Fréttablaðið - 05.04.2019, Side 4
Vertu með í
páskaleik Góu
á goa.is!
VIÐSKIPTI Skúli Mogensen og
helstu lykilstarfsmenn WOW air,
sem var tekið til gjaldþrotaskipta í
síðustu viku, hyggjast endurvekja
rekstur f lugfélagsins. Þeir leita nú
fjármögnunar upp á 40 milljónir
dala, jafnvirði um 4,8 milljarða
króna, til þess að standa straum
af rekstrinum fyrstu misserin. Frá
þessu greindi Fréttablaðið.is fyrst
fjölmiðla í gær.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í fjárfestakynningu, dag-
settri í fyrradag, sem Skúli hefur
látið útbúa um nýja lággjaldaf lug-
félagið. Stefni félagið að því að reka
harða lággjaldastefnu í líkingu við
þá sem WOW air hafi rekið með
góðum árangri á fyrstu árum þess.
Í kynningunni, sem Fréttablaðið
hefur undir höndum, kemur fram
að nýja félagið muni til að byrja
með, eftir að hafa sótt sér f lug-
rekstrarleyfi, reka fimm Airbus-
farþegaþotur. Fyrstu tólf vikurnar
stefni nýja félagið að því að sinna
leiguverkefnum fyrir stórt evr-
ópskt f lugfélag en í lok næsta júní-
mánaðar sé gert ráð fyrir að vélar
félagsins f ljúgi frá Kef lavíkurf lug-
velli til þrettán áfangastaða víðs
vegar í Evrópu og Norður-Amer-
íku.
Skúli og aðrir sem munu koma
að stofnun félagsins, svo sem lykil-
starfsmenn WOW air, munu eiga
51 prósents hlut í nýja félaginu á
meðan þeir fjárfestar sem leggja
félaginu til 40 milljónir dala munu
fara með 49 prósenta hlut, að því er
fram kemur í kynningunni.
Í fjárfestakynningunni er sér-
stak lega tekið fram að fram-
kvæmdastjórn félagsins muni taka
á sig þrjátíu prósenta launalækkun
fyrsta rekstrarárið. Nánar má lesa
um málið á Fréttablaðið.is. – hae / kij
Skúli Mogensen snýr aftur og vill endur reisa WOW air
Skúli
Mogensen.
MENNTUN Tæp 24 prósent ung-
menna á aldrinum 18 til 22 ára með
íslenskan bakgrunn hafa útskrifast
úr skóla á framhaldsskólastigi. Hlut-
fallið er töluvert lægra sé litið til
innflytjenda en aðeins átta prósent
þeirra hafa útskrifast á sama skóla-
stigi.
Hagstofan hefur í fyrsta sinn birt
upplýsingar um brautskráningar
nemenda eftir bakgrunni þeirra.
Hlutfall brautskráðra ungmenna er
einnig lægra meðal þeirra sem fædd-
ir eru erlendis og annað foreldrið er
erlent eða 16,5 prósent.
Í þessu teljast þeir einstaklingar til
innflytjenda sem eru fæddir erlendis
og eiga báða foreldra af erlendum
uppruna. Einnig skiptinemar, sem
koma til styttri dvalar á Íslandi. – aá
Ljúka síður
framhaldsskóla
SKÓLAMÁL Þingf lokkur Samfylk-
ingarinnar hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu um að mennta-
málaráðherra verði falið að tryggja
öllum framhaldsskólanemendum
frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu.
Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga
er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu
tvær tillögurnar voru sendar til vel-
ferðarnefndar þar sem þær dagaði
uppi.
Guðjón S. Brjánsson segist vera sé
bjartsýnn á að tillagan fái brautar-
gengi. „Ef hún fær það ekki nú á vor-
þingi, þá munum við endurf lytja
hana í haust. Við þurfum að leita
allra leiða í þeirri viðleitni að bæta
líðan stórra hópa ungs fólks, ekki
síst þeirra sem eru í námi,“ segir
Guðjón.
Landlæknir, Landspítalinn og
Barnaheill sendu inn jákvæðar
umsagnir síðast þegar tillagan kom
inn á borð velferðarnefndar. Skóla-
meistarar Flensborgar og Kvenna-
skólans studdu einnig tillöguna
og sögðu þörfina mikla. Guðjón
segir vafasamt að Íslendingar eigi
met í brottfalli í samanburði við
nágrannalöndin.
