Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 10

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 10
10 néytið 2—3 kr. á hverja tunnu kalks, n.l. 24 hesta á 1 smá- lest skelja, þá ætti tunnan af kalki að fást fyrir 14 — 16 krónur. Eg geri ráð fyrir að úr einni smálest af skeljum fáist hálf smálest af brendu kalki eða því sem næst og að ein smálest af sverði nægi til að brenna eina smálest af kalki. En auðvitað er það alt ágizkun. Nákvæmari lýsing á ofnunum verður gefin síðar, ef kringumstæður leyfa. Pað er ekki kostnaðar spursmálið svo mjög, sem stendur í veginum fyrir því að alvarleg tilraun sé gerð ofurlítið meir en hingað til, til þess að brenna kalk, t. d. úr kalksteininum við Djúpafjörð eða úr skeljunum á Langanesi eða á Vestfjörðum, sem mætti auðveldlega safna í stóra hauga og brenna, ekki að tala um skeljar jfeer, sem veiðast á hverju ári alt í kring- um landið, en sem ekki er haldið til haga. Og það er ekki heldur áhugaleysi og samtakaleysi sjávarbænda mest að kenna. Pað er þekkingarleysi og alger skortur á verkvönum mönnum, sem kunni að brenna kalk úr vanalegum kalksteini hvað þá úr skeljum, sem stendur mest í vegi. Að brenna kalk úr skeljum held eg talsvert örðugra af þeim litlu tilraunum, sem eg hef gert, en að brenna það úr kalksteini. Einfalt ráð til að bæta úr þessu væri og er það, að útvega lærðan og vanan kalkbrenslu mann, t. d. frá Hollandi eða norðurströnd Pýzkalands, þar sem skeljakalk brensla hefur fyr tíðkast, og láta hann standa fyrir brenslunni hér. Það er ekki efnilegt, að enginn íslands »lærðu«, skólagengnu manna kann að brenna kalk, ekki torveldari list en það þó er; og engu efnilegra er það, að enginn ísiands mörgu »mentastofnana«, skuli hafa verkstofur eða neina verulega kenslu í því, að vinna úr jörðu, skeljum eða sjávarleðju, þetta Mnauðsynlega bygg- ingarefni, sem fólk hér á landi þarfnast svo afar tilfinnanlega. Vonandi er, að af því fé, sem árlega er veitt til vísinda og „lista“ og verklégra fyrirtækja, verði einhverjum hluta varið til þess að koma verulegri og nýtilegri steinarannsókna-stofu upp, ei aðeins Sunnanlands heldur einnig hér Norðanlands, og að kalkbrensluofnar í sambandi við þær og þar sem þær eru,

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.