Fréttablaðið - 05.04.2019, Page 31

Fréttablaðið - 05.04.2019, Page 31
Eftir að ákvörðun var tekin um að keppa á brimbrettum á Ólympíuleikunum í Tókýó fór af stað mikil umræða um hvort það ætti að keppa í sjó eða í til- búnum laugum. Eftir japl og jaml og fuður var ákveðið að keppnin skyldi haldin á Shida-ströndinni, rúma 40 kílómetra frá Tókýó. Flestir höfðu spáð því að kepp- endur myndu fá sömu öldu yfir sig og kepptu við sömu aðstæður en þess í stað verður látið reyna á náttúruna sjálfa. Kelly Slater, sem er af mörgum talinn vera einn besti brimbretta- maður allra tíma, hefur búið til tækni sem getur hermt eftir öldum og er hann víst tilbúinn með öll tæki og tól í Tókýó, samkvæmt erlendum miðlum. Það hefur þó ekki verið staðfest af neinum stóru miðlanna. 20 karlar og 20 konur munu keppa á brimbrettum og er talað um að sjálfur Slater muni keppa fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann er orðinn 48 ára og ekki víst að yngri kynslóðin tengi neitt sér- staklega við hann. Markmiðið er jú að auka vinsældir brimbretta meðal yngra fólks og ef það tekst ekki er líklegt að brimreiðar verði ekki aftur á dagskrá á Ólympíu- leikunum. Keppt á brimbrettum á ÓL Brimreiðar eru meðal þeirra greina sem verður keppt í á Sumarólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Tvær aðrar nýjar greinar koma inn í hefðbundinn íþróttapakka leikanna, hjólabretti og í klifur. Hér má sjá hverni vélin hans Kellys Slater virkar. Sama alda handa öllum en trúlega verður ekki keppt með hjálp tækisins á Ólympíu- leikunum. Johanne Defay frá Frakkalandi tók þátt í móti Kellys Slater þar sem vélin var reynd í fyrsta sinn. Defay verður líklega kepp- andi Frakk- lands í Tókýó. Camilla Kemp frá Portúgal sýnir listir sínar í Senegal í World Surf League. Kóngurinn sjálfur, Kelly Slater frá Bandaríkj- unum, á einni öldunni. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is P IP A R \T B W A • S ÍA Pantanir í 515 1100, pontun@olis.is eða olis.is/batar OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. Pioner eru heilsteyptir, norskir plastbátar, sterkir, léttir og liprir sem þurfa lítið viðhald og endast lengi. Þeir fást í nokkrum stærðum og litum en allir Pioner bátar eru með tvöfaldan byrðing, þola hitabreytingar vel og henta vel fyrir íslenskar aðstæður, jafnt í ferskvatni og sjó. Í Pioner bátana fást aukahlutir eins og handrið að framan og púðar í sæti. Það fer eftir gerð hvaða aukahluti er hægt að fá. ISO-vottað með tilliti til gæða og umhverfis. PIONER PLASTBÁTAR KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 5 . A P R Í L 2 0 1 9 SJÓSPORT 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -A 8 9 0 2 2 B F -A 7 5 4 2 2 B F -A 6 1 8 2 2 B F -A 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.