Fréttablaðið - 05.04.2019, Side 13

Fréttablaðið - 05.04.2019, Side 13
Í DAG Þórlindur Kjartansson S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 5 . A P R Í L 2 0 1 9 Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamn-ingum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórn- völd munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir for- eldrar ekki notið kaupmáttaraukn- ingar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreyt- ingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krón- um meira úr að spila á ári vegna sam- anlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuð- inn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í dag- legu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðing- arorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikil- vægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en sam- kvæmt greiningum getur húsnæðis- kostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Rétt- arstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í upp- byggingu almennra íbúða. Mark- viss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka af borganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagsleg- an stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðis- kerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð. Aukin velsæld á traustum grunni Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra Birt með fyrirvara á verðbreytingum, innsláttarvillum og myndarugli Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • 590 2160 • notadir.is KIA Sorento EX Árgerð 2015, ekinn 47 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 4.590.000 kr. 993532 Mercedes-Benz GL 350 4 MATIC Árgerð 2014, ekinn 98 þús. km, dísil, 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 9.790.000 kr. 993548 KIA Sportage EX Árgerð 2017, ekinn 51 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 4.050.000 kr. 993743 Mercedes-Benz ML 350 4 MATIC Árgerð 2013, ekinn 82 þús. km, dísil, 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 5.990.000 kr. 292045 KIA Sorento Premium Árgerð 2017, ekinn 42 þús. km, dísil, 200 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 6.490.000 kr. 341150 KIA Sportage EX Árgerð 2015, ekinn 73 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 3.150.000 kr. 993748 KIA Sportage EX Árgerð 2013, ekinn 138 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 2.190.000 kr. 993994 Mercedes-Benz GLA 220 4 MATIC Árgerð 2015, ekinn 45 þús. km, dísil, 170 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 4.790.000 kr. 993719 Opið: Fim-Fös 10-18 Laugardag 12-16 FERÐAPAKKINN INNIHELDUR ÞVERBOGA FARANGURSBOX DRÁTTARBEISLI Í gamla daga, löngu áður en nokkur lesandi Fréttablaðsins fæddist, var fólk byrjað að hafa áhyggjur af því að ofgnótt upplýsinga gæti leitt til þess að fólk missti smám saman vitið. Hvínandi hamagangur á síðum dag- blaðanna, þar sem öllu ægði saman, gat ekki annað en grafið undan hug- arró og sálarfriði. Auglýsingar um alls konar óþurftardrasl gátu komið róti á hugann, vakið upp fjarstæðukenndar langanir og óuppfylltar þrár sem leitt gætu til ásælni, öfundar og depurðar. Fréttir af atburðum sem koma manns eigin lífi ekkert við voru birtar í blöðum til að halda fólki límdu við blaðsíðurnar. Þetta gat fyllt fólk kvíða og þunglyndi yfir örlögum allsendis óskylds fólks. Í staðinn fyrir að hugsa um sína eigin vinnu og skyldur gat fólk tapað sér af áhyggjum yfir atburðum víðsfjarri heimahögunum. Mannskepnan er auðvitað ekki hönnuð til þess að verða fyrir öllu því áreiti sem að nútímamanninum beinist. Þótt það hafi nú þegar alist upp nokkrar kynslóðir manna sem haft hafa aðgang að einhvers konar fjölmiðlum þá hefur langstærstur hluti þróunarsögu mannsins miðast við að meðhöndla lítið magn mikil- vægra upplýsinga frekar en óþrjót- andi magn af þvælu, gagnslausum staðreyndum, kaldhæðnum tístum og fjarstæðukenndum fréttum. Dagblaðalestur þykir í dag frekar vera til marks um yfirvegaðan og afslappaðan lífsstíl. Frá því fólk hafði áhyggjur af dagblöðum hefur það orðið sannfært um að hljóðvarp gengi af siðmenningunni dauðri, þvínæst sjónvarp og svo netið. Fólk hefur ein- hvern veginn náð að höndla þessa þróun hingað til og ýmsar grunn- stoðir í samfélagi mannanna hafa haldið gildi sínu. Og kannski mun það sama eiga við um samfélagsmiðlana, sem svo margir hafa áhyggjur af. Mun það þykja til marks um zeníska yfirvegun eftir þrjátíu ár að hanga í rólegheitum á Facebook í símanum, á meðan stærsti hluti mannkyns gengur um með útþanin sjáöldur af spennu yfir beinstreymi upplýsinga í gegnum 100 exabæta gagnatengingu inn í miðtaugakerfið sjálft án viðkomu í heilanum? Hver veit? Það er hins vegar óhætt að slá því föstu að hin ofsafengna breyting á neyslu fólks á upplýsingum mun fyrr eða síðar gjörbreyta grunn- stoðum í samfélaginu, ef hún er ekki farin að gera það nú þegar. Ýmis grundvallaratriði í menningu samfélaga, þar á meðal trúarlíf og