Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Þessi
hreinrækt-
aða glæpa-
starfsemi,
sem hún
vissulega er,
hefur valdið
gríðarlegum
skaða á
bílasölu-
markaði.
Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur
gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður
kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið
seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi,
sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á
bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni,
efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl
og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fag-
mennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist
þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undir-
strikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað
þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni,
en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla
greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubíl-
ar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóð-
vegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára
fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera
skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það!
Allt annað er fúsk og því óásættanlegt!
Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar
undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófag-
lærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir
slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar
sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi
að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir
skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starf-
semi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á
þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnu-
stöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar
sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við
bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og
opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin.
Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru
vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að við-
hald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja
nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við
fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við
sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins
heitið Svik og prettir hf.
Svik og prettir hf.
Hilmar
Harðarson
formaður
Samiðnar og
formaður
Félags iðn- og
tæknigreina
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Fjarstýrðir Heliosa hitarar
Flísabúðin
30
ÁRA
2018
Margar gerðir til
á lager 1300 til 3000 w.
Hvítir og svartir.
Koma með 5m
langri snúru og kló.
Páskatilboð
30%
afsláttur
30%
Páskatilboð
á Heliosa hiturum
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemning-in fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjölda-uppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til
gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir
leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust
harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air.
Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanleg-
ar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir
einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið
sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var
eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna
framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var inn-
stæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við
þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla
hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert
og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem
ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félags-
legan, á komandi árum. Á því græða allir.
Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverf-
andi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrir-
tækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til
muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum
nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki
að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það
hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki
sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum.
Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal
annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í
húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samn-
ingstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til
að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er
að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niður-
staðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna.
Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu
launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samnings-
tímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og
afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks
og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af
þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á
landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekju-
hópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar
launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé
litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumark-
mið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er
nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækk-
anir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sann-
indum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei
ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu.
Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn
í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem
þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðis-
lánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði
fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa
að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar
hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á
nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í
september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst
þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði
að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Ný leið
Sú leið sem
einnig er
farin í
samning-
unum, sem
er nýmæli,
að aukinn
hagvöxtur
geti gefið af
sér meiri
launahækk-
anir er til
eftirbreytni.
Að baki karlinum …
Fólki er almennt létt eftir að eitt-
hvað sem kallast „lífskjarasamn-
ingur“ náðist. Díllinn telst til
slíkra stórmerkja að Miðflokks-
þingmennirnir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson og Ólafur
Ísleifsson fundu sig knúna til
þess að hrósa vandræðagemling-
unum Vilhjálmi Birgissyni og
Ragnari Þór Ingólfssyni fyrir
þeirra framlag. Báðir deila þing-
mennirnir að vísu verðtrygg-
ingarþráhyggju með verkalýðs-
hetjunum sem kann að skýra
uppklappið. Sigmundur þakkaði
þeim á Facebook fyrir að koma
„verðtryggingarmálum aftur á
dagskrá“. Slíkt hið sama gerði
Ólafur og talaði um „skaðsemi
verðtryggingarinnar“.
… er #ósýnilegakonan
Gott og blessað ef horft er fram
hjá afneitun þingkarlanna á því
að Sólveig Anna Jónsdóttir tók
slaginn jafnvel af mun meiri festu
og baráttugleði en karlarnir
tveir. Vefritið knúz.is bendir
á þetta með vísan til orða Sig-
mundar: „Þáttur Sólveigar Önnu
í samningaviðræðunum hefur
ekki farið fram hjá neinum,
nema þessum stjórnmálakarli
sem gætir þess að nefna hana
ekki. Hver er karlremban?
#ósýnilegakonan.“ Þá er ónefnd
Drífa Snædal en á Knúzinu var
bent á að þær hefðu átt að „baka
vöfflurnar svona til þess að hægt
hefði verið að þakka þeim fyrir
eitthvað“. thorarinn@frettabladid.is
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
5
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
F
-9
E
B
0
2
2
B
F
-9
D
7
4
2
2
B
F
-9
C
3
8
2
2
B
F
-9
A
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K