Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 28
Ég man að ég sá skuggann á öldunni og hugsaði: Þessi verður stór,“ rifjaði Rodrigo Koxa, heimsmethafi í brimreiðum, upp fyrir skemmstu í samtali við Smith sonian-vefinn. Koxa fór niður rúmlega 24 metra öldu við strendur Nazaré í Portúgal og hirti metið af goðsögninni Garrett McNamara. Koxa rifjaði upp þennan dag fyrir skömmu. Þegar hann fór niður ölduna stóru í nóvember 2017 voru liðin þrjú ár frá því að hann stórslasaðist við sömu iðju á sama stað. „Ég lét næstum lífið þann dag. Það slokknaði á mér og þetta var hræðilegur tími í lífi mínu,“ rifjaði Koxa upp. Hann missti styrktaraðilana og átti erfitt með svefn. En hann komst á fætur og skellti sér á brettið á ný. Hann hafði alltaf dreymt um að vera brimbrettamaður sem svífur niður þessar ógnarstóru öldur. Hann byrjaði ungur á brimbretti og frétti af Nazaré í gegnum téðan McNam- ara. „Hann er eins og stóri bróðir fyrir mér. Hann fór með mig upp í Meistaradeildina,“ segir Koxa. McNamara kynnti ekki aðeins risaöldur Nazaré fyrir Koxa því þessi einstaki ofurhugi kynnti heiminum staðinn sem nú er þekktur fyrir að vera með ótrú- legar öldur. Gífurlegur fjöldi mætir í þetta litla þorp í Portúgal á ári hverju til að láta reyna á hæfileika sína og enn f leiri mæta til að horfa á. „Einhvern veginn setti ég alla mína hræðslu til hliðar þegar ég sá hvað var í vændum. Ég veit reyndar ekkert hvert hræðslan fór því ég hafði aldrei séð aðra eins öldu. Ég var á réttum stað á réttum tíma og ég þurfti að fara nánast beina leið niður. Aldan var allan tímann á eftir mér og reyndi að gleypa mig og ég heyrði vel í henni,“ sagði Koxa. Sá fyrsti til að hringja í Koxa eftir að metið var staðfest í nóvem- ber í fyrra var McNamara. Risaöldur Nazaré Rodrigo Koxa á heimsmetið í því að fara niður stærsta öldu á brimbretti. Fyrra metið var í eigu leiðbeinanda hans, Garretts McNamara, sem kynnti Nazaré fyrir ofurhugum heimsins. 22 metrar var sviðið hjá Guns N’Roses í Laugardalnum. 30 metrar verður hæsta tré landsins árið 2021 sam- kvæmt vef Skógræktarinnar. 24 metrar er málverk Errós í Breiðholti. 23 metra há er eystri stálbrúin yfir Elliðaár. 22 metrar voru í markið þegar Gylfi Þór skor- aði gegn Leicester í vetur. Gamla brýnið, Ástralinn Ross Clarke-Jones sem er orðinn 52 ára, hendir sér niður ofuröldu í janúar. NORDICPHOTOS/GETTY Breski ofurhuginn Andrew Cotton alveg við það að sleppa úr klóm einnar öldunnar við strendur Nazaré. Sebastian Steudtner frá Þýskalandi reynir fyrir sér. Áhorfendur fylgjast spenntir með ferðalagi hans. Rodrigo Koxa með skjalið sem sýnir að Heimsmeta- bók Guinness hafi staðfest öldumetið hans. Hér er Koxa á ferðinni en merkilegt nokk er þetta ekki aldan sem hann setti heimsmetið á heldur önnur minni. ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4980 info@yamaha.is www.yamaha.is Vandaðir utanborðs- mótorar í mörgum stærðum F2,5 - F350 FULLAN MÓTOR! KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á WWW.YAMAHA.IS 4 KYNNINGARBLAÐ 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RSJÓSPORT 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -9 4 D 0 2 2 B F -9 3 9 4 2 2 B F -9 2 5 8 2 2 B F -9 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.