Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 6
Ég tel mjög brýnt að
brugðist verði við
eins fljótt og auðið er
Benedikt Bogason, stjórnarfor-
maður Dómstólasýslunnar
Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna verður
haldinn þriðjudaginn 16. apríl 2019, kl. 18.00,
á Stórhöfða 31, fundarsalur 4. hæð.
AÐALFUNDUR 2019
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins
Umræða um skýrslu stjórnar
Kosningar
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Kveðja, stjórn Félags íslenzkra símanna
Vertu með í
páskaleik Góu
á goa.is!
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr
Vinnustaðanámssjóði.
Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna
vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur
hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsóknarfrestur er til 19. nóvember 2019, kl. 16:00.
Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til
þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám
sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim
kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.
Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á
www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir
Skúli Leifsson, sími 515 5843,
skuli.leifsson@rannis.is
Vinnustaðanámssjóður
Umsóknarfrestur til 19. nóvember
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
DÓMSMÁL Landsréttarmálið var
ekki til umræðu í ríkisstjórn í
vikunni en tæpar fjórar vikur eru
síðan Mannréttindadómstóll Evr-
ópu kvað upp dóm þess efnis að
það samræmdist ekki ákvæði sátt-
málans um réttláta málsmeðferð að
dómarar sem ekki voru skipaðir í
samræmi við réttar málsmeðferðar-
reglur dæmi mál.
Landsréttur starfar ekki af fullum
krafti eftir dóminn og töluverð
óvissa ríkir bæði vegna mögu-
legs málskots til efri deildar MDE
og þess hvernig skipan Landsréttar
verður á næstu misserum og til
frambúðar vegna dómsins.
„Ég tel mjög brýnt að brugðist
verði við eins f ljótt og auðið er því
það er augljóst að Landsréttur getur
ekki sinnt sínu hlutverki með góðu
móti þegar fjórir dómarar af fimm-
tán eru ekki að störfum,“ segir Bene-
dikt Bogason, stjórnarformaður
Dómstólasýslunnar.
Benedikt segir að því lengri töf
sem verði á því að ákvarðanir verði
teknar um viðbrögð við dóminum,
því meiri dráttur verði á meðferð
mála við Landsrétt. „Það er mjög
bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef
dráttur byrjar að verða á meðferð
mála getur sá vandi undið upp á sig
á skömmum tíma og orðið erfiður
viðureignar,“ segir Benedikt.
Þær ákvarðanir sem þarf að taka í
kjölfar dómsins eru tvíþættar. Ann-
ars vegar þarf að ákveða hvort mál-
inu verði skotið til efri deildar MDE
en mjög skiptar skoðanir hafa verið
um það meðal stjórnmálamanna,
dómara og fræðimanna.
Hins vegar þarf ákveða til hvaða
ráðstafana verður gripið til að
tryggja eðlilega virkni Landsréttar
en ákvarðanir þess efnis bíða
væntanlega þangað til fyrir liggur
hvort leitað verði endurskoðunar
dómsins. Verði slíkrar endurskoð-
unar leitað þarf að tryggja virkni
réttarins meðan óvissa ríkir um
endanlega niðurstöðu en sú óvissa
gæti varað í tvö ár.
Verði hins vegar ákveðið að una
dómi þarf að ákveða hvernig eigi
að bregðast við dóminum og koma
í veg fyrir áframhaldandi brot gegn
ákvæði sáttmálans.
Benedikt segir Dómstólasýsluna
hafa bent á einu raunhæfu leiðina
úr vanda Landsréttar, í erindi til
stjórnvalda strax í sömu viku og
dómur MDE var kveðinn upp. Í
erindinu er lagt til að dómurum
við Landsrétt verði f jölgað um
fjóra en til þess þarf lagabreytingu.
Aðspurður segist Benedikt ekki
hafa fengið viðbrögð frá stjórn-
völdum við erindinu.
adalheidur@frettabladid.is
Brýnt að bregðast við
vanda Landsréttar
Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar.
Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í
vikunni. Rúmar þrjár vikur liðnar frá dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.
Benedikt var meðal framsögumanna á málstofu um Landsrétt á Lagadögum í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
GRIKKLAND Lögreglu og f lóttafólki
lenti saman í Grikklandi nærri
landamærunum við Norður-Make-
dóníu. Flóttafólkið hafði safnast
saman eftir að orðrómur breiddist
út um að landamærin yrðu opnuð
fyrir f lóttafólki, að því er sagði á vef
BBC.
Hundruð höfðu safnast nærri
f lóttamannabúðunum við bæinn
Diavata vegna orðrómsins, sem fór
eins og eldur í sinu um samfélags-
miðla. Að sögn grískra fjölmiðla
köstuðu f lóttamenn steinum og
spýtum að lögreglu en lögregla
svaraði með táragasi.
Dimitris Vitsas, ráðherra inn-
f lytjendamála, sagði í viðtali við
gríska ríkissjónvarpið að það væri
ekki rétt að landamærin yrðu
opnuð.
Samkvæmt Reuters kom sams
konar ástand upp í Tyrklandi. Þar
handtóku yfirvöld nærri 1.200
f lóttamenn sem höfðu safnast
saman við landamærin að Grikk-
landi vegna sögusagna um að landa-
mærin yrðu opnuð. – þea
Orðrómur leiddi til átaka
Flóttafólk flýr táragas lögreglu við landamærin. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti ætlar að sniðganga
blaða ma nna k völdverð Hv ít a
hússins þriðja árið í röð. Frá þessu
greindi hann í gær en kvöldverður-
inn er haldinn þann 27. apríl næst-
komandi í höfuðborginni Washing-
ton.
Síðasti forseti til þess að mæta
ekki á viðburðinn var Ronald Reag-
an. Hann var þá að jafna sig eftir
skotárás en hringdi þó inn. Trump
telur hins vegar að andrúmsloftið
á viðburðinum sé of neikvætt, en
hann hefur átt í stormasömu sam-
bandi við fjölmiðla í forsetatíð
sinni.
„Ég ætla að halda fjöldafund í
staðinn af því að kvöldverðurinn
er svo leiðinlegur og neikvæður.
Við ætlum að halda mjög jákvæðan
fjöldafund. Hann verður stór. En
blaðamannakvöldverðurinn er of
neikvæður. Ég hef gaman af jákvæð-
um hlutum,“ sagði Trump. – þea
Sniðgengur
þriðja árið í röð
Donald Trump,
forseti Banda-
ríkjanna.
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
2
-0
E
0
C
2
2
C
2
-0
C
D
0
2
2
C
2
-0
B
9
4
2
2
C
2
-0
A
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K