Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 42
Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með áherslu á gott starfs- umhverfi og hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Í Sóltúni er áhersla á gæðastarf, jákvæðni og virðingu. Við óskum nú eftir að bæta í okkar góða hóp hjúkrunarfræð- ingi og sjúkraliða með faglegan metnað og áhuga á þátttöku í faglegri framþróun í framtíðarstörf frá maí 2019 eða eftir samkomulagi. Starf hjúkrunarfræðings er 50-100% og ýmsir vaktamöguleikar í boði, m.a. fastar næturvaktir. Þátttaka í gæðaverkefnum og möguleikar til starfsþróunar. Sumarafleysing kemur einnig til greina. Starf sjúkraliða – verkefnastjóra er 80-100% starf. Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni og er a.m.k. 5 ára starfs- reynsla æskileg. Unnið er í vaktavinnu með áherslu á morgun- vaktir í miðri viku. Við hvetjum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til að hafa sam- band og kynna sér starfsaðstæður, kjör og uppbyggingu hjá Sóltúnsfjölskyldunni. Allar upplýsingar veitir Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 590-6211 eða á annagg@soltun.is Umsóknir sendist á www.soltun.is Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Auglýst er laust til umsóknar starf aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna sf., sem er staðgengill hafnarstjóra. Í starfinu felst m.a.: l Áætlanagerð, forsendur hönnunar mannvirkja, eftirlit og umsjón með ástandi hafnarmannvirkja, siglingaleiðum og dýpi. l Undirbúningur lóða- og landgerðar. l Stjórn og eftirlit með gæðamálum framkvæmda. l Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin og falla innan eðlilegs starfsviðs aðstoðarhafnarstjóra. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur eftirfarandi til að bera: l Háskólamenntun í verkfræði sem nýtist í starfi. l Reynslu af mannvirkjagerð. l Skipulagshæfni og reynslu af áætlanagerð. l Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki. l Góða kunnáttu og færni í ensku. l Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 17. apríl n.k. Umsókn og ferilskrá með nöfnum umsagnaraðila skal skilað til Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, Reykjavík eða þær sendar mannauðs- og launafulltrúa Faxaflóahafna sf. á netfangið olafur@faxafloahafnir.is. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 5258900. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Blönduskóli auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2019 - 2020 • Deildarstjóra stoðþjónustu – fullt starf • Forstöðumann Skóladagheimilis – 60% starf • Ritara – 60% starf • Þroskaþjálfa 50 - 100% starf Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið blonduskoli@ blonduskoli.is eða á skrifstofu skólastjóra fyrir 23. apríl 2019. Nánari upplýsingar gefur Þuríður Þorláksdóttir, skólastjóri, í síma 452-4147 eða í tölvupósti á thuridur@blonduskoli.is. Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu skólans www.blonduskoli.is Blönduskóli er framsækinn skóli í mikilli þróun með tæplega 150 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir nemenda sinna á persónulegan og einstak- lingsmiðaðan hátt. Gott samstarf er við nærsamfélagið svo sem íþróttafélögin og tónlistarskólann. Einkunnarorð skólans eru mannúð – hreysti – viska Eftirtaldar stöður við Höfðaskóla á Skagaströnd eru lausar til umsóknar skólaárið 2019-2020 • 50% staða aðstoðarskólastjóra • Staða umsjónarkennara á unglingastigi. - Almenn kennsla. • Staða umsjónarkennara á miðstigi. Almenn kennsla. Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10.b. og koma ne- mendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og an- nað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Mikill vilji og áhugi er á nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þ.m.t. notkun snjalltækja í kennslu. Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k. Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, hofdaskoli@hofdaskoli.is og í síma 452 2800/862 4950 Við leitum af árangursmiðuðum, skipulögðum og drífandi svæðissölustjóra í söluteymi Völku. Starfið heyrir undir sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Völku. SVÆÐISSÖLUSTJÓRI ÁBYRGÐARSVIÐ • Að hámarka sölutækifæri á sínu svæði í góðri samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins • Að gera söluáætlanir fyrir sitt svæði og að ná sölumarkmiðum þess • Að greina þarfir viðskiptavina, koma á og viðhalda góðum tengslum við þá • Að fylgja söluferli frá upphafi til enda, s.s. framkvæmd verðútreikninga, gerð tilboða og loka sölu með samningagerð • Að vinna náið með öðrum svo sem kerfishönnun, verkefnastjóra, vöruþróunarsviði og fjármálasviði HÆFNIS- OG MENNTUNARKRÖFUR: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af sambærilegu sölustarfi • Þekking á matvælaiðnaði og/eða slíkum rekstri mikill kostur • Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæði • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni • Skipulag, festa og þrautseigja • Liðsmaður fram í fingurgóma • Gott vald á talaðri og ritaðri ensku og íslensku • Norðurlandamál og/eða spænska mikill kosturValka er alþjóðlegt og ört vaxandi há tækni fyrirtæki sem hefur þróað, hannað og framleitt vél- og hugbúnað á heims mælikvarða fyrir sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003. Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfs manna lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki líður vel. Við leitum stöðugt að öflugu fólki með menntun á sviði iðn greina, verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur. valka.is Sótt er um starfið á vef Völku: valka.is/jobs Nánari upplýsingar: Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 2 -4 4 5 C 2 2 C 2 -4 3 2 0 2 2 C 2 -4 1 E 4 2 2 C 2 -4 0 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.