Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 2
Veður
Léttskýjað að mestu S-til á landinu,
en skýjað og stöku él norðan
heiða. Austan 3-13, hvassast syðst.
Skýjað og úrkomulítið A-lands,
annars bjart með köflum. Hiti 2 til
8 stig að deginum, en víða nætur-
frost. SJÁ SÍÐU 44
Þjóðleg hefð í Kvennaskólanum
Hinn árlegi peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík var haldinn hátíðlegur í gær.
Að vanda klæddu nemendur á öðru ári sig upp í íslenskan búning og skemmtu sér og
öðrum með þjóðlegum söng og dansi í Miðbæjarskólaportinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁVALLT SÓL SKÍN
SÓLARFERÐ
VERÐ FRÁ 75.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
DÓMSMÁL „Þetta hlýtur að opna
leiðir fyrir lögreglu til að sekta öku-
menn bifreiða vegna upplýsinga
sem fengnar eru úr staðsetningar-
tækjum ökutækja,“ segir Haukur
Örn Birgisson, lögmaður Magnúsar
Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra
United Silicon.
Landsréttur staðfesti dóm Hér-
aðsdóms Reykjaness, sem dæmt
hafði Magnús í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir hrað-
akstur á Reykjanesbraut. Ákæru-
valdið hafði áfrýjað dómnum
til Landsréttar og gerði þá kröfu
að Tesla-bifreið forstjórans fyrr-
verandi yrði gerð upptæk. Héraðs-
dómur hafði hafnað því en Lands-
réttur féllst á kröfuna í dag.
Haukur segir í samtali við Frétta-
blaðið að Magnús hafi fulla ástæðu
til að vera ósáttur við dóminn.
Dómstóllinn hafi verið að leggja
blessun sína yfir nýja tegund af
hraðamælingum bifreiða. „Hingað
til hafa skilyrði sem gilda í hrað-
akstursmálum verið ströng. Þau
hafa snúist um radarmælingar og
strangar kröfur verið gerðar til lög-
reglu og útbúnaðar,“ segir Haukur.
Nú hafi hins vegar verið fallist á að
byggja dóminn á upplýsingum úr
hraðarita bíls, búnaði sem nú sé til
staðar í f lestum nýjum bílum. – bg
Magnús sviptur
Tesla-bílnum
Magnús Garðarsson fékk fjögurra
mánaða skilorð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Fleiri myndir er að finna á +Plússíðu Frétta-
blaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-
appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
STJÓRNMÁL Gunnar Bragi Sveins-
son, þingmaður Miðf lokksins, er
farinn í leyfi frá þingstörfum. For-
mönnum og þingflokksformönnum
flokka á Alþingi var send tilkynning
þess efnis í gær.
Ekki náðist í Gunnar Braga í gær.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður
Miðf lokksins, varðist fregna um
leyfið en sagði að breytingar yrðu
tilkynntar á mánudag, ef þær yrðu,
þegar varamaður myndi þá taka við
af Gunnari. Hann sagðist ekki vita
hvers vegna Gunnar Bragi ætlaði í
leyfi frá þingstörfum.
Gunnar Bragi fór í leyfi í nóvem-
ber vegna Klausturmálsins ásamt
Bergþóri Ólasyni og sneru þeir báðir
aftur 24. janúar síðastliðinn. – la
Gunnar Bragi
farinn í leyfi
Gunnar Bragi
Sveinsson.
VINNUMARKAÐUR „Fólk um allan
heim er að hugsa um framtíð vinn-
unnar af því að breytingarnar hafa
verið svo hraðar. Við getum horft
til þátta eins og tækninnar, lofts-
lagsbreytinga, lýðfræðinnar og
hnattvæðingarinnar. Það er verið
að spyrja grundvallarspurninga
um hvernig vinnan verði í fram-
tíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
(ILO).
Ryder var í vikunni meðal fyrir-
lesara á alþjóðlegri ráðstefnu í
Hörpu sem haldin var í samvinnu
ILO og Norrænu ráðherranefndar-
innar. ILO fagnar á árinu hundrað
ára afmæli sínu og af því tilefni
var hleypt af stokkunum sérstöku
verkefni sem fjallar um framtíð
vinnunnar.
„Það er okkur hjá ILO hvatning
að horfa til Norðurlandanna sem
eru svo oft á toppnum þegar kemur
að málefnum vinnumarkaðarins
og f leiri málaf lokkum. Þau eru
mjög virk í þessari framtíðar-
vinnu,“ segir Guy Ryder.
Hann segir mikilvægt að huga
að því hvernig eigi að undirbúa
fólk fyrir þær breytingar sem fram
undan eru. „Við erum stödd í miðju
breytingaferli. Stóru skilaboðin
sem við viljum koma á framfæri
eru þau að framtíðin er ekki ráðin.
Framtíðin bíður ekki eftir því að
gerast. Við þurfum að skapa fram-
tíðina og móta hana.“
Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar
vinnumarkaðar og samfélög að
ræða þessi mál. „Því á endanum
snýst það hvernig við störfum í
framtíðinni um framtíð okkar
samfélaga. Þetta snýst um jafn-
rétti, þátttöku, hamingju og efnis-
lega velferð.“
Aðspurður segir Ryder að þessir
aðilar séu í dag ekki undirbúnir
að fullu fyrir komandi breytingar.
Það sé hins vegar hvetjandi að þessi
umræða eigi sér nú stað.
„Fólk er að tala um vinnuna
á hátt sem ég hef ekki upplifað í
langan tíma. Við höfum oft þurft
að glíma við vandamál tengd
fjármálakerfinu, viðskiptum eða
umhverf ismálum. Vinnumálin
hafa að einhverju leyti orðið út
undan.“
Ryder segist ekki hafa áhyggjur
af því að framtíðin feli það í sér
að það verði viðvarandi skortur á
störfum.
„Fyrir 20 árum voru einhverjir
fræðimenn að tala um endalok
vinnunnar. Vélmenni myndu taka
yfir störfin og við gætum bara setið
heima og haft það gott. Ég held að
fólk sé hætt að tala svona.“
Fram undan séu þó gríðarlegar
breytingar á vinnuumhverfinu.
„Fólk mun þurfa að færa sig yfir í
tegundir starfa sem eru ekki enn þá
til í dag. Ég held við séum að upp-
lifa mikið umrót í vinnuumhverfi
heimsins, sennilega á skala sem við
höfum ekki séð áður. Við munum
hvorki sjá endalok vinnunnar né
mikinn skort á störfum. En við
munum sjá miklar breytingar sem
við þurfum að ná stjórn á og gera
það vel.“ sighvatur@frettabladid.is
Þurfum að skapa og
móta framtíðina
Forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar segir að þótt gríðarlegar breyt-
ingar séu í farvatninu á vinnuumhverfi heimsins óttist hann ekki varanleg-
an skort á störfum. Hins vegar megum við ekki bara bíða eftir framtíðinni.
Framtíð vinnunnar var rædd á ráðstefnunni FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Guy Ryder,
forstjóri ILO.
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
1
-E
6
8
C
2
2
C
1
-E
5
5
0
2
2
C
1
-E
4
1
4
2
2
C
1
-E
2
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K