Fréttablaðið - 18.04.2019, Qupperneq 2
Tekjur hafnarinnar
standa undir
venjulegum rekstri en
skuldirnar eru það sem
sligar reksturinn
of mikið.
Kjartan Már
Kjartansson,
bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
Veður Vandasamt val
Páskahátíðin er hafin og um leið sá tími árs er Íslendingar sporðrenna súkkulaðieggjum í tonnavís. Fyrstu súkkulaðieggin voru, samkvæmt Vís-
indavefnum, fyrst boðin til sölu árið 1920 hjá Björnsbakaríi. Líkur eru á að þessi hefð eigi rætur að rekja til Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sunnan 8-13 í dag og dálítil væta,
en þurrt og bjart á Norður- og
Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig,
hlýjast fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 22
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
FRAKKLAND Arkitektum heimsins
var í gær boðið að taka þátt í sam-
keppni um hönnun nýrrar kirkju-
spíru fyrir Notre Dame kirkjuna
í París eftir að sú gamla gjöreyði-
lagðist í bruna vikunnar. Édouard
Philippe forsætisráðherra greindi
frá þessu á blaðamannafundi í gær.
„Frakkar leita nú að nýrri kirkju-
spíru sem endurspeglar tækni og
áskoranir okkar tíma,“ hafði France
24 eftir Philippe en Emmanuel Mac-
ron forseti hét því að kirkjan yrði
endurreist innan fimm ára og yrði
þá enn fegurri en hún var.
Endurreisnarverkefnið verður
langt og f lókið. Svo virðist hins
vegar ekki sem fjármagn verði af
skornum skammti. Franskir auð-
jöfrar og fyrirtæki hafa keppst við
að heita fé til verkefnisins og hefur
um einn milljarður evra safnast.
– þea
Samkeppni um
nýja kirkjuspíru
UMFERÐ Fleiri framhaldsskólanem-
endur senda Snapchat-skilaboð eða
leita að upplýsingum á netinu undir
stýri en fyrir þremur árum. Þetta
kemur fram í nýrri könnun Sjóvár.
Þeim hefur hins vegar fækkað um
sex prósent sem senda eða skrifa
smáskilaboð undir stýri. Þeim hefur
einnig fækkað umtalsvert sem tala í
síma undir stýri án handfrjáls bún-
aðar, eða um 14 prósent.
Í tilkynningu frá Sjóvá segir að
þetta sé í fyrsta skipti frá því snjall-
símavæðingin hófst sem notkun
undir stýri dregst saman en trygg-
ingafélagið hefur látið gera sam-
bærilegar kannanir áður.
Könnunin náði til allra fram-
haldsskólanema á landinu og var
framkvæmd af Rannsóknum og
greiningu við Háskólann í Reykja-
vík. – aá
Fleiri snappa undir stýri
Símanotkun undir stýri dregst saman. NORDICPHOTOS/GETTY
STJÓRNSÝSLA Reykjaneshöfn er
ekki rekstrarhæf að óbreyttu að
mati hafnarstjóra en höfnin var
rekin með 44 milljóna króna tapi í
fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær
hafi fengið leyfi sveitarstjórnar-
ráðuneytisins til að leggja inn 191
milljónar króna framlag til hafn-
arinnar.
Fjármagnsliðir, það eru greiðslur
vaxtaberandi skulda, námu 348
milljónum króna í fyrra. Hagn-
aður fyrir afskriftir og vexti var
hins vegar aðeins 158 milljónir
og hrökkva þær skammt til að
höfnin eigi fyrir skuldum.
Halldór Karl Hermannsson hafn-
arstjóri segir höfnina ekki rekstrar-
hæfa að óbreyttu. „Reksturinn
sjálfur stendur þannig séð undir
sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160
milljónum króna hærri en gjöldin
og því framlegðin ágæt. Hins vegar
eru vaxtaberandi skuldir hafnar-
innar þannig að úr þarf að bæta,“
segir Halldór Karl.
Til að reksturinn borgi sig þarf að
reyna að lækka skuldirnar með ein-
hverjum ráðum eða hækka tekjur
hafnarinnar.“
Kja r t a n Má r Kja r t a ns son,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir
Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá
ráðuneyti sveitarstjórnarmála til
að leggja höfninni til 191 milljón
króna til að laga reksturinn. Þrátt
fyrir það var höfnin rekin með 44
milljóna króna tapi.
„Okkar eina von til að þetta gangi
er að auka tekjur hafnarinnar með
aukinni skipakomu og upp- eða
útskipun verðmæta frá höfninni.
Þetta er búið að vera svona í langan
tíma en við vonum að á næstu árum
verði hægt að snúa taflinu við,“ segir
Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar
standa undir venjulegum rekstri
en skuldirnar eru það sem sligar
reksturinn of mikið.“
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
mega hafnir sveitarfélaga ekki vera
reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef
það gerist þarf sveitarfélagið að
taka reksturinn yfir og færa hann
yfir úr B-hluta rekstursins. Reykja-
neshöfn hefur í fjölda ára verið
rekin með tapi en Kjartan segir
sveitarstjórnarráðuneytið veita
þeim leyfi til að halda þessu áfram
í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót.
„Við höfum fengið leyfi frá ráðu-
neytinu til þess að halda áfram og
vonum að reksturinn batni á næstu
þremur árum. Einnig fengum við
leyfi ráðuneytisins til að setja inn í
reksturinn 191 milljón króna til að
greiða skuldir hafnarinnar.“
sveinn@frettabladid.is
Reykjaneshöfn stendur
ekki undir sér óbreytt
Þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi sett tæplega tvö hundruð milljónir króna inn
í rekstur Reykjaneshafnar í fyrra var reksturinn neikvæður um 44 milljónir
króna. Hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa í óbreyttri mynd.
Reykjaneshöfn þykir ekki rekstrarhæf að óbreyttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-3
D
2
4
2
2
D
6
-3
B
E
8
2
2
D
6
-3
A
A
C
2
2
D
6
-3
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K