Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 48
Stjórnar- maðurinn 26.03.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 27. mars 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Jafnlaunavottun Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. Sanngjörn laun fyrir jafnverðmæt störf Hagnaður Stefnis, dótturfélags Arion banka, nam 897 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 46 prósent frá fyrra ári þegar hann var 1.680 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi eignastýringarfyrirtækisins. Heildartekjur Stefnis, sem eru fyrst og fremst umsýslu- og árangurstengdar þóknanir, voru 2.316 milljónir króna í fyrra og drógust saman um liðlega 30 pró- sent frá árinu 2017. Þá voru rekstrargjöld samanlagt 1.202 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 1.169 milljónir króna árið 2017. Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er stærsta eignastýringarfyrirtæki landsins, lækkuðu á árinu um tæpa 16 milljarða króna eða úr tæpum 347 milljörðum í nær 331 milljarð króna en í skýrslu stjórnar segir að það skýrist meðal annars af inn- lausnum í sjóðunum Stefni ÍS-15 og Stefni – Lausafjársjóði. – kij Hagnaður Stefnis dróst saman um 46 prósent Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis. WOW air tilkynnti í gær að skulda- bréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta skuldum sínum í hlutafé. Næsta skref sé þá að gefa út nýtt hlutafé, en stefnt sé að því að safna fimm milljörðum króna fyrir 51% hlut í félaginu. Vitaskuld eru þetta ágæt tíðindi, og gera það að verkum að grundvöllur kann að hafa myndast fyrir því að fá nýja fjárfesta að félaginu. Skulda- bréfaeigendur hafa horft fram á tiltölulega einfalt val. Neita að breyta skuldum sínum í hlutafé og tapa allri fjárfestingunni, eða breyta skuldunum og geta mögulega náð einhverju til baka í fyllingu tímans. Það þýðir þó ekki að einfalt mál sé að safna þeim fimm milljörðum sem upp á vantar. Forsvarsmenn félags- ins hafa jú verið með söfnunarbauk- inn á lofti svo mánuðum skiptir, en án árangurs. Hvers vegna ætti annað að vera upp á teningnum nú? Þótt skuldabréfaeigendur hafi fallist á að breyta skuldum sínum í hlutafé, þýðir það ekki að félagið sé skuldlaust. Augljóst er að vinda þarf ofan af málum gagnvart leigu- sölum flugvéla félagsins, enda hafa þeir kyrrsett að minnsta kosti tvær vélar í eigu WOW. Þá verður að telja líklegt að sama gildi um hina ýmsu kröfuhafa félagsins, m.a. Isavia en fram hefur komið að WOW skuldi um tvo milljarða í lendingargjöld. Síðast en ekki síst þá þyrftu nýir fjárfestar að gera það upp við sig hvort orðspor WOW hafi beðið óbætanlegan hnekki vegna atburða undanfarinna daga. Kyrrsetningar á vélunum og truflun á flugáætlun í kjölfarið rataði í heimspressuna. Farþegar gáfu félaginu óvæginn vitnisburð á vefsíðum og samfélags- miðlum. Forstjóri WOW var í viðtali í gær og sagði fólki óhætt að kaupa far- miða með félaginu. Þá ætti WOW fyrir launum um næstkomandi mánaðamót, og því væri tíminn síður en svo að renna út líkt og fjöl- miðlar hafi gert skóna. Vonandi er það rétt hjá Skúla, enda vandséð að upplýst ákvörðun um fjárfestingu í félaginu verði tekin á örfáum klukkustundum eða dögum. Sagan endalausa virðist því ætla að halda áfram um sinn. Skúli Mogensen hefur áður sýnt að hann getur ráðið fram úr ótrúlegustu hlutum á örskömmum tíma. Nú er bara spurningin hvort hann getur stungið hendinni ofan í salernið og komið upp með súkkulaði. 5 milljarðar, anyone? Það er öllum ljóst að það þarf að gera þetta hratt. Þannig að kannski núna eru aðstæður þann- ig að þetta er orðið gerlegt. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.  2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -1 6 3 0 2 2 A 7 -1 4 F 4 2 2 A 7 -1 3 B 8 2 2 A 7 -1 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.