáætlun
í kjölfarið rataði í heimspressuna.
Farþegar gáfu félaginu óvæginn
vitnisburð á vefsíðum og samfélags-
miðlum.
Forstjóri WOW var í viðtali í gær
og sagði fólki óhætt að kaupa far-
miða með félaginu. Þá ætti WOW
fyrir launum um næstkomandi
mánaðamót, og því væri tíminn
síður en svo að renna út líkt og fjöl-
miðlar hafi gert skóna.
Vonandi er það rétt hjá Skúla, enda
vandséð að upplýst ákvörðun um
fjárfestingu í félaginu verði tekin
á örfáum klukkustundum eða
dögum.
Sagan endalausa virðist því ætla
að halda áfram um sinn. Skúli
Mogensen hefur áður sýnt að hann
getur ráðið fram úr ótrúlegustu
hlutum á örskömmum tíma. Nú er
bara spurningin hvort hann getur
stungið hendinni ofan í salernið og
komið upp með súkkulaði.
5 milljarðar,
anyone?
Það er
öllum ljóst
að það þarf að gera
þetta hratt. Þannig
að kannski núna eru
aðstæður þann-
ig að þetta er
orðið gerlegt.
Skúli Mogensen,
forstjóri WOW air.
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
7
-1
6
3
0
2
2
A
7
-1
4
F
4
2
2
A
7
-1
3
B
8
2
2
A
7
-1
2
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K