Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 20
Sífellt fleiri konur leggja stund á skotveiðar og um leið fjölgar kvenkyns meðlimum í Skotvís. MYND/INGIBJÖRG ANDREA Rjúpnaveiðar hafa lengi notið mikilla vin- sælda meðal veiðimanna.MYND/PÉTUR ALAN SKOTVÍS hefur endurvakið fræðslukvöld félagsins sem eru mjög vinsæl. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@ frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Í samstarfi við HLAÐ getum við nú boðið fyrsta árið frítt en umsóknar- ferlið er mjög þægilegt og hægt er að ganga í félagið með SMS-i. sem vildi renna styrkari stoðum undir rannsóknir á veiðidýrum og fá skráningu á veiði tegunda á Íslandi.“ Fyrsta árið frítt Félögum í SKOTVÍS hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár. „Í samstarfi við HLAÐ getum við nú boðið fyrsta árið frítt en umsóknarferlið er mjög þægilegt og hægt er að ganga í félagið með SMS-i. Nýir félagar fá samstundis rafræn félagsskírteini og allt ferlið er sjálfvirkt. Stjórnin setti sér það markmið árið 2018 að fjölga félögum í 1.500 en segja má að það hafi heldur betur mis- heppnast því í lok árs 2018 voru félagar orðnir 1.700 sem jafn- gildir um 33% fjölgun á einu ári.“ Hann segir að á þriggja ári plani stjórnar sé að fjölga félögum í 2.020 fyrir lok árs 2020 og að gera sem f lesta virka veiðimenn félaga í SKOTVÍS. „Sífellt f leiri konur ganga nú í félagið og þeim fjölgar ört á veiðinámskeiðum. Í stjórn SKOTVÍS sitja nú t.d. tvær konur í fyrsta sinn.“ Plastið út Áki er nú staddur í Kaupmanna- höfn til að stilla saman strengi við önnur skotveiðisamtök Norður- landa. „Þar verður m.a. rætt samnorrænt átak að fasa út plasti í forhlöðum haglaskota. Þrýst verður á skotaframleiðendur og innf lutningsaðila að nota einungis önnur efni sem brotna niður í náttúrunni og valda ekki mengun en forhlöðin brotna niður í örplast og dreifast þaðan í lífverur,“ segir Áki. Einnig verður kosinn nýr forseti NHS (Nordic Hunters Alliance) og farið yfir áhersluatriði fyrir FACE (Samtök skotveiðimanna í Evrópu). SKOTVÍS hefur einnig sett ýmis náttúruverndar- og umhverfismál á oddinn, t.d. verndun votlendis og líffræðilegs fjölbreytileika. „Samtökin sendu í fyrrasumar drög að samningi milli Fugla- verndar og SKOTVÍS, til að stilla saman strengi sína í þeim mark- miðum. Stjórn Fuglaverndar hefur ekki enn tekið afstöðu til samningsins. Þó má geta þess að BirdLife International og FACE hafa gert með sér svipaðan samn- ing til að auka á vernd búsvæða mikilvægra fuglategunda.“ Áhugaverð fræðslukvöld Núverandi stjórn SKOTVÍS hefur endurvakið fræðslukvöld félags- ins og hafa þau notið sívaxandi vinsælda. „Þar má m.a. nefna fræðslukvöld um hreindýr í fyrra- vor og um rjúpuna í fyrrahaust. Í síðasta mánuði héldum við fræðslukvöld um siðfræði veið- innar. Þangað mætti Vigfús Bjarni Albertsson prestur sem hélt fyrir- lestur undir heitinu Presturinn, veiðimaðurinn og samviska hans. Eftir hann sköpuðust mjög fjörugar umræður um efnið. Fram undan eru fræðslukvöld um andaveiði, umhirðu skotvopna og meðferð og nýtingu villibráðar.