Fréttablaðið - 06.04.2019, Side 91
Gerðu vel við þig og þína um páskana með ljúffengri ostaköku.
Hún er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum sem koma þér í hæstu hæðir.
Páska
ostakaka
BÆKUR
Kastaníumaðurinn
Höfundur: Sören Sveistrup
Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir
Útgefandi: JPV útgáfa
Blaðsíður: 558
Sören Sveistrup er einn af hand-ritshöfundum sjónvarpsþátt-anna vinsælu Forbrydelsen sem
hafa slegið rækilega í gegn víða um
heim. Kastaníumaðurinn er fyrsta
skáldsaga hans.
Kastaníumaðurinn er formúlubók
með söguþræði sem er margkunnug-
legur. Enn einu sinni eru konur
myrtar á hryllilegan hátt og finnast
limlestar. Við líkin finnast brúður
gerðar úr kastaníuhnetum. Lögregl-
unni gengur verulega illa að rann-
saka málin. Ein persóna bókarinnar
er kvenráðherra en dóttir hennar
hvarf og talið var að hún hefði verið
myrt. Ungur maður játaði á sig morð-
ið, en var hann raunverulega sekur
og er stúlkan hugsanlega enn á lífi?
Morð sem framin voru áratugum
fyrr virðast tengjast þessum málum
en á hvaða hátt er engan veginn ljóst
fyrr en langt er liðið á sögu. Óhætt er
að segja að þar takist höfundi vel að
koma lesendum á óvart.
Kastaníumaðurinn ber þess ótví-
ræð merki að höfundur hennar hafi
starfað sem handritshöfundur því
hún er að mörgu leyti skrifuð eins
og tíu til tólf þátta sjónvarpssería.
Umhverfi er til dæmis lýst mjög
nákvæmlega, ef manneskja situr við
skrifborð eru ítarlegar lýsingar á því
sem er á borðinu og ef sögupersóna
fer inn í herbergi er hönnuninni þar
gerð góð skil. Öll þessi nákvæmni,
sem er stundum fáránlega smá-
smuguleg, hægir mjög á fram-
vindunni og gerir bókina æði lang-
dregna. Hún er hátt í 600
síður og allt of löng. Það
skal þó ekki haft af höf-
undinum að hann kann
að skapa spennu og það
eru hrollvekjandi kaflar
í bókinni. Meinið er að
það er of langt á milli
þeirra. Undir lokin er
þó viðvarandi spenna
m e ð t i l h e y r a n d i
of beldi og óvæntri
uppljóstrun.
Kastaníumaðurinn
er engan veginn slæm
frumraun en einfaldlega
ein þeirra fjölmörgu glæpa-
sagna sem hefðu grætt
á niðurskurði. Minna er
nefnilega oft meira. Við
lesturinn fer svo ekki hjá
því að sú hugsun kvikni að
sagan henti alveg ágætlega
í sjónvarpsseríu.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Það eru góðir
sprettir í fyrstu glæpasögu
Sörens Sveistrup og hún er
hrollvekjandi á köflum. Meinið
er að hún er alltof löng og
spennan dettur of oft niður.
Frumraun handritshöfundar
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO í samvinnu við Félag fagfólks á skólabóka-
söfnum hefur útbúið Sleipnispakka
fyrir skólabókasöfn til að nýta í
kennslu og hvetja grunnskólabörn
til lesturs.
Ævar Þór Benediktsson hefur
skrifað nýja bók um ævintýri
Sleipnis, sem heitir Sleipnir og stór-
hættulega fjölskyldutréð. Bókina er
aðeins hægt að nálgast á skólabóka-
söfnum því hún er skrifuð sérstak-
lega fyrir söfnin í borginni að beiðni
Bókmenntaborgarinnar.
Sleipnir lestrarfélagi barnanna
er tákn fyrir lestrarhvatningu Bók-
menntaborgarinnar og í gegnum
það verkefni gefur Bókmennta-
borgin öllum skólasöfnum í borg-
inni nýju bókina eftir Ævar Þór
ásamt fyrstu bókinni um Sleipni,
Vetrarævintýri Sleipnis eftir Gerði
Kristnýju.
Með Sleipni fylgja verkefni fyrir
1. bekk á vef Bókmenntaborgar-
innar og geta starfsmenn á skóla-
söfnum prentað út verkefni fyrir
sína nemendur eftir þörfum. Síðan
fá bókasöfnin bókamerki sem ætluð
eru sem lestrarhvatning fyrir nem-
endur í 2. bekk og upp úr.
Bókamerkið er hvatning til að
lesa og telja þann fjölda bóka sem
lesinn er. Eftir hverja lesna bók er
merkt við á bókamerkið og eftir
sex bækur getur nemandinn valið
sér mynd af einni af persónunum úr
bókinni hans Ævars. Teikningar af
Sleipni í báðum bókunum eru eftir
Gunnar Karlsson.
Á vef Bókmenntaborgarinnar eru
síðan tvær myndstiklur til að styðja
við ævintýri Sleipnis í grunnskólan-
um. Sleipnir á skólabókasafninu er
stikla til að sýna nýjum meðlimum
á bókasafninu, en þar fer Sleipnir
yfir það hvað er hægt að gera á söfn-
unum. Hann hvetur börnin til að
nýta og njóta þess að vera á safninu
og skilaboð hans til barnanna eru:
„Komdu með á hugarflug,“ sem er
bein tilvísun í f lug Sleipnis á milli
heima. Seinni stiklan er lestrar-
hvatning frá Ævari Þór, sem skrifar
nýjasta ævintýri Sleipnis. Ævar
segir aðeins frá bókinni og þeirri
sérstöðu hennar að bókina er aðeins
hægt að fá að láni í skólasafninu.
Efnið er unnið í samstarfi við Fag-
fólk á skólabókasöfnum
Efnið er gjöf til skólabókasafna
í Reykjavík og er nú dreift í fyrsta
sinn. Fyrir skólabókasöfn á lands-
byggðinni verður hægt að kaupa
pakkann hjá Bókmenntaborginni.
– kb
Ævar Þór Benediktsson hefur
skrifað bók um ævintýri Sleipnis.
Sleipnir á vit nýrra
ævintýra
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 47L A U G A R D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 1 9
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
1
-F
5
5
C
2
2
C
1
-F
4
2
0
2
2
C
1
-F
2
E
4
2
2
C
1
-F
1
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K