Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 5

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 5
o heimsófriðurinn varaði, hafi kostað ekki minna en 300 milliarða króna. Séu skemdir á borgum og bygðum, eyðilegging herskipa, kaupskipa og vara metin jafn niikið til 2falt þá upphæð, þá hefur heimsófriðurinn kostað, yfir þann tíma, sem hann varaði, 600—900 milliarda króna. Hærri talan mun nær réttu, en hún er um 1000 kr. á hvern þegn hinna stríðandi'þjóða séu Sínverjar ekki með taldir. Minni upphæðin, 600 milliardar króna, er 3000 sinnum hœrrí en upphæðin, sem skipaskurðurinn, er Vilhjálmur II. lét grafa frá Kiel á Prússlandi til Bremen, kostaði; og hærri talan, 900 milliardar króna, er 300 sinnum hœrri en kostnaður járnbrautarinnar, sem Nikulás II. lét Ieggja yfir Síberíu, frá St. Pétersburg til Vladivostok; en 500 sinnum meira en skipaskurður frá Eystrasalti til Svartahafsins var áœtlaður að kosta.—Hve mörg og gagnleg stórvirki hefði ekki mátt vinna fyrir það fé, sem heimsófriðurinn hefur eytt og sem aldrei fæst aftur. Leir og leirsmíði. Snemma í sumar lofaði eg þvf, að segja álit mitt um það, hvort tiltæki- legt sé að nota leir, slfkan sem fiust með sjó fram hér f grendinni og hér og þar upp til dals, óbrendan f húsa- byggingar, eins og hr. Fr. Möller held- ur reynandi, samkvæmt ritgerð sinni f »íslendingi« s.l, vor. Skal eg ekki orðlengja um það mál, þvf það, sem eg þekki til loptslags hér á íslandi og til fslenzkra leirteg- unda, bæði af eigin athugun og til- raunum og tali við ýmsa og lestri, leiðir mig til þess að ráða fólki frá því, að byggja fverubús úr óbrendum leir og eins hvaða hús sem er, nema þá lág úthýsi eða smiðjur, vel hitaðar og varðar utan með pappa eða öðru, fyrir regni og snjó, Það er að vísu satt, að óbrendur leir hefir frá elitu tfmum verið brúk- aður f byggingar í heitum löndum, eins og á Egyptalandi og víðar við Miðjarðarhafið, og er einnig notaður, að því er verkvísinda ritið Hutte segir, sumstaðar á Þýzkalandi í verksmiðju- vcSS'i en hvergi, þar sem eg hef verið eða farið, hefi eg séð fveruhús bygð úr óbrenöum leir, að undan teknum einum nýbyggja kofa vestur f Qu’ Appelle dalnum með fram Assini- boia ánni. Héraðið Assiniboia liggur vestan við Manitóba fylkið; er þar gnægt sf mjúkum og seigum leir með fram ánrsi, en loptslag afar heitt og þurviðrasamt á sumrum og stilt á vetrum eins og yfirieitt í Manitóba og Norðvestur-landinu. í Ontario fylki eru stórar múrsteins og leirsmfðis verksmicijur og hef eg verið árlangt (árið 1S79), þar sem múrsteinn var brendur og ýmislegt

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.