Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.04.2019, Qupperneq 22
Ein fallegasta á sem höf-undur hefur veitt lax í er á efra svæði Hítarár á Mýrum, sem nefnist Grjótá/Tálmi og þar kosta veiðileyfin talsvert minna en í Hítaránni. Þarna er ægifalleg náttúra eins og hún gerist fegurst við íslenskar veiðiár og víða grasi gróið að bökkum árinnar. Veiðihúsið sem fylgir veiðileyfinu er fremur stór sumarbústaður þar sem veiðimenn elda sjálfir, eitthvað sem margir veiðimenn kunna að meta. Á neðri hluta þessa veiðisvæðis Grjótár/Tálma breiðir áin úr sér og auðvelt fyrir veiðimenn að athafna sig. Rétt fyrir ofan veiðihúsið rennur áin hins vegar í fremur þröngu gili að hluta, ægifögru en þó ekki mjög djúpu. Þangað var haldið á öðrum degi veiðiferðar fyrir nokkrum árum og ákveðið að klöngrast í upp- hafi dags fyrir neðan foss einn í grunnu gljúfrinu. Þarna er ekki auðvelt að athafna sig og veiði- maður þarf að standa milli stór- grýtis og fátt sem telst þokkalegt undirlag. Fyrir því var sem sagt ekki mikið hugsað hvernig landa ætti laxi ef hann biti nú á, en það var nú seinni tíma vandamál! Ekki bætti úr skák að veiðifélagi minn hafði þurft að bregða sér í bæinn á fund um morguninn og því enginn til að hjálpa til við löndun ef lukkan gengi í lið með veiðimanni. Hann er á! En hver veit, rétt um mínútu eftir að færið var lagt út og látið renna niður hylinn neðan fossins kom þessi líka flotti kippur, hann var á og miðað við lætin mátti fullt eins búast við tveggja ára fiski af vænni gerðinni. Svo mikil voru lætin í fiskinum að hann var brátt kominn langt niður ána. Ekki vill betur til en svo að áin tekur hægri beygju, séð niður eftir ánni, steinsnar neðan fossins og þangað stormaði laxinn og hvarf sjónum í bili. Því lá línan utan í kletti við beygjuna og engan lax að sjá í dágóðan tíma. Þá voru góð ráð dýr, líklega myndi línan sargast í sundur við átökin, en ekki var annað í boði en að taka sénsinn og reyna að hala hann inn, leikurinn var hvort sem er tapaður að öðrum kosti. Það var ekki sérlega huggulegt að heyra í línunni sargast utan í klettinum þegar dregið var inn og við því búist að fá línuna í andlitið er hún slitnaði við átökin. En lengi má vona hið besta og það var einmitt það sem gerðist, línan hélt og allt í einu fór að sjást í spriklandi laxinn sem ekki linnti látunum. Fátt var annað að gera en að taka á honum og stytta vegalengdina á milli okkar, en ekki vildi ég missa hann aftur niður fyrir beygjuna. Ekki þarf að taka það fram að enginn var árbakkinn til að fikra sig eftir niður eftir, bara klettar niður að ánni. Þegar laxinn var halaður inn í rólegheitum sást betur og betur að þarna var þokkalega vænn fiskur sem full ástæða væri til að ná, þó ekki væri fyrir annað en að sanna þessa lygilegu veiðiaðferð fyrir veiðifélögunum. Laxinn fékk um hálftíma til að klára krafta sína og oft var hann kominn að fótum veiðimanns, er hann tók eina rokuna enn. Ávallt var honum gefin lína en ekki of löng og aldrei full hersla á bremsunni. Ekki var þó skemmtileg tilhugsun um hvernig mætti landa þessum óþekktaranga, engin var eyrin, bara hyldýpið neðan stórgrýtisins og bara klettar fram að árbrún að neðan. Stönginni fleygt og laxinn handsamaður Því var líklega eina aðferðin fólgin í því að sporðtaka gripinn þegar hann væri kominn að fótum veiði- manns. Fyrsta tilraunin til þess mislukkaðist, en með stöngina í annarri var hin höndin komin með tak framan sporðs en þá bilaðist allt aftur og laxinn tók enn eina rokuna. Næsta tilraun var enn frumlegri, en þegar laxinn virtist orðinn örmagna við fætur veiði- manns henti hann stönginni á milli stórra steina, beygði sig samstundis að fiskinum og tók hann báðum höndum og handsamaði eins og galvaskur laganna vörður. Svo mikil hræðsla var við að missa laxinn að honum var troðið í geil á milli tveggja steina þar sem hann gæti alls ekki hreyft sig. Hægt og rólega var hann þó losaður þaðan til að losa færið og tryggja að hann ætti ekki aftur- kvæmt í ána, þ.e. rota hann. Stoltur veiðimaður var svo úrvinda eftir þessa óvæntu veiði og óvenju- legu löndun að haldið var aftur að veiðihúsi