helgisiðir, hafa það markmið að binda saman fólk á góðum stundum, í hvers- dagslífinu og þegar mikið bjátar á. En þessar grundvallarstoðir hafa verið hannaðar út frá hversdagsleika mjög ólíkum þeim sem við búum við í dag. Á fyrri öldum gat það verið guðsþjón- ustan á sunnudegi sem var hápunktur skemmtanalífsins; litbrigðamesta veisluborð skilningarvitanna. Nú fær fólk gríðarlegt magn sér- sniðinna upplýsinga beint að sér í gegnum samfélagsmiðla; einkum Facebook. Sá miðill hefur því í raun tekið við mörgum hlutverkum í lífi fólks. Það er símstöð, pósthús, frétta- veita, sálgæsla, áfallahjálp, skemmti- staður, pólitískur fundarstaður—þar er dagbókin þín og samskiptasagan við alls konar fólk. Og sú saga geymist jafnvel eftir að fólk fer yfir móðuna miklu. Gögnin sitja eftir í risastórum skemmum í Ameríku og á Írlandi; suðandi viftur halda hörðum diskum gagnaveranna köldum svo stafrænu minnisvarðarnir um ástvini okkar bráðni ekki niður og glatist að eilífu. Þegar Facebook kom til sögunnar fór samfélagsmiðillinn smám saman að taka við ýmsum hlutverkum trúar- bragðanna. Á Facebook var greint frá trúlofunum, steggjaveislum, brúð- kaupum þungunum, fæðingum, skírnum, barnaafmælum, og útskrift- um. Þannig voru helstu vörðurnar á æviskeiðinu reistar á Facebook. Í marga mannsaldra hafa börn verið borin til skírnar í kirkju þannig að söfnuðurinn frétti af nýju lífi—og þannig hafa foreldrar fundið til stuðn- ings og aðrir safnaðarmeðlimir upplif- að að þetta nýja líf feli í sér merkingu, ábyrgð og gleði fyrir alla kirkjugesti. Núna er tilkynningin á Facebook að sumu leyti stærri viðburður. Þar eru mörg hundruð vottar gerðir að inn- göngu nýs einstaklings, nafn hans skráð í gagnaver Marks Zuckerberg og hann beðinn að láta það aldrei villast frá sér. Nýfætt barn má kallast slakt ef það fær ekki nokkur hundruð „like“ í vöggugjöf. Gleði og gaman. Trúarbrögðin hafa auðvitað ekki bara verið vettvangur gleði, heldur hafa innan þeirra þróast ýmsar leiðir til þess að hjálpa okkur til þess að mæta áföllum og þeim óumflýjanlega raunveruleika sem er dauðinn. Allir menn deyja og f lestir eru syrgðir sárt af örfáum, minnst með söknuði af allnokkrum en líf flestra heldur áfram. Fólk sýnir virðingu og þakklæti með því að fylgja hinum látnu til grafar; síðasta spölinn, og þannig fá hinir sártsyrgjandi nánustu aðstandendur að finna hlýjan stuðn- ing allra þeirra sem fannst það þó þess virði að taka hálfan dag í lífi sínu frá til þess að taka þátt í kveðjuathöfn, hlusta á minningarorðin og horfa í kringum sig á öll andlit þeirra sem hin látni hafði snert nægilega til þess að þeir ákvæðu að koma frekar til þess að kveðja hinn látna heldur en að vera í vinnunni, fara á skíði eða gera bara eitthvað annað. Þessi alvarlega stund er hápunktur á sorgarferli, þar sem margir fella tár—ekki bara þeir nánustu, heldur líka þeir sem þekktu lítið til hins látna; en það huggar allt saman og hefur sefandi áhrif. Við grátum yfir því að dauði annarra minnir okkur á að við sjálf munum deyja; og við grátum kannski ennþá frekar yfir því að við munum þurfa að horfa upp á enn fleiri deyja—fylgja f leirum síðasta spölinn en halda áfram einum manni færri. Þessu er mjög erfitt að líkja eftir á Facebook þar sem næst við hlið sorg- legrar andlátsfréttar kunna að vera furðufréttir um frægðarfólk, hat- römm rifrildi um verðtrygginguna og auglýsingar um amerískan skófatnað. Kisturnar eru bornar út úr kirkjum, en brosandi myndir af látnum ást- vinum eru enn á netinu, það er meira að segja hægt að senda þeim skila- boð—látið fólk fær vinabeiðnir löngu eftir að Facebook-síðunni hefur verið breytt í minningarskrín, menn kváðu jafnvel deyja frá hálfkveðnum status- uppfærslum. Þetta er meiriháttar breyting á grundvallarþætti í samfélaginu og hún boðar líklega sitthvað fleira sem öllu erfiðara er að átta sig á. Hvernig mun það fara með fólk þegar flestar Facebook-fréttirnar eru ekki lengur um gleðilega viðburði í lífi fólks heldur fyllist fréttaveitan af tilkynn- ingum um veikindi og andlát, minn- ingarorðum um foreldra, vini, maka og einstaka sinnum börn og barna- börn? Hvernig líður fólki sem opnar tölvuna sína eða símann að morgni og sér slíkar fréttir hrannast inn og les athugasemdirnar og fylgist með hjartamerkingunum staflast upp á sorgarfréttirnar? Duga þá þúsund „like“ eins vel og örfá þétt faðmlög og vinalegar raddir til þess að finna til stuðnings á erfiðum stundum lífsins? Í fámennu samfélagi eins og því íslenska er kannski auðveldara að standa vörð um mennskuna heldur en víða annars staðar. Það er líka harðvírað í menningarvitund okkar allra að „maður er manns gaman“— og það á við bæði í sorg og gleði. Þróunin togar í hina áttina og það er fyrirhöfn að toga á móti. Líklegast er hún þess þó margfaldlega virði. Býr Guð í gagnaverinu? 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B F -8 F E 0 2 2 B F -8 E A 4 2 2 B F -8 D 6 8 2 2 B F -8 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.