Fréttablaðið - 05.04.2019, Side 46

Fréttablaðið - 05.04.2019, Side 46
Það var gríðarleg stemm-ing í Borgarleikhúsinu laugardaginn 30. mars þegar undankeppni fyrir Dance World Cup var haldin í fyrsta sinn hér á landi. Foreldrar, systkini og vinir voru mætt til að styðja sitt fólk og skólafélagar létu vel í sér heyra fyrir og eftir atriðin. Það var greinilega mikil spenna fyrir því að komast í „landslið“ Íslands í sviðs- dansi fyrir 25 ára og yngri. Alls voru 300 einstaklingar skráðir í keppni á aldrinum 6 ára til 25 ára en sá fjöldi var miklu meiri en skipuleggjendur höfðu gert ráð fyrir. Keppt var í fjór- um aldurshópum; níu ára og yngri, tíu til þrettán, fjórtán til sautján og átján til tuttugu og fimm og í mis- munandi flokkum eftir fjölda nem- enda í atriði, þ.e. eindansi, tví- og þrídansi, litlum hópum og stórum hópum. Lokakeppnin í Portúgal Í Dance World Cup er öllum stílum sviðsdansins gert jafn hátt undir höfði. Í keppninni í Borgarleikhús- inu var keppt í f lokkunum hip hop, street dance, commercial dance, nútímadansi, lyrical, ballett, sam- tímadansi, akróbatik, steppi, djass- dansi, söngleikjadansi, söng og dansi og show dansi. Þannig voru krakkar og ungmenni frá mismun- andi dansskólum og mismunandi stílum leidd saman á einn stað til að keppa um sæti í lokakeppninni sem haldin verður í Braga í Portúgal í júní þetta árið. Veitt eru verðlaun í hverju flokki fyrir sig en til að öðlast þátttökurétt í lokakeppninni þurftu einstaklingar og eða hópar að ná lámarksstigafjölda fyrir atriðin sín. Miðað við hvað stór hópur náði því lágmarki þá er dansmenntun hér á landi í góðu málum. Árleg keppni Dance World Cup er alþjóðleg keppni í sviðsdansi fyrir nemendur og unga dansara (ekki atvinnudans- ara) undir 25 ára. Hún hefur verið haldin árlega síðan 2004 til skiptis í þátttökulöndunum og er markmið keppninnar að gefa börnum og ungu fólki sem stundar hina fjölbreytt- ustu stíla sviðdansins tækifæri til að hittast, reyna með sér, kynnast, fara í tíma hjá færustu kennurum og ekki síst að sjá hvað aðrir eru að gera. Hugmyndina að keppninni má rekja til danskeppninnar All Eng- land sem haldin hefur verið frá 1923 fyrir börn og unglinga sem stunda alla mögulega stíla sviðsdansins. Þaðan þróaðist hún til Þýskalands en árið 1983 var fyrsta danskeppnin með þessu sniði haldin í München. Sú keppni átti eftir að draga til sín börn og ungmenni frá öðrum lönd- um auk þess sem keppnir með þessu sniði spruttu upp út um allan heim. Það var svo 2004 sem ákveðið var að taka hugmyndina lengra og stofna til alþjóðlegrar keppni í þessum anda undir nafninu Dance World Cup. Árið 2018 tóku um tuttugu og fimm þúsund nemendur frá 54 lönd- um þátt í undankeppnum fyrir hina eiginlegu lokakeppni sem haldin var í borginni Sitges á Spáni en þar voru um fimm þúsund nemendur saman komnir ásamt kennurum, foreldr- um og öðrum stuðningsaðilum. Kvenleg orka Það eru dansskólarnir sem standa á bak við skráningu nemenda sinna og það er frábært að sjá hversu margir skólar eru starf- andi hér á landi en þátttakendur í undankeppninni komu frá 15 dansskólum, flestum af suðvestur- horninu en einnig Akureyri. Fjöldi nemenda sem tóku þátt og þeirra sem unnu sér inn þátttökurétt í lokakeppninni sýnir glögglega að mjög gott starf er unnið í öllum þessum skólum. Undankeppnin í Borgarleikhúsinu var eins og aðrir viðburðir