með laxinn í hendi, enda þurfti líka að koma honum í kælingu og vigta hann. Mætti ég þá tveimur veiðifélögum mínum sem trúðu náttúrulega ekki sögu minni og trúa henni væntanlega ekki enn. Laxinn reyndist vera 11 pund og bragðaðist bara ágætlega reyktur, ef til vill enn betri vegna þess hvað mikið var fyrir honum haft. Undarlegasta löndunin Laxveiðimenn huga oftast að mögulegum löndunarstöðum er þeir stunda veiðar. Í þessu klaufa- lega tilviki var alls ekki hugað að slíku. Laxinn náðist samt á land, en líklega með frumlegasta hætti. Laxinn reyndist vera 11 pund og bragðaðist bara ágætlega reyktur, Pabbi er elsti byssusmiður landsins og útskrifaðist úr byssusmíði frá Colorado School of Trades í Denver í júní 1986. Hann er landskunnur meðal skotveiðimanna fyrir af bragðs byssuviðgerðir og umboð fyrir heimsþekktar og margverð- launaðar byssur frá Winchester og Browning,“ upplýsir Ívar Agnars- son, sölustjóri Byssusmiðju Agnars og sonur hins frækna byssusmiðs. Í Byssusmiðju Agnars hefur verið rekið rómað byssuverkstæði og byssuverslun í 33 ár og rétt fyrir síðustu jól opnaði fyrirtækið nýja og glæsilega sérverslun skotveiði- manna í Hverafold 1-3 í Grafar- vogi. „Okkur langaði að stækka við okkur, bjóða upp á enn meira vöruúrval og opna heillandi sér- verslun þar sem skotveiðifólk finnur allt sem þarf fyrir veiðina. Við seljum nú hágæða veiði- og úti- vistarfatnað fyrir bæði kynin frá danska framleiðandanum Härkila en hann vann nýverið til verð- launa fyrir Pro Hunt Move-herra- línuna og Freyju-dömulínuna á British Shooting Show sem er stærsta og virtasta byssusýning Bretlandseyja,“ upplýsir Ívar með stolti yfir því að geta nú boðið íslensku skotveiðifólki fatnað og skó frá Härkila. Kvennatvíhleypur á leiðinni Ný sérverslun Byssusmiðju Agnars hefur hlotið frábærar viðtökur veiðimanna. „Úrval veiðivarnings í búðinni er fjölbreytt og einstakt. Við erum meðal annars með umboð fyrir þýsku Minox-sjónaukana og einnig sjónauka og sigti frá Truglo. Einnig einstakan fatnað og byssur frá Browning, sem og byssur frá Winchester. Hér er til dæmis að finna verðlaunabyss- una Winchester SX4 sem hefur eina hröðustu skiptingu í hálf- sjálfvirkum haglabyssum í dag en ítalski heimsmeistarinn Raniero Testa skaut þrettán leirdúfur á 1,6 sekúndum með SX4. Þá völdu Landssamtök byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA) Winchest- er SX4 haglabyssu ársins í fyrra, enda algjörlega ómótstæðileg byssa á frábæru verði,“ segir Ívar og handleikur SX4 sem fæst svört og í felulitum og gagnast við allar aðstæður. Síðsumars bætist við kærkomin nýjung fyrir skotveiðifólk í Byssu- smiðju Agnars. „Þá tökum við inn sérstakar kvennatvíhleypur frá Akkar sem eru sérstaklega sniðnar að kven- líkamanum. Það er bæði ánægju- legt og tímabært að bjóða upp á léttari og meðfærilegri byssur fyrir konur í skotveiði,“ útskýrir Ívar um Churchill-tvíhleypurnar frá Akkar. Þess má geta að Byssusmiðja Agnars býður upp á vandaðar vöðluviðgerðir. „Við gerum við allar vöðlur, stór göt sem lítil, og hvort sem vöðlurn- ar eru úr Goretex eða Neo prene,“ segir Ívar sem hvetur skotveiðifólk til að fylgja Byssusmiðju Agnars eftir á Facebook þar sem reglu- lega bjóðast spennandi tilboð og nýjungar. Byssusmiðja Agnars er í Hverafold 1-3 í Grafarvogi. Sjá nánar á galleri- byssur.is og á Facebook. Verðlaunabyssur og vöðluviðgerðir Vart þarf að kynna Agnar Guðjónsson byssusmið fyrir íslensk- um skotveiðimönnum enda er hann sá elsti í faginu og hefur rekið byssusmiðju frá haustinu 1986. Nýlega opnaði hann nýja og glæsilega sérverslun fyrir skotveiðifólk í Grafarvogi. Agnar Guðjónsson byssusmiður og Ívar Agnarsson sölustjóri. MYNDIR/ANTON Winchester SX4 var valin haglabyssa ársins hjá NRA í Bandaríkjunum 2018. Dönsk verðlaunahönnun Härkila. Finnur Thorlacius skrifar finnurth@frettabladid.is En lengi má vona hið besta og það var einmitt það sem gerðist, línan hélt og allt í einu fór að sjást í sprikl- andi laxinn. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -C 1 4 0 2 2 B F -C 0 0 4 2 2 B F -B E C 8 2 2 B F -B D 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.