Fréttablaðið - 05.04.2019, Page 30
Hafsport í Kópa-
vogi býður upp
á gott úrval af
vörum tengdum
sjósporti, þar á
meðal gott úrval
af kajökum og
sjósundsvörum.
Verslunin Hafsport í Kópa-vogi býður upp á gott úrval af vörum tengdum sjósporti,
þar á meðal gott úrval af kajökum
og sjósundsvörum, segir Þorvaldur
Haf berg, eigandi Hafsports. „Vin-
sældir kajaksportsins hafa vaxið
gífurlega mikið á undanförnum
árum og verslun okkar býður upp
á vandaða, stöðuga kajaka sem
einfalt er að taka með í stutta túra
og í fríið. Kajakarnir okkar eru
þannig búnir að auðvelt er að taka
þá í sundur, skella þeim í
skottið eða hjólhýsið,
og bruna af stað. Við
teljum að kajak-
sportið eigi eftir
að vaxa mikið því
þetta er skemmti-
legt sport sem allir
geta tekið þátt í.“
Úrvalið af
kajökum og vörum
þeim tengdum er
mikið og ættu allir
að finna eitthvað
við sitt hæfi bætir
Þorvaldur við. „Við bjóðum
upp á veiðikajaka, kajaka
fyrir byrjendur og fyrir lengra
komna. Einnig bjóðum við upp á
vönduð björgunarvesti, léttar árar
þar sem hægt er að stilla lengdina,
þurrgalla, svuntur, helstu fylgi-
hluti og varahluti.“
Sjósundið vinsælt
Sjósund er önnur íþrótt sem hefur
notið sífellt meiri vinsælda undan-
farin ár og Hafsport þjónar þeim
ört stækkandi hópi með úrvali
af vönduðum vörum. „Bæjar-
félög víða um land hafa sett upp
aðstöðu fyrir sjósundsfólk en
sjóböð eru þekkt fyrir að styrkja
ofnæmiskerfið og vera einstaklega
góð fyrir húðina þar sem sjórinn
er ríkur af steinefnum. Við bjóðum
upp á allan búnað sem hentar í
sjósundið, t.d. hanska, skóbúnað,
sundgleraugu, sundhettur og
sundfatnað. Nýjasta varan okkar
er vind- og vatnshelt ponsjó sem
frábært er að skella yfir sig þegar
komið er upp úr köldum sjónum.
Allur sjósundsfatnaður sem við
seljum er úr endurunnu efni en
framleiðandinn er í samvinnu
við kafara og kajakræðara sem
hreinsa strandlengjur af nælon-
netum og endurvinna efnið í
sundfatnað.“
Mikið úrval
Utan ofangreindra
vara býður Hafsport
upp á gott úrval vara
fyrir þá sem vilja
stunda fjölbreytta og
skemmtilega útivist.
„Yfir sumartímann er
mjög vinsælt að
snorkla, bæði hér heima og
erlendis og bjóðum við m.a. upp á
sett til sölu sem inniheldur grímu,
öndunarpípu og froskalappir.
Einnig bjóðum við upp á mikið
úrval af köfunarvörum frá öllum
helstu framleiðendum sem og
viðhaldsþjónustu á slíkum búnaði.
Sjóskórnir okkar hafa verið gífur-
lega vinsælir til að hafa meðferðis
í gönguferðir út um allan heim
þar sem vaðið er yfir ár og fyrir
ströndina. Hér má finna gott úrval
af sundfatnaði fyrir allan aldur og
fylgihluti og einnig utanborðsmót-
ora, báta, björgunarvesti, öryggis-
hjálma og köfunarvörur.“
Allar nánari upplýsingar má finna
í nýrri vefverslun Hafsports,
www.hafsport.is.
Frábært úrval fyrir sjósportið
„Við bjóðum upp á allan búnað sem hentar í sjósundið, t.d. hanska, skóbúnað, sundgleraugu, sundhettur og
sundfatnað,“ segir Þorvaldur Hafberg, eigandi Hafsports sem er til húsa í Kópavoginum. MYND/ERNIR
Það eru rúmlega þrjú og hálft ár síðan Heiða Mjöll Stefáns-dóttir hjúkrunarfræðingur
hóf að stunda sjósund sem hún
segir eina bestu ákvörðun lífs síns.
„Á þessum tíma var ég í nokkur
ár búin að kljást við óútskýrð
veikindi sem líklegast voru tengt
rakaskemmdum. Þeim fylgdu ýmis
undarleg einkenni, meðal annars
þau að mér var alltaf rosalega kalt
og var ég farin að nota nýtt hugtak,
sem var að mér væri „innankalt“.