tengdir dansi lituð af kvenlegri orku. Stúlkur voru í miklum meirihluta keppenda, aðeins örfáir strákar stigu á svið. Dansinn er hugðarefni stelpna og því er það ótrúlega mikilvægt starf í þágu tómstunda fyrir stúlkur sem unnið er í þeim skólum sem sendu fulltrúa í keppnina. Þessir skólar eru grunnurinn að tómstundavali hundraða stúlkna. Skólar sem allir eru til vegna dugnaðar kvenna sem leggja allt sitt í rekstur þeirra. Sesselja G. Magnúsdóttir DANSINN ER HUGÐAR- EFNI STELPNA OG ÞVÍ ER ÞAÐ ÓTRÚLEGA MIKILVÆGT STARF Í ÞÁGU TÓMSTUNDA FYRIR STÚLKUR SEM UNNIÐ ER Í ÞEIM SKÓLUM SEM SENDU FULLTRÚA Í KEPPNINA. Landslið í sviðsdansi horfir til Portúgals Alls voru 300 einstaklingar skráðir í keppnina sem var mun meira en búist hafði verið við. MYNDIR/JÓHANN JÓHANNSSON Stúlkur voru í miklum meirihluta keppenda. Undankeppnin fyrir Dance World Cup var í fyrsta sinn haldin hér á landi. Sjálf keppnin fer fram í Portú- gal í júní. Sesselja G. Magnúsdóttir mætti í Borgarleik- húsið og fylgdist með hinum ungu dönsurum. Síðastliðinn sunnudag lauk vel heppnaðri þriggja daga bóka-messu sem haldin var í hafnar- borginni Gdansk í Póllandi. Ísland var heiðursgestur messunnar og höfundunum frá Íslandi var afar vel tekið og sýndu Pólverjar þeim og íslenskum bókmenntum einstak- lega mikinn áhuga. Fjölmenni var á messunni alla dagana og fjölbreytt dagskrá; pallborð, upplestrar, vinnustofur og fleiri viðburðir sem voru vel sóttir og messustaðurinn, Polish Baltic Philharmonic, iðaði af lífi. R it höf u ndar nir Ha llg r ímu r Helgason, Einar Kárason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir voru sérstakir heiðursgestir messunnar og tóku öll þátt í pallborði um bækur sínar, íslenskar bókmenntir, þýðingar, menningu, stjórnmál og annað sem brann á spyrlunum og gestum messunnar sem tóku virkan þátt í málstofum. Á íslenska básnum voru nýjar íslenskar bækur sem og bækur eftir íslenska höfunda í pólskri þýð- ingu. Einar Kárason ræddi við Agötu Lubowicka og Karolinu Droz- dowska frá pólsku þýðendasam- tökunum um norrænar bókmenntir fyrir fullu húsi. Hann tók einnig þátt í pallborði með pólskum útgef- anda sínum, Marpress, þar sem rætt var um Stormfugla, sem von er á í pólskri þýðingu í haust. Útvarpið í Gdansk tók einnig viðtal við Einar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við bókmenntablaðamann- inn Adam Szaja um bækur sínar en Eyland kom út í Póllandi á síðasta ári og von er á Hinu heilaga orði í pólskri þýðingu Jacek Godek á næstunni. Að því loknu áritaði Sig- ríður Eyland, eða Wyspu eins og hún heitir á pólsku, fyrir áhuga- sama og seldist upplag útgefandans upp á staðnum. Hallgrímur Helgason tók þátt í pallborði um lýðræði og bókmennt- ir. Með Hallgrími voru borgarstjóri Gdansk, Aleksandra Dulkiewicz, og höfundurinn Tomasz Swoboda. Elísabet Kristín Jökulsdóttir var einnig í málstofu um verk sín, líf og skáldskap og las upp úr ljóðabók- inni Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett og einnig las þekkt pólsk leikkona, Małgorzaty Brajner, ljóð úr bókinni í pólskri þýðingu Jacek Godek. – kb Íslenskum rithöfundum vel tekið í Gdansk Sigríður Hagalín Björnsdóttir áritar kampakát pólsku útgáfuna af Eylandi. 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B F -A 3 A 0 2 2 B F -A 2 6 4 2 2 B F -A 1 2 8 2 2 B F -9 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.