Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 26
á búnaði og að hitta aðra þátt­ takendur sem eru að fóta sig í sportinu. Boðið er upp á bæði L1 byrjendanámskeið og síðan L2 námskeið fyrir lengra komna. Heimir segir að allir leiðbein­ endur séu með mikla reynslu úr sportinu og hafi stundað vatna­ sport frá unga aldri. Auk þess sé eini ASI SUP INSTRUCTOR kennarinn á Íslandi í teyminu. L1: Byrjendanámskeiðið er fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti og námskeiðið er haldið í öruggu umhverfi á stöðuvatni í nágrenni Reykjavíkur. Þar læra þátttak­ endur allt um SUP sportið, með­ höndlun á búnaðinum, öryggis­ atriði og tæknina við að róa. L2: Námskeiðið er fyrir lengra komna og er örlítið meira krefj­ andi þar sem þátttakendur róa úti á opnu hafi og læra að lesa aðstæð­ ur. Í lokin er farið í skemmtilegan SUP túr í nágrenni Reykjavíkur. Þátttakendur þurfa að hafa klárað L1 til að vera gjaldgengir í L2. SUP námskeið kostar 9.900 kr. Hvataferðir og hópefli fyrir fyrirtæki, vina- og skólahópa Heimir segir að gerð séu tilboð fyrir viðkomandi hóp í SUP hvataferð. Það sé frábær kostur og henti einkar vel til að hrista hópinn saman og ekki síður til að eiga skemmtilegan dag í fallegu umhverfi. „Við sérsníðum pró­ grammið að hverjum hóp fyrir sig en bjóðum jafnframt bæði upp á SUP bretti fyrir einstaklinga og stærri XL bretti þar sem 6­8 manns geta róið saman og reynir það mikið á samskipti, samvinnu og jafnvægi hópsins. Starfsmannadagurinn hjá SUP Iceland er eitthvað sem allir verða að prófa og hentar líka vel sem partur af stærri starfsmannadegi þar sem haldið er áfram í næsta hópefli. Við erum auk þess vel búin og getum boðið upp á akstur fyrir allt að 30 manns til og frá þeim stað þar sem hópeflið fer fram,“ segir hann. Surf námskeið Surf byrjendanámskeiðið er fyrir löngu búið að sanna sig og hefur verið gríðarlega vinsælt frá árinu 2010. „Þar höfum við mest verið að einblína á Íslendinga en höfum verið að fá mikið af ferðamönnum á námskeiðið síðustu ár. Það hefur verið mikil vakning í sörfinu undanfarið og Íslendingar eru að átta sig á að þetta sé virkilega hægt hérna heima. Við fáum auk þess mikið af Íslendingum sem hafa verið að ferðast erlendis og prófað að sörfa þar, koma síðan heim og langar að byggja ofan á þá sörfreynslu og prófa að sörfa við íslenskar aðstæður,“ segir Heimir. Þátttakendur surf námskeiðsins læra undirstöðuna á brettinu í landi, svo er farið yfir öryggis­ atriðin og þátttakendum kennt að lesa hafið og öldurnar. „Svo er farið út í og þátttakendur reyna að stíga sína fyrstu öldu sem er mikill sigur fyrir alla sem eru að prufa í fyrsta skipti. Þetta er eitthvað sem allir jaðarsports­ og úti­ vistarunnendur verða að prófa,“ segir Heimir. Surf námskeið kostar 18.900 kr. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Það jafnast fátt á við að róa úti á vatni eða hafi á fal­legum sumarkvöldum í allri kyrrðinni,“ segir Heimir Berg Hall­ dórsson hjá Adventure Vikings sem býður upp á SUP námskeið auk ýmissar annarrar ævintýra­ ferðamennsku. SUP, eða Stand Up Paddle sem sumir kalla stand­ bretti á íslensku, er eitthvað sem útivistar­ og sjósportsunnendur verða að prófa, segir Heimir. „Þetta er bæði alveg ótrúlega gaman og er líka mikil upplifun.“ Skipti aldur þar nánast engu máli, hvort viðkomandi er 12 ára eða sjötugur, þetta sé eitthvað sem er fyrir alla aldurshópa. „Við fórum af stað með þetta fyrir tveimur árum og höfum verið að kenna áhugasömum Íslend­ ingum á SUP sportið. Fá vinahópa og fyrirtæki í SUP hópefli og fara með erlenda ferðamenn í SUP dagsferðir út á land í f lott landslag. Það hefur tekist ótrúlega vel og við erum vel bókuð út sumarið,“ segir hann. Adventure Vikings er með búnað frá Red Paddle co., aðallega út af gæðunum og veðráttunni á Íslandi. Heimir segir að merkið sé án efa rollsinn á SUP markað­ inum í dag og ráði við þær erfiðu aðstæður sem hér eru allt árið. Brettin eru uppblásanleg og aðeins tekur um fjórar mínútur að blása þau upp. Þau verða mjög stíf og gefa mikið flot. „Við erum að fara með fólk sem hefur enga reynslu og það nær að standa og njóta sín.“ Einn af kostum SUP er hvað brettið er meðfærilegt. Það tekur lítið pláss þegar loftið er farið úr því. „Það er mikið frelsi að geta pakkað þeim saman og ferðast með þau hvert sem er. Það er engin þörf á að eiga pallbíl eða jeppa eða neitt slíkt því brettin pakkast ofan í ferðatösku. Svo notum við þurr­ galla og blautgalla, 5 mm hanska og skó.“ SUP námskeið Adventure Vikings SUP Iceland og Adventure Vikings munu bjóða upp á SUP námskeið seinnipartinn á þriðjudögum í allt sumar í nágrenni Reykja­ víkur. Námskeiðið stendur yfir í 3­4 klukkustundir og þar gefst þátttakendum tækifæri til að læra réttu handtökin, meðhöndlun Við erum að fara með fólk sem hefur enga reynslu og það nær að standa og njóta sín. Heimir Berg Framhald af forsíðu ➛ Adventure Vikings fór af stað með SUP Iceland fyrir tveimur árum og sér ekki fyrir endann á vin- sældum sports- ins. Skiljanlega. Hver vill ekki vera í þessum sporum? MYNDIR/HEIMIR BERG Brettin eru meðfærileg og passa í hvaða skott sem er. „Það er mikið frelsi að geta pakkað þeim saman og ferðast með þau hvert sem er,“ segir Heimir. Surf byrjendanámskeiðið er fyrir löngu búið að sanna sig og hefur verið gríðarlega vinsælt frá árinu 2010. Námskeiðið kostar 18.900 krónur. Í SUP-inu getur fólk séð borgina á nýja vegu, standandi á brettinu og notið. 2 KYNNINGARBLAÐ 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RSJÓSPORT 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -A 8 9 0 2 2 B F -A 7 5 4 2 2 B F -A 6 1 8 2 2 B F -A 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.