Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 36

Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 36
Ég prjóna hverja peysu í einum lit og sauma svo hvolpinn ofan í lykkjurnar. Það er mun þægilegri aðferð en að prjóna peysuna samtímis með mörgum litum af garni. Barnabörnin urðu að vonum ákaflega glöð að fá Hvolpa­sveitarpeysurnar enda eru þau miklir Hvolpasveitaraðdáend­ ur,“ segir prjónakonan Svanborg Svanbergsdóttir á Akureyri. Svanborg og stórvinkona hennar, Anna Þórsdóttir, hafa setið saman við prjónaskapinn að undanförnu til að gleðja barna­ börn sín með litríkum Hvolpa­ sveitarpeysum sem vakið hafa aðdáun og athygli í hannyrða­ hópnum Handóðir prjónarar á Facebook. „Ég ákvað að setja inn myndir af peysunum því mér finnst sjálfri svo gaman að sjá eitthvað nýtt og vildi að aðrir gætu nýtt sér að gera eins. Við Anna erum þó ekki að finna upp hjólið því Kristrún Þórhallsdóttir vinkona okkar gerði eina peysu á undan okkur í hópi tíu til fimmtán kvenna sem koma alltaf saman á þriðjudögum hér nyrðra og miðla hver ann­ arri af ýmiss konar fróðleik um handverk,“ upplýsir Svanborg sem er þegar búin að fullklára tvær Hvolpasveitarpeysur og er með þriðju peysuna í vinnslu. „Þær stefna í að verða enn fleiri á prjónunum því það eru mörg börn í stórfjölskyldunni sem vilja sporta sig í litríkum peysum með vinum sínum úr Hvolpa­ sveitinni. Við njótum þess, enda er það heimilisleg og notaleg iðja að prjóna í frístundum og nokkuð einfalt að prjóna Hvolpasveitar­ peysurnar,“ segir Svanborg sem vinnur peysurnar á sérstakan hátt. „Ég prjóna hverja peysu í einum lit og sauma svo hvolpinn ofan í lykkjurnar þannig að myndin lítur út fyrir að vera prjónuð í. Þetta er svolítil vinna en alls ekki f lókin þegar maður veit hvernig á að þræða lykkjurnar og aðferðin er mun þægilegri en að prjóna peysuna samtímis með mörgum litum af garni,“ útskýrir Svanborg. Hvolparnir saumaðir í púða Barnabörn Svanborgar njóta þess að klæðast Hvolpasveitar­ peysunum frá ömmu sinni í leikskólanum, enda hlýjar, mjúkar og auðvitað svakalega flottar á mælikvarða smáfólksins þegar kemur að tísku og áhrifavöldum úr teiknimyndaheiminum. „Það er bæði gaman og leikur einn að láta drauma barna rætast á prjónunum. Ég fór einfaldlega inn á vefsíðuna Pinterest og sló inn leitarorðið Hvolpasveitin eða Paw Patrol. Þá birtust ótal prjóna­ munstur af öllum hvolpunum á rúðustrikuðum blöðum sem ég prentaði út og eftirleikurinn var auðveldur. Ímyndunaraflinu eru svo engin takmörk sett og eflaust hægt að prjóna hvaða teikni­ myndafígúru sem er. Þá er líka hægt að nota hvolpamunstrin til að sauma út krosssaum í púða eða veggmyndir til að prýða barna­ herbergin,“ segir Svanborg sem átti hreint ekki von á þeim miklu viðbrögðum sem Hvolpasveitar­ peysurnar hafa fengið. „Margir spyrja hvar peysurnar fáist en hugmyndin var bara að sýna öðru hannyrðafólki árangur­ inn og gefa því hugmynd að fleiri útgáfum af Hvolpasveitarpeysum því svo margir hafa gert hinar útgáfurnar, með prjónuðum bekk af litlum hvolpum, sem notið hafa mikilla vinsælda, og það er alltaf gaman að prófa að prjóna eitthvað nýtt,“ segir Svanborg. Hvolpadraumar rætast á prjónum Ömmur eru dásamlegar og hjá þeim geta villtustu draumar barnanna ræst. Á Akureyri prjóna tvær ömmur fjörlegar Hvolpasveitarpeysur handa barnabörnunum og uppskera einskæra gleði og sanna hamingju að launum. Svanborg og Anna njóta þess að prjóna drauma fyrir barnabörnin sín og það leynir sér ekki hversu spenntir og kátir bræðurnir Gabríel Máni og Aron Máni Jónssynir, ömmustrákar Svanborgar, eru að klæðast Hvolpasveitar- peysunum sínum. MYNDIR/AUÐUNN NÍELSSON OG AF DRENGJUNUM ÚR EINKASAFNI Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 2 -4 9 4 C 2 2 C 2 -4 8 1 0 2 2 C 2 -4 6 D 4 2 2 C 2 -4 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.