Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 2
Veður Sigið við græna þúfu
Listaverkið vinsæla Þúfa fékk í gær nauðsynlega yfirhalningu fyrir komandi ágang erlendra ferðamanna með hækkandi sól. Í því fólst meðal ann-
ars að f letta af verkinu grasklæðningunni og sigu síðan verkamenn niður eftir því og sinntu sínu hefðbundna viðhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Snýst í norðaustan 3-8 í dag,
en 8-13 norðvestanlands síð-
degis og einnig við suðaustur-
ströndina. Skýjað og sums staðar
lítilsháttar slydda eða snjókoma
norðan til á landinu en bjartviðri
syðra. SJÁ SÍÐU 20
Hefur þú prófað nýju
kjúklgasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
MENNING Nafn Magnúsar Geirs
Þórðarsonar útvarpsstjóra er á
vörum allra sem Fréttablaðið hefur
rætt við um stöðu þjóðleikhús-
stjóra, sem auglýst verður á næst-
unni. Skipunartími þjóðleikhús-
stjóra rennur sitt skeið um áramót
og samkvæmt leiklistarlögum er
skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers
skipunartímabils. Engar hömlur eru
þó settar í lögum um framlengingu
á skipun í stöðuna og hafa þjóðleik-
hússtjórar oft gegnt stöðunni í ára-
tug og jafnvel lengur.
„Mér finnst ganga vel og það er
auðvitað hvatning fyrir mann að
halda áfram,“ segir Ari Matthíasson
þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri
aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta
ári heldur en í meira en fjörutíu ár
þar á undan og fyrstu þrír mánuðir
þessa árs eru með meiri aðsókn en
á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og
gerir ráð fyrir að sækjast eftir því
að halda áfram í leikhúsinu. Hann
segir leikhúsið hafa verið rekið
með hagnaði frá því hann tók við
stöðunni og stemninguna góða hjá
starfsfólkinu. Hann vísar í könnun
sem gerð var meðal helstu sviðs-
listastofnana landsins í mars í fyrra.
„Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út
og eiginlega best hvað varðar traust
á yfirstjórn og starfsánægju.“
Þeir sem Fréttablaðið ræddi við
og hafa haldið nafni Magnúsar
Geirs á lofti segja mikinn áhuga á
honum meðal alls leikhúsfólks enda
hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af
miklum glæsibrag. Magnús gegndi
stöðu leikhússtjóra Leikfélags
Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar
hann var ráðinn til Borgarleikhúss-
ins sem hann stýrði þar til hann var
ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.
„Ég er í öðru krefjandi starfi
núna,“ segir Magnús Geir, aðspurð-
ur um áhuga á að snúa aftur í leik-
húsið. Magnús er á sínu sjötta ári í
stöðu útvarpsstjóra en hann var
endurráðinn um síðustu áramót.
„Það eru engin áform um breyting-
ar á því enda fjölmörg spennandi
verkefni fram undan,“ segir hann.
Mjög sterk hefð er fyrir endur-
nýjun skipunar sitjandi leikhús-
stjóra, sækist hann á annað borð
eftir að gegna henni áfram. Þetta er
gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem
Fréttablaðið ræddi við, án þess þó
að sú gagnrýni beinist að sitjandi
leikhússtjóra, heldur rifjað upp að
Stefán Baldursson hafi gegnt stöð-
unni í fimmtán ár en svo langur
tími samsvari í raun lunganum úr
heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara
sem ekki er í náðinni hjá leikhús-
stjóra stærsta leikhúss landsins geti
það haft afdrifarík áhrif á allan hans
feril ef viðkomandi leikhússtjóri er
þrásætinn í starfi.
„Ráðherrar koma og fara. Af
hverju ekki leikhússtjórar?“ varð
einum viðmælanda blaðsins að
orði.
Einnig hefur verið nefnt að gagn-
legt kynni að vera að fá vanan leik-
hússtjóra utan úr heimi, sem hrist
geti upp í íslensku leiklistarlífi. Ein-
hvern sem stendur fyrir utan allar
klíkur og kunningjahópa og f lytti
með sér ferska strauma að utan.
adalheidur@frettabladid.is
Útvarpsstjóri orðaður
við leikhússtjórn á ný
Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir
endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar
Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum.
Útvarpsstjóri hefur mikla reynslu af leikhússtjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ari Matthíasson,
þjóðleikhús-
stjóri.
STJÓRNSÝSLA Heimilt verður að
leita að og bera kennsl á útlendinga
sem hingað koma á grundvelli
fingrafaraleitar í VIS-upplýsinga-
kerfinu samkvæmt nýju reglu-
gerðarákvæði sem dómsmálaráð-
herra hefur birt til kynningar á
samráðsvef stjórnvalda. Um er að
ræða eftirlitskerfi á vegum Evrópu-
sambandsins sem ætlað er að koma
auga á ólöglega innf lytjendur en
kerfið getur borið kennsl á ferðir
fólks um Schengen-svæðið eftir að
vegabréfsáritun þess rennur út.
Í k y nning u á sa m r áðsvef
Stjórnar ráðsins segir að full þörf sé
talin á að fingrafaraleit fari fram í
VIS-upplýsingakerfinu í ljósi fjölg-
unar umsækjenda um alþjóðlega
vernd sem koma frá ríkjum þar sem
gerð er krafa um vegabréfsáritun og
umsækjenda sem eru án skilríkja,
framvísa fölsuðum skilríkjum eða
skilríkjum annars manns.
Samkvæmt reglugerðinni verður
það Útlendingastofnunar að taka
ákvörðun um hvort fingrafaraleit
skuli fara fram en lögreglu yrði falið
að annast framkvæmdina og senda
gögn þar um til ríkislögreglustjóra.
Ríkislögreglustjóri mun annast
samskipti við miðlægan gagna-
grunn VIS-upplýsingakerfisins og
upplýsir Útlendingastofnun um
niðurstöðu leitar. – aá
Efla eftirlit með
útlendingum
VIS-kerfið heldur utan um ferðir
fólks innan Schengen-svæðisins.
BANDARÍKIN Jeff Bezos, ríkasti
maður heims og stofnandi Ama-
zon, og rithöfundurinn MacKenzie
Bezos tilkynntu í gær að þau hefðu
komist að skilnaðarsamkomulagi.
Við skilnaðinn heldur MacKenzie
fjögurra prósenta hlut í Amazon en
gerir ekki tilkall til hlutar í Washing-
ton Post né geimferðafyrirtækinu
Blue Origin. Þessi fjögurra prósenta
hlutur og aðrar eignir MacKenzie
eru metnar á 35 milljarða dala hið
minnsta samkvæmt erlendum miðl-
um, andvirði um 4,16 billjóna króna.
Bezos verður hins vegar ekki
nema þriðja ríkasta kona heims.
Eignir hinnar frönsku Francoise
Bett encourt Meyers eru metnar á
tæpa 50 milljarða Bandaríkjadala
samkvæmt Forbes. Meyers er erfingi
snyrtivöruveldisins L'Oréal. Þá er
Alice Walton, dóttir Walmart-stofn-
andans Sams Walton, einnig ríkari
samkvæmt Forbes. Eignir hennar
eru metnar á rúmlega 44 milljarða
dala. – þea
Bezos verður sú
þriðja ríkasta
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
F
-7
C
2
0
2
2
B
F
-7
A
E
4
2
2
B
F
-7
9
A
8
2
2
B
F
-7
8
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K