Fréttablaðið - 05.04.2019, Page 32

Fréttablaðið - 05.04.2019, Page 32
 8 KYNNINGARBLAÐ 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RSJÓSPORT Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja Einhverfan mín er bara hluti af mér og verður það alltaf Á Íslandi hafa flúðasiglingar í straumþungum ám verið stundaðar síðustu áratugi, bæði af djörfu áhugafólki og í seinni tíð af Íslendingum jafnt sem erlendum ferðamönnum sem boðist hefur að kynnast þessu magnaða sporti með fagfólki. Í boði hafa verið siglingar meðal annars niður Hvítá, Blöndu og vestari og austari Jökulsá í Skaga- firði, svo einhver dæmi séu tekin. Fyrir þá sem kjósa mikla spennu er tilvalið að fara í f lúðasiglingu niður Jökulsá vestari eða Jökulsá austari. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og æ fleiri hafa reynt þessar ævintýralegu ferðir enda gljúfrin sem siglt er um ein- stök náttúruundur. Flúðasigling er fjörleg afþreying fyrir alla fjölskylduna og fyrir yngstu og elstu meðlimina hentar ef til vill best að fara niður Blöndu en það er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur með ung börn. Lands- lagið meðfram ánni er fallegt, vatnshraðinn lítill svo nýtt sjónar- horn á náttúruna nýtur sín vel. Þeir sem eru 12 ára og eldri geta farið á vestari Jökulsá og sú austari er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri, búa yfir svolítilli reynslu og langar að reyna meira á sig. Þegar siglt er niður árnar blasir hvarvetna á leiðinni við stórbrotin náttúra og merkir staðir. Frábær blanda af spennu og skagfirskri náttúrufeg- urð. Fyrir þessum siglingum hafa farið reyndir íslenskir og erlendir leiðsögumenn og er fyllsta öryggis jafnan gætt í f lúðasiglingunum. Flúðasiglingar í áratugi Það er fátt skemmtilegra en að sigla niður flúðir í íslensku umhverfi. Veiði í þeim óteljandi vötnum sem silungur lifir í er alltaf skemmtileg iðja, ekki síst í gegnum ís. Nú er sá tími reyndar að verða liðinn þennan veturinn þó að ís liggi ennþá yfir þeim vötnum sem standa hátt. Ef ís helst traustur þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér í ísdorg. Það þarf í raun ekki merkilegan útbúnað fyrir þá sem vilja prófa. Öllu jöfnu er auð- sótt að fá leyfi hjá landeigendum sé ís traustur. Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa sig áfram í dorgveiðinni, þá er þetta í sjálfu sér ekki mjög flókið og krefst ekki mikils búnaðar, a.m.k. ekki svona til að byrja með. Helsti búnaðurinn sem þarf er ísbor, ausa með götum til að moka upp úr holunni þegar búið er að bora, lítil veiðistöng eða dorgstöng og svo þarf auðvitað beitu. Hægt er að fá þennan útbúnað í flestum veiðivöruverslunum. Auðvitað má svo flækja þetta og bæta við meiri og sérhæfðari búnaði eins og letingja, snjóþotu, broddum á skóna, dýptarmæli, myndavél til að skoða ofan í holuna, bensínbor og ýmsu öðru sem hægt er að telja upp og gerir sportið skemmtilegra með tímanum. Gott er að vera með stóla eða dýnu til að liggja á. Einnig er nauðsynlegt að klæða sig vel! Rétt er þó að huga sér- staklega vel að örygginu, t.d. hafa ísbrodda um hálsinn þannig að ef þú ferð niður um vök getirðu kraflað þig upp aftur. Gott er að vera ávallt með band eða línu og vera alltaf tveir eða tvö saman. Einnig eru til sérstakir kuldagallar sem hafa floteiginleika en ekki sjálfgefið að þeir fáist hér á landi. Hægt er að dorga í öllum vötnum sem frjósa og þarf ísinn að vera a.m.k. 10-15 cm þykkur. Skemmti- legast er að dorga undir ís sem er glær því þá sér maður auðveldlega í gegn. Einnig er mjög skemmtilegt að horfa ofan í holu og sjá fiskinn koma og skoða beituna og náttúru- lega líka þegar hann tekur. Þetta er auðvelt þegar dýpið er ekki mikið og skyggnið gott undir ísnum. Ekki leyfa þó allir landeigendur að dorgað sé í vötnum þeirra, þó svo margir skilji ekki rök þeirra enda er þetta sport eins og hvað annað þar sem hver tekur ábyrgð á sjálfum sér og varla er ásókn það mikil að hún hafi neikvæð áhrif á fiskistofna. Ísdorg er skemmtileg iðja Það þarf ekki mikið til að byrja í ísdorgveiði en betra að fara varlega. 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B F -A D 8 0 2 2 B F -A C 4 4 2 2 B F -A B 0 8 2 2 B F -A 9 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.