Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Side 17

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Side 17
Island í stríði II. þáttur. Vertu okkur forna frón, faldið jökli ár og síð, x hin sama undursjón eins og fyrst á landnámstíð. B. G. Bú er betra, þó bæli sé, halr er heima hver; þó tvær geitr eigi ok taug-reftan sal, þat er þó betra en bæn. Hávamál Eddu. Sérhvert land geymir í skauti sínu allt, sem þjóð þess þarfnast sér til lífs viðurhalds, ef hún kann að nota það. G. Á. frá Skógum á Þelamörk. Orð listaskáldsins B. G. vekja hjá mér hugboð æskunnar. Eddu spakmælin sýna skap og hugrekki þeirra, sem bygðu fsland fyrir 1000 árum síðan; og orð G. Á., töluð fyrir 50 árum, sýna að trú og traust á algóðri for- sjón, lifir enn upp til dala og með fram ströndum íslands. Ættjarðarástin, hugrekkið og traustið, eru öflin, sem ásamt dugnaðinum eiga að spinna örlagaþráðinn, sem þjóðin sjálf verður að vefa sér klæði úr, ef hún viil vera farsæl og frjáls og gjöra ísland að ljóssins borg, eins og fornskáldin ímynduðu sér, að það gæti orðið, gera það jarðneskan Ásgarð. Að það sé mögulegt, var hugboð mitt fyrir 50 árum siðan, og um 40 ár hef eg treyst því, að áður en margar aidir líða, verði þetta svo nefnda fs-Iand, bústaður tveggja til þriggja miljóna dugandi frjálsra, hugaðra og göfugra manna, máske 4—5 millióna, sem eiga talsverðan þátt í framförum og fram- kvæmdum frændþjóða sinna austan hafs og vestan. Trú þessa byggi eg á því, að fsland er eitt af prkuríkustu löndum í heimi, að það liggur undir baug rafsegulstrauma norðurskautsins, að það á svo mikið undirlendi sem rækta má, að það getur framfært þrítugfalt til fimtugfalt, ef ekki hundrað- falt, fieira fólk en lifir á Iandoúnaðinum nú; nl. 2 til 3 milliónir manna, að með vaxandi þekkingu og sannri menningu, lærist alþýðu að gera jökul-ár landsins og öll straumhörð vatnsföll að þjóðféiagsins lífæðum, 2

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.