Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 16
Stjarnan - ÍR 96-63 Stjarnan: Brandon Rozzell 28, Antti Ka- nervo 14, Hlynur Bæringsson 13, Ægir Þór Steinarsson 12/10 stoðsendingar, Collin Pryor 10, Tómas Þórður Hilmarsson 9, Filip Kramer 7, Arnþór Freyr Guðmundsson 3. ÍR: Kevin Capers 18, Gerald Robinson 17, Matthías Orri Sigurðarson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Hjalti Friðriksson 4, Skúli Kristjánsson 2, Ólafur Björn Gunn- laugsson 1. Stjarnan er komin 1-0 yfir í einvígi liðanna en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslitaeinvígið. KR og Þór Þorlákshöfn hefja viðureign sína í seinni undanúrslitaviðureigninni í DHL-höll- inni í Vesturbænum klukkan 19.15 í kvöld. Nýjast Domino’s-deild karla Undanúrslit Fjaraði undan baráttugleði ÍR í Garðabænum ÍR byrjaði leikinn af krafti og komst tíu stigum yfir í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í gær en réð ekkert við Brandon Rozzell og liðsfélaga hans eftir það. ÍR tókst að halda Stjörnunni í átta stigum fyrstu níu mínúturnar en eftir það léku Garðbæingar lausum hala í sókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafnt- ef li við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Rey n slu m i k l i r lei k- menn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjars- dóttur, Margréti Láru Viðarsdótt- ur og Sif Atla- dóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá kom- u s t A n n a Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður- Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fannd ís Fr iðr ik s- dóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaður- inn til þess að spila 100 landsleiki eða f leiri. Hallbera Guðný Gísla- dóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög f ljótar. Þet t a er verðug t ve r k e f n i o g v ið ber u m v i rði ng u fyrir liði Suður- Kóreu sem er frá- bært en á sama t íma ótt u mst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem v ið æt lu m o k k u r a ð gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Frétta- blaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „ Leik ir nir er u u m miðjan dag úti þann- ig að aðstæðurnar verða k ref jandi f y rir ok kur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfara- teyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. – hó Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt HANDBOLTI Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterk- ara, ríkjandi heims- og Evrópu- meistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrk- landi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleika- flokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þrem- ur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópu- mótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir lið- anna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari lands- liðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spenn- andi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaf lokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Kró- atíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undan- keppni HM, þó að þær séu í styrk- leikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“ kristinnpall@frettabladid.is Stefnum á annað sætið Stelpurnar okkar eru í riðli með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Frakka, Króatíu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 þar sem tvö lið komast áfram. Axel var nokkuð sáttur með riðil íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÍSHOKKÍ Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann annan sigur sinn í B-riðli annarrar deildar á Heims- meistaramótinu í gær. Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins í riðl- inum og deila þær efsta sætinu með Nýja-Sjálandi og Kínverska Taípei eftir tvo sigra í þremur leikjum. Silvía Björgvinsdóttir sem hefur verið afar öflug fyrir framan markið á mótinu kom Íslandi yfir í öðrum leikhluta. Sigrún Árnadóttir bætti við marki í þriðja leikhluta áður en Silvía innsiglaði sigurinn. Lands- liðið mætir Tyrklandi í dag og Kín- verska Taípei í lokaumferðinni á sunnudaginn. – kpt Öruggur sigur gegn Króatíu 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -8 6 0 0 2 2 B F -8 4 C 4 2 2 B F -8 3 8 8 2 2 B F -8 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.