Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 90
Teikningin er í hávegum höfð á sýningunni Útlínu sem opnuð verður í Gerðarsafni klukkan 13 í dag. Um leið og stigið er inn
í norður salinn blasir við serían
Heimilisteikningar eftir Valgerði
Briem og skissur eftir Barböru
Árnason úr bók sem hún og Magnús
Árnason, ásamt Víf li syni þeirra,
gáfu út um Mexíkó 1966.
Sýningarstjórarnir Hrafnhildur
Gissurardóttir og Brynja Sveins
dóttir fræða okkur Stefán ljós
myndara um allt sem fyrir augu
Hér á útlínan
sjálfstætt líf
Á sýningunni Útlína sem opnuð verður
í Gerðarsafni í dag eru valin verk úr
safneigninni frá 1950 til nútímans. Sum
verkin eru sett upp í barnahæð.
Heimilisteikningar nefnist þessi sería eftir listakonuna og listkennarann Valgerði Briem sem Erró hefur sagt að hefði verið hans besti kennari . FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þetta víraverk vann Gerður Helgadóttir fyrir kaffihús í París.
Hrafnhildur og Brynja útskýra eitt þeirra listaverka sem eru ætluð yngstu sýningargestunum.
Verk eftir Kristján Davíðsson frá
1947 sem flokkast sem samtímalist.
ber og það sem eftir er að ganga frá
þegar við erum á ferðinni. „Hér mun
koma eitt hangandi verk eftir Hólm
fríði Árnadóttur, Friður heitir það,
þriggja kílóa verk, rosa fallegt,“ segir
Hrafnhildur. „Við leyfum okkur
líka að bæta við ýmsum atriðum
úr okkar gagnagrunni, svo sem við
tölum við listamennina og leiðbein
ingum um upphengingar sem sumir
hafa látið fylgja með verkunum.“
Ljóst mósaíkverk eftir Theresu
Himmer sýnir bæjarskipulagið í
nágrenni safnsins. Hrafnhildur
segir þetta í fyrsta skipti sem það
fari á vegg. „Listakonunni þótti það
mikill heiður að vera milli verka
eftir Gerði og í beinu samtali við
þau,“ segir Hrafnhildur og Brynja
bendir á víraverk eftir Gerði sem
hún segir líka fáséð. „Þetta vann
hún fyrir kaffihús í París, sem hét
Le Benjamin. Við eigum ljósmyndir
af því og vissum því nákvæmlega
hvernig Gerður vildi að það sneri.“
Á gaflinum er sería eftir Valgerði
Briem. „Enginn veit hvaða tækni
er notuð við gerð þessara mynda,“
segir Brynja „Valgerður kenndi þó í
mörg ár og hefur haft áhrif á marga,
Erró hefur kallað hana besta kenn
arann sinn.“
Athygli vekja litlar myndir lágt
á veggjum. „Við erum með nokkra
staði á sýningunni sem krakkar
geta skoðað á sinn hátt og verðum
með teiknileik út frá því,“ útskýrir
Hrafnhildur og bendir á verk sem
kallast fuglar en þraut er að sjá
hversu margir fuglarnir eru.
Í suðursalnum á nýlistin stað,
meðal annars stórt verk eftir Hrein
Friðfinnsson, On a rainy day. Brynja
segir miklu máli skipta hvernig það
er sett upp, enda hafi fylgt nóta um
það. Hrafnkell Sigurðsson sýnir
óvenjulegt landslag í borginni og
Katrín Sigurðardóttir á innsetningu
frá 2005. „Hér á útlínan sjálfstætt
líf,“ bendir Hrafnhildur á. „Katrín
lærði fyrst teikningu og málun og
maður sér tvívíddina verða þrívíða.“
Katrín er ein af þremur lista
mönnum á sýningunni sem átt hafa
verk á Feneyjatvíæringnum. Annar
er Kristján Davíðsson. „Hann var
fyrstur í abstraktlistinni. Nú setjum
við hann í samhengi við samtíma
listina, þó að þetta sé málað 1947,“
segir Brynja. Næst snúum við okkur
að stóru málverki Önnu Hallin.
Henni eru kerfi hugstæð, hvort sem
þau eru í náttúrunni, inni í veggjum
húsa eða í mannlegu samfélagi.
Við ljúkum yfirferðinni í and
dyrinu. Þar máta sýningarstjór
arnir tvær myndir Rúríar á vegg.
„Þessar vann Rúrí í kjölfar Archive
– En dangered Waters sem hún gerði
fyrir Feneyjatvíæringinn og vísar í
fossa í hættu vegna virkjana,“ lýsir
Brynja.
Hrafnhildur segir opnunar
athöfn ina í dag verða með heim
ilislegasta móti. „Edda Mac mynd
listarkona ætlar að leiða teiknileik
fyrir yngstu gestina og við Brynja
verðum með leiðsögn og að leiða
fólk í spjall með okkur. Reynum að
hafa þetta svolítið kósí.“
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
Öll rúnstykki
á 99 kr.
Verðlækkun!
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
1
-E
6
8
C
2
2
C
1
-E
5
5
0
2
2
C
1
-E
4
1
4
2
2
C
1
-E
2
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K