Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 22
Hún er tónlistar-m a ð u r t ó n -listarmanna,“ er stundum sagt um l i s t a m a n n i n n K r i s t í nu Ö n nu
Valtýsdóttur. Hún hefur algjörlega
farið eigin leiðir og þykir vera óút-
reiknanleg og einlæg.
Kristín Anna varð fræg ásamt tví-
burasystur sinni Gyðu Valtýsdóttur
í hljómsveitinni múm á tíunda ára-
tugnum og er þekkt fyrir einstakt
raddsvið og -beitingu. Háa, beitta
og skæra tóna.
Eftir að hún hætti í hljómsveitinni
hafði hún ríka þörf fyrir að skapa á
eigin forsendum og helst ekki fyrir
nokkra manneskju. Hún hefur því
gefið lítið út af verkum eftir sig.
Í meira en áratug hefur hún hins
vegar samið tónverk á píanó, sum
tekin upp en önnur geymdi hún í
minninu og hélt þeim þétt að sér.
Jæja, Kristín …
Það var ekki fyrr en vinir hennar,
hjónin Ragnar Kjartansson og Ingi-
björg Sigurjónsdóttir, þrýstu á hana
að nú væri nóg komið og skipuðu
henni í stúdíó að hún lét tilleiðast.
„Þau sögðu bara: Jæja, Kristín. Nú
er komið að því. Kjartan Sveinsson
steig þarna líka inn og sagðist vilja
stýra upptökum á plötunni. Ef þau
hefðu ekki skipað mér að taka upp
þessa plötu, þá hefði hún aldrei
komið út.“
Útgáfutónleikarnir voru haldnir í
Dómkirkjunni og platan er gefin út
af Bel-Air Glamour Records útgáf-
unni sem er í eigu Ragnars og Ingi-
Ég er hætt
að flýja
„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í
langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín
Anna Valtýsdóttir. Eftir að hún hætti í
múm í kjölfar erfiðrar reynslu dró hún sig
inn í skel og hélt listsköpun sinni að miklu
leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plöt-
una I Must Be The Devil en fyrsta lagið á
plötunni var samið fyrir tólf árum.
„Mér hefur alltaf þótt nekt eðlileg, náttúruleg,“ segir Kristín Anna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Myndina á plötuumslaginu tók Ari Magg.
bjargar og í samstarfi við The Vinyl
Factory. Kristín Anna tók plötuna
upp í samstarfi við Kjartan Sveins-
son tónlistarmann.
Hún er stödd í einum af bláu
beitingaskúrunum á Granda. Þar
er vinnustofa Ragnars Kjartans-
sonar. Í einu horni vinnustofunnar
er pálmatré úr pappa, í miðjunni er í
vinnslu stórt portrett af bandarískri
listakonu, tveir skrautlegir gítarar
hanga uppi á vegg, plötur og plötu-
spilari. Svolítið bókasafn og eld-
húskrókur. Á flauelsteppi á gólfinu
liggur nokkurra mánaða gömul
dóttir hennar og hjalar.
Kristín Anna setur nýju plötuna á
fóninn. Plötuumslagið hefur vakið
athygli þar sem hún situr fullklædd
í hópi nakinna karlmanna.
Naktir karlmenn á umslaginu
„Það var bara hóað í alla sem hægt
var,“ segir Kristín Anna um nöktu
karlmennina sem prýða umslagið.
Hugmyndin kom frá rithöfund-
inum og hönnuðinum Ragnari
Helga Ólafssyni sem hefur getið sér
afar gott orð fyrir hönnun bóka-
kápa. „Hann er sjálfur þarna fyrir
miðju,“ segir hún og hlær og bendir
á umslagið. Ljósmyndina tók Ari
Magg.
„Mér hefur alltaf þótt nekt eðlileg,
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
náttúruleg. Tengi betur við hana en
margt annað sem mannskepnunni
þykir eðlilegra en líkaminn. Í þessu
samhengi er líkami karlmannanna
bara ótrúlega fallegt skúlptúrískt
lifandi efni í sjálfu sér, en í tilvísun
sinni í tónlistarsöguna og mynd-
málið, margræðari en það.
Sjálf var ég fjórtán sinnum nakin
framan á síðustu plötu sem ég gaf
út,“ segir Kristín Anna og vísar
í plötuna Howl sem kom út árið
2015. „Tónlistin á henni er samin í
spuna á einni viku en mánuðir fóru í
myndakápuna fyrir hana, og endaði
sú ljósmynd sem myndverk sem ég
sýndi svo á listasafni. Þá hafði ég
mikið verið að spá í líkamanum
sem náttúru, vildi að það yrði ekki
greinilegt hvað væri klettur, dýr eða
manneskja,“ segir Kristín Anna sem
hefur síðasta áratug verið hugleikið
sem listamanni hvernig hún gæti
skapað án hjálpartækja. „Reverb og
kjóll eru til dæmis bæði ákveðinn
búningur sem gaman er að leika
sér með, en líkaminn og orkan sem
frá honum stafar er fyrir mér mjög
heillandi hljóðfæri að spila á.“
Vildi koma í veg fyrir útgáfuna
Platan er tekin upp í gömlu sund-
lauginni í Mosfellsbæ. Upptöku-
ferlið tók um það bil tvö ár.
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
2
-1
7
E
C
2
2
C
2
-1
6
B
0
2
2
C
2
-1
5
7
4
2
2
C
2
-1
4
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K