Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 7

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 7
7 Steinar og steinsmíði. Næst iandbúnaðinum (nl. fjárrækt og jarðyrkju) og sjávar- útveginum (fiski, síidarveiðum o. s. frv.), er byggingarlistin, einkum húsabygging, helzta og þarfasta atvinnugreinin hér á ísiandi. En þó óhætt sé að fuliyrða, að íslenzkir bændur og fjármenn kunni að hirða og fara með fé, fult eins vel og út- lendir bændur og fjármenn kunna, þar sem loptsiag er svipað því á ísiandi, t. d. í Noregi, Svíþjóð og Norður-Canada, og þó íslenzkir sjómenn kunni að veiða fisk á við marga útlend- inga, þá er ekki eins hægt að segja, að íslendingar kunni að vinna eins vei úr steintegundum fslands eins og útlendingar vinna úr steiníegundum sinna landa. Flestir sveitabæir hér á landi voru, þar til fyrir fáum ára tugum, hlaðnir eingöngu úr torfi, eða torfi og grjóti. Útlendir byggja flesta bæi sína úr múrsteini eða höggnum steini, eða þá úr bjálkum og timbri. Á siðustu áratugum hafa menn hér á landi farið að byggja hús úr timbri og einnig úr steinsteypu, örfá úr steini; en bæði trjávið og steinsteypu verða menn að kaupa dýrum dómum frá útlöndum, og timburhús eru kaldari en torfbæirnir og ekki, eins varanleg, og steinsteypuhús eru einnig kaldari en torfbæir, ef vel eru bygðir. Á tímabilinu frá 1910 til 1918 nam aðflutt byggingarefni, nl. trjáviður, unninn og óunninn, og kalk og sement nálægt 12 millionum króna, þ. 6. 1V3 million kr. til jafnaðar á ári. 1917 og 1918 nam innfluttur trjáviður, unninn og óunninn, meiru en tveim millionum kr. á ári, sement eitt meiru en milli- onum kr á ári. Á þessum 9 árum nam aðflutt byggingarefni um 7% af verði alíra aðfluttra vara. Reiknað í sömu hlutföll- um, hefur aðflutt byggingarefni, á tímabilinu frá 1895 til 1918 numið 24.5 million kr., en á siðustu 27 árum óefað nálægt 30 milliónum kr. Talsvert af þessari fjárupphæð hefði mátt spara með því að

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.