Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 26
„Jú, það er partur af einhverri leið en á endanum þá ertu bara farin að vinna við að selja popp í bíóhúsi til að hafa ofan í þig og á, og þó ég njóti þeirrar vinnu, allt er gaman ef maður er með góðu fólki, þá er það samt sárt að vera ekki að eyða meiri tími í það sem maður elskar mest að gera og hefur lagt sig svo mikið fram við að geta gert vel. En svo líka það að bjóða ekki neinn velkominn. Í raun og veru var þessi gjörningur ákveðin birtingar- mynd af því hvert ég var komin. Ég var búin að fela mig inni í dularfull- um kassa og ef þú rakst á hann fyrir algjöra tilviljun þá gastu kíkt inn um litla rauf og mögulega séð hvað ég var að gera. Jú, þetta var líklega ákveðið manifestó,“ segir hún og hlær. Slökkti eldinn „Ég var að enda eldfimt samband mitt við David Portner, þá var hljómsveit hans Animal Collective að ná miklum hæðum í Bandaríkj- unum og við að skilja. Ég átti miða frá Íslandi til New York og ætlaði mér að fara og dvelja hjá vinum í Rokeby, en þar tókum við síðar upp Visitors eftir Ragnar Kjartansson. Ég hafði handskrifað til þeirra bréf um vorið og beðið um að fá að vera hjá þeim og taka upp lög við f lyglana sem þar eru. Vinna í matjurtagarð- inum fyrir dvölinni. Ég fékk vélritað bréf til baka og var boðin velkomin. Ég átti f lugmiða um haustið en var svo andlega illa fyrirkölluð að ég komst ekki út. Ég var ekki sjálfráða í vanlíðan minni og ákvað að vera frekar á Íslandi að takast á við það. Ég upplifði mig í andlegri eyðimörk þar. Það var mikið búið að ganga á og ég ákvað bara að gangast inn í íslenskan hversdagsleika. Og reyna að komast að því hvað væri að mér. Takast á við taugaáfall sem ég hafði orðið fyrir. Horfast í augu við það að ég átti mjög erfitt með mig. Þarna slökkti ég eldinn sem ég hafði haft fram að þessu um að taka upp og gefa út tónlist, líklegast til að forð- ast eftirsjá, en ég hélt áfram að spila og semja. Það var þá sem við Ragnar urðum nánir vinir, honum virtist þykja ég frábær en ekki skrýtin. Svo eignaðist ég gamlan bíl, Rambler American ̕66. Það meikaði engan sens en ég fékk mörg esóterísk hint að því að hann ætti að verða minn. Í kjölfarið var ég kynnt fyrir Sigurði Óla sem í fjögur ár hitti mig reglu- lega í skúrnum hjá sér og ekkert var svo ónýtt að ekki væri hægt að laga það. Allir þessir þrír hjálpaðu mér að takast á við hversdaginn, gera hann að ævintýri.“ Gjöfult og gott samstarf Samstarf Kristínar Önnu við Ragnar Kjartansson að sýningunni The Visitors hélt áfram. Hún hefur tekið þátt í sköpun á fjölmörgum verkum Ragnars, meðal annars verkinu Death is Elsewhere, en sýning á því verður opnuð í Metropolitan-safn- inu í New York í maí. Þau störfuðu saman að gerð tón- listarmyndbands við lagið Forever Love af nýju plötunni. Ragnar og Allan Sigurðsson leikstýrðu mynd- bandinu og þykir það ægifallegt en í því kveikir Kristín Anna í leikmynd af varðeldi. Á þeim tíma sem mynd- bandið er tekið upp er hún barns- hafandi að Agnesi Ninju dóttur sinni. „Mér fannst mikið frelsi fólgið í því að koma fram í verkum Ragga. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð. Ég þurfti ekki að vita hvers vegna lista- verkið ætti að fá að verða til. Ég var með samviskubit yfir því að vera til og mér fannst gott að fá að lifa innan í listaverki. Einnig átti vel við mig að vera bara performer. Flytja verkin og fara svo. Skilja ekki eftir nein ummerki. Bara upplifunina. Á sviði og í gjörningum er ekki tími til að hugsa, efast eða velta fyrir sér hlut- unum. Það á vel við mig,“ segir hún. Með svartan skugga á sálinni Nú þegar þú hefur sagt mér frá fyrsta laginu, eldinum sem slokknaði um tíma, hvernig þú dróst þig inn í skel en varst dregin út af vinum og studd, tja, nánast pínd til að gera plötuna. Þá langar mig að spyrja, breytti það einhverju fyrir þig að verða móðir? „Ég held að hlutirnir hafi komið heim og saman við það að verða loksins móðir. Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma. Eða hola í sálinni, tóm. Það er líka svo gaman að vera mamma. Maður þarf að hugsa um sjálfan sig og aðra. Ég var farin að leita lífsfyll- ingar á undarlegustu stöðum og ekki að finna hana. Allt í einu hurfu allir þessi komplexar og allt í einu vil ég gefa út tónlist mína. Ég vil geta séð fyrir okkur og ég er hætt að flýja. Frá því að fullorðnast og frá því sem er varanlegt.“ ÞARNA SLÖKKTI ÉG ELD- INN SEM ÉG HAFÐI HAFT FRAM AÐ ÞESSU UM AÐ TAKA UPP OG GEFA ÚT TÓNLIST, LÍKLEGAST TIL AÐ FORÐAST EFTIRSJÁ. Vodafone býður upp á fjölbreytt úrval af snjöllum og fallegum vörum til fermingargjafa. Kíktu í næstu verslun eða á vodafone.is Verslanir Vodafone eru í Kringlunni, Smáralind, á Suðurlandsbraut 8 og Glerártorgi. Græjaðu ferminguna hjá okkur 2 mánaðafarsímaáskriftfylgir 30 daga áskrift að Stöð 2 Maraþon fylgir Ertu til? Framtíðin er spennandi. 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 2 -2 6 B C 2 2 C 2 -2 5 8 0 2 2 C 2 -2 4 4 4 2 2 C 2 -2 3 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.