Tillagan felur í sér að strax í haust
verði allir framhaldsskólanemar,
alls meira en 20 þúsund nemendur,
komnir með aðgang að sálfræðingi
sér að kostnaðarlausu. Aðspurður
hvort það sé raunhæft segir Guðjón
að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í
haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja
þjónustuna en það er hægt að byrja
róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan
nemenda. „Þetta eru knýjandi mál-
efni, stundum eru líf í húfi.“
Óvíst er hvað þetta kallar á marga
sálfræðinga en það er sett í hendur
ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert
ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja
700 nemendur, eða rúmlega 30
stöðugildi. Í umsögn Félags fram-
haldsskólakennara er hámarkið
miðað við 300 nemendur á hvern
sálfræðing, eða meira en 70 stöðu-
gildi.
Guðjón telur að uppbyggingin
kalli alls ekki á hreina kostnaðar-
aukningu frá því sem nú er. „Geð-
heilbrigðisstefna ráðherra er fjár-
mögnuð en í ýmsa þætti hennar
veitti ráðherra nýlega 630 milljónir
króna og þar ætti að finnast svigrúm
til forgangsröðunar til þessa þáttar,“
segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á
samstarfsverkefnum milli skólanna
og heilsugæslunnar. „Auðvitað
kostar þessi faglega þjónusta, sem
þarf að vera nátengd skólastarfinu
sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðu-
gildi sálfræðings kostar ekki undir
12 milljónum króna á ári en það er
fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart
velferð og lífi nemendanna sjálfra og
öllu skólastarfi.“ arib@frettabladid.is
Vilja fá sálfræðinga í skóla
strax í haust til að bæta líðan
Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema.
Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga.
Segir hann tillöguna ekki kalla á hreina kostnaðaraukningu þar sem svigrúm sé til forgangsröðunar.
Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Eitt stöðugildi
sálfræðings kostar
ekki undir 12 milljónum
króna á ári en það er fé sem
ávaxtar sig vel.
Guðjón S. Brjáns-
son, þingmaður
Samfylkingar-
innar
STJÓRNSÝSLA Sveitarstjórn Húna-
þings vestra gagnrýnir seinagang
Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki
staðfest Borðeyri sem verndarsvæði
í byggð en tíu mánuðir eru síðan
sveitarstjórn óskaði eftir því við
stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings
vestra segir þennan drátt hamla allri
uppbyggingu á svæðinu.
Sveitarstjórnin samþykkti þann
19. maí á síðasta ári tillögu um að
hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði
í byggð vegna menningarsögulegs
gildis staðarins. Með verndarsvæði
í byggð yrði auðveldara að vernda
sérkenni byggðakjarnans.
„Nú 10 mánuðum síðar hefur ráð-
herra ekki enn skrifað undir stað-
festingu þrátt fyrir að Minjastofnun
hafi sent inn sína umsögn og mælt
með staðfestingu. Þessi töf hefur
hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri
og uppbyggingu ferðaþjónustu í
Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi
vinnubrögð og hvetur ráðherra til að
klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun
byggðarráðs um málið.
Guðný Hrund Karlsdóttir er
sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.
Hún segir þessa bið bagalega. „Það er
alveg ljóst að á meðan við fáum ekki
staðfestinguna þá getum við ekki
farið í nauðsynlega deiliskipulags-
vinnu og annað sem snertir svæðið.
Hér er um að ræða einn merkasta
verslunarstað landsins í aldir og
því mikilvægt að byggja upp ferða-
þjónustu og annað í kringum Borð-
eyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið
laga um verndarsvæði í byggð var
að stuðla að vernd og varðveislu
byggðar sem hefur sögulegt gildi hér
á landi og var samþykkt árið 2015.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, mælti
fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist
fyrir því að hægt væri að skilgreina
merk svæði sem verndarsvæði þótt
þau væru í byggð. – sa
Byggðarráð undrast seinagang ráðherra
Sveitarstjórnin gagnrýnir seinagang ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness hefur rift þremur greiðslum
upp á ríf lega 11,7 milljónir króna
sem félagið 12.12.2017, áður Kostur,
innti af hendi til félags á vegum Jóns
Geralds Sullenberger, stofnanda
matvöruverslunarinnar, um einum
mánuði áður en verslunin var tekin
til gjaldþrotaskipta.
Er félaginu og Jóni Gerald gert að
endurgreiða þrotabúi 12.12.2017
fjárhæðina með vöxtum og dráttar-
vöxtum.
Dómurinn taldi ljóst að 12.12.2017
hefði verið ógjaldfært þegar greiðsl-
urnar voru inntar af hendi til Nord-
ica Inc. og Jóni Gerald hefði mátt var
það ljóst. – kij
Greiðslum til
Jóns Geralds rift
Jón Gerald. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
F
-8
F
E
0
2
2
B
F
-8
E
A
4
2
2
B
F
-8
D
6
8
2
2
B
F
-8
C
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K