“ Virk veiðistjórnun til framtíðar Síðasta haust sótti Áki þriggja daga námskeið um virka veiði- stjórnun. Þar var m.a. rætt um veiðistjórnun á rjúpu sem eitt módel en það er að hans sögn mjög gott tól til að útbúa sveigjan- legt veiðistjórnunartæki. „Það vakti athygli að enginn frá Nátt- úrufræðistofnun Íslands eða umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu sat námskeiðið en starfsmenn náttúrustofanna og Umhverfisstofnunar mættu þó vel.“ Ákvörðun veiðitíma og veiðikvóta á rjúpu tókst ekki vel síðastliðið haust eins og allir skotveiðimenn vita. Ráðherra steig inn með málamiðl- un um að lengja veiðitímann á rjúpu um þrjá daga, úr tólf dögum í fimmtán. „Á samstarfsfundi fyrr um haustið með hagsmunaaðilum hafði SKOTVÍS kynnt niðurstöð- ur sínar úr úrvinnslu veiðitalna og talninga þar sem niðurstaðan var ljós, fjöldi leyfðra veiðidaga jók ekki sókn veiðimanna í rjúpu. Því kom það mjög á óvart að veiði- ráðgjöfin var óbreytt frá fyrri árum. Á það skal bent að áður mátti veiða rjúpu í 68 daga.“ Endurskoðun á lögum um vernd, friðun og villtar veiðar á villtum fuglum og spendýrum stendur nú yfir. SKOTVÍS hefur til- nefnt tvo aðila í nefndina og ljóst að mikil vinna er fram undan fyrir félagið. Vinnufundir munu nú fara af stað til að móta tillögur félagsins og eru ábendingar vel þegnar frá félagsmönnum bætir Áki við. Afdrif hreindýrskálfa á veiðitíma Samtökin Vinir jarðar sendu erindi til Matvæla- stofnunar árið 2017 og kærðu hreindýraveiðar á grundvelli dýraverndar. „Í svari Umhverfis- stofnunar til Matvæla- stofnunar kom fram að engin gögn bentu til þess að hrein- dýrskálfar væru ósjálf- bjarga við upphaf veiðitíma, heldur þvert á móti. Því er alls ekki um dýraverndarmál að ræða. Þar með hefði afskiptum Matvælastofnunar af málinu átt að ljúka.“ Hann segir veiðikvótann hafa verið tilbúinn um miðjan desember á síðasta ári og hann hefði verið sendur í ráðuneyti. „Í lok janúar var haldinn fundur um vanhöld kálfa á veiðitíma á Egilsstöðum. Þar mættu ýmsir sérfræðingar ásamt fulltrúum stjórnsýslunnar, hátt í 20 manns. Matvælastofnun sendi fulltrúa á fundinn símleiðis. Á fundinum var staðfest að þau gögn sem eru til benda til þess að náttúruleg vanhöld kálfa hafi minnkað en ekki aukist eftir að veiðibann var sett á þá. Auk þess er ekkert sem bendir til þess að veiðar á hrein- dýrskúm hafi neikvæð áhrif eftir- lifandi kálfa. Tíu dögum seinna bólaði ekkert á kvóta, þannig að við hjá SKOTVÍS og Félagi leiðsögumanna gengum í málið og loks var kvótinn gefinn út.“ Af þessu má sjá að starf SKOTVÍS hefur sjaldan verið kröftugra en mikið starf í þágu allra þeirra sem stunda skotveiði á Íslandi er þó enn óunnið segir Áki. „Við viljum því hvetja alla þá sem vilja geta gengið til veiða um ókominn ár til að styðja við þessa mikil- vægu hagsmunabaráttu okkar allra og gerast félagar í SKOTVÍS.“ En svona í lokin, hvernig líst skotveiði- mönnum á vegan- byltinguna? „Mín persónulega skoðun er sú að við eigum margt sameiginlegt. Báðir aðilar vilja borða mat sem kemur beint úr náttúrunni og er annt um umhverfið. Svo lengi sem við virðum sjónar- mið hvorir annarra án dómhörku þá erum við vinir,“ sagði Áki að lokum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -A D 8 0 2 2 B F -A C 4 4 2 2 B F -A B 0 8 2 2 B F -A 9 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.