Það var því heilsubrestur sem rak
mig út í sjósundið en þá prófar
maður gjarnan ótrúlegustu hluti
og jafnvel misgáfulega. Af öllu því
sem ég hef prófað er þetta það allra
gjöfulasta sem ég hef nokkru sinni
reynt. Og það besta að ekki þarf að
bíða eftir áhrifum, heldur finnur
maður þau strax. Sem hjúkrunar-
fræðingur hef ég mikinn áhuga
á öllu sem viðkemur heilsu. Ég
hafði því kynnt mér nokkuð áhrif
kuldaþjálfunar á heilsufar og þótti
mjög athyglisvert að hljóta strax
ávinning af þessum „hryllingi“.“
Ekki aftur snúið
Það var seinni hluta sumars 2016
þegar Heiða stakk sér fyrst í svalan
sjóinn í Nauthólsvík í Reykjavík.
„Góð vinkona bauð mér með og
ég ákvað strax að taka þetta alla
leið. Ég keypti sjósundshanska,
galla, skó og hettu og hafði þar með
enga afsökun fyrir því að fara ekki.
Þegar ég byrjaði í sjósundi þótti
mér alveg makalaust hvað allir
voru glaðir, gefandi og miklir vinir.
Í sjósundssamfélaginu ríkir mikill
kærleikur milli allra og allt er svo
viðráðanlegt og skemmtilegt.
Þarna var eitthvað alveg nýtt að
gerast. Ég las því allt sem ég komst
yfir um þetta málefni og komst að
því að enska orðatiltækið „high on
your own supply“ á svo sannarlega
við um sjósundið.“
Allir kátir og glaðir
Hún segir að samkvæmt rann-
sóknum séu vísbendingar um
að sund í köldum sjó geti hraðað
efnaskiptum„Það verður aukning
á framleiðslu á norepinephrins,
sem er adrenalín og heldur okkur
skörpum, og einni endorfíni
sem gerir okkur kát og glöð. Með
öðrum orðum komst ég að því að
þarna var mögulega hægt að verða
uppdópaður af lífinu sjálfu. Dagný
Hermannsdóttir frænka mín sagði
mér eftir nokkur skipti að sjó-
sundið væri besta verkjameðferð
sem hún hefði fundið og aukaverk-
anir væru bara gleði og orka. Ég hef
heyrt f leira segja svipaða hluti auk
þess að fá bót við bólgum, verkjum,
kvíða og ýmsum öðrum kvillum.“
Engin keppni
Hún hvetur sem flesta til að prófa
sjósundið. „Þegar maður finnur
svona fjársjóð vill maður deila eins
og enginn sé morgundagurinn.
Þegar byrjað er í sjósundi skiptir
félagsskapurinn öllu máli. Hlustið
og berið virðingu fyrir áralangri
visku félaganna og munið að sjó-
sund er ekki keppni. Það er hægt
að byrja hvenær sem er yfir árið og
hægt að fjárfesta í ýmsum búnaði til
að verjast mesta kuldanum. En það
sem skipti öllu máli er hvernig hug-
urinn er stemmdur. Auk þess þarf
að huga að almennum atriðum eins
og að vera vel sofin, vel nærð og vel
upplýst. Gefið ykkur tíma til þess
að jafna ykkur eftir umgangspestir,
kvef eða annað slíkt áður en farið er
aftur á stað í sjósund. Ylströndin og
ýmsar sérverslanir selja búnað sem
þarf til sjósunds en skynsemina er
ekki hægt að kaupa. Fyrir þá sem
glíma við sjúkdóma eða önnur
heilsufarsvandamál mæli ég alltaf
með því að viðkomandi ræði við
lækni áður en byrjað er.“
Nánari upplýsingar fyrir
byrjendur má m.a. finna á
nautholsvik.is/sjosund.
Ein besta ákvörðun lífsins
Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur segir sjósund vera bestu verkjameðferð sem hún
hefur fundið. Einu aukaverkanirnar eru gleði og orka og félagsskapurinn er frábær og gefandi.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Heiða Mjöll Stefánsdóttir, aftast fyrir miðri mynd, ásamt hressum sjósundsfélögum. MYND/LAUFEY G. SIGURÐARDÓTTIR
6 KYNNINGARBLAÐ 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RSJÓSPORT
0
5
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
B
F
-9
9
C
0
2
2
B
F
-9
8
8
4
2
2
B
F
-9
7
4
8
2
2
B
F
-9
6
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K