Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 15
Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangó-klúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í
móttökunni risavaxið gljáandi
olíumálverk með þverhandar-
þykkum gullramma. Á mynd-
inni voru tveir gleiðbrosandi
miðaldra menn. Annan þekkti
ég strax, Carlos Menem forseta
Argentínu 1989-1999. Hann var
auðþekktur af helztu höfuð-
prýði sinni, miklum börtum sem
minntu einna helzt á myndir
af séra Matthíasi Jochumssyni.
Hinn reyndist vera eigandinn
sem stóð sjálfur í miðasölunni
og seldi mér aðgöngumiða á 50
pesóa. Ég átti ekkert smærra en
100 pesóa sem jafngiltu þá 100
Bandaríkjadölum. Hann gaf mér
50 til baka. Tangósýningin var
svellandi fín.
Sækjast sér um líkir
Morguninn eftir fór ég út að
kaupa mér dagblað og bað
manninn í blaðsöluturninum
afsökunar á að ég skyldi ekki eiga
neitt smærra en þennan 50 pesóa
seðil sem ég hafði fengið til baka
kvöldið áður. Hann skilaði mér
seðlinum aftur og sagði: Þetta
eru 50 ástralar, þessir seðlar voru
teknir úr umferð fyrir löngu.
Ekki veit ég hvernig fór fyrir eig-
anda klúbbsins sem hafði af hent
mér úreltan seðil, en Carlos
Menem var dæmdur í fjögurra
og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir
fjárdrátt. Efnahagsráðherrann
og dómsmálaráðherrann í stjórn
hans fengu þrjú ár hvor fyrir
aðild að sama broti. Áður hafði
forsetinn fv. þurft að greiða sekt
fyrir mútuþægni. Það var hann
sem hafði löngu fyrr náðað og
leyst úr haldi herforingjana sem
höfðu myrt þúsundir óbreyttra
borgara og ráðizt á Falklands-
eyjar.
Þannig er Argentína. Stundum
er stórlöxunum sleppt. Stundum
þurfa þeir að sæta ábyrgð.
Perón og Evita
Argentína var ríkasta land heims
árin fyrir aldamótin 1900 og
hélzt í hópi ríkustu landa fram til
1930 þegar Kreppan mikla setti
strik í reikninginn með því að
taka fyrir kjötútf lutning frá Arg-
entínu. Herinn ruddist til valda.
Eftir það tók að halla undan fæti.
Juan Perón var forseti Arg-
entínu og einræðisherra 1946-
1955. Hann bar kápuna á báðum
öxlum. Hann var fv. herforingi
og hermálaráðherra, greiddi götu
þýzkra stríðsglæpamanna í Arg-
entínu eftir heimsstyrjöldina og
talaði jafnframt máli verkalýðs-
ins gegn voldugum bændum og
landeigendum. Hann hrökklaðist
undan andstæðingum sínum í
útlegð fyrst til Venesúelu og síðan
til Spánar og kom síðan heim
aftur til að setjast í forsetastólinn
1973-1974, þá undir merkjum lýð-
ræðis. Honum var aldrei stungið
inn.
Perón er þjóðsaga og það er
einnig Eva, önnur eiginkona
hans, sem ólst upp í sárri fátækt
og talaði sig inn í hjörtu aðdá-
enda sinna. Hún varð heims-
fræg af söngleik Andrews Loyd
Webber og Tims Rice, Evita, sem
f luttur var í íslenzkri þýðingu
Jónasar Friðriks Guðnasonar
í Íslensku óperunni 1997. Egill
Ólafsson og Andrea Gylfadóttir
f luttu hlutverk forsetahjónanna.
Einræði, lýðræði, spilling
Eftir valdatíma Peróns og her-
foringjanna héldu einræði og
lýðræði áfram að dansa tangó
í Argentínu í allmörg ár enn.
Lýðræði komst á 1983 og hefur
sú skipan staðið síðan þá þótt
ekki dygði það til að kveða niður
spillinguna. Eduardo Duhalde
forseti Argentínu 2002-2003 sagði
í viðtali við Financial Times strax
eftir embættistöku sína: „Stjórn-
málaforusta landsins er sjitt
(hans orð, ekki mitt; stafsetning-
in er skv. Orðabók Menningar-
sjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“
Alþingi sýndi af sér hliðstæða
hreinskilni þegar það ályktaði
einum rómi 2010 að „taka verði
gagnrýni á íslenska stjórnmála-
menningu alvarlega“.
Hjónin Néstor Kirchner og
Cristine Kirchner úr f lokki
Perónista voru forsetar Argent-
ínu 2003-2015, hann 2003-2007
og hún 2007-2015. Þau auðguðust
ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010.
Hún fékk síðan dóm fyrir spill-
ingu en gengur laus þar eð hún
nýtur friðhelgi sem þingmaður.
Friðhelgin hlífir henni við hand-
töku en ekki saksókn.
Mauricio Macri var kjörinn
forseti Argentínu 2015. Nafn
hans fannst í Panama-skjölunum
árið eftir. Dómstóll í Buenos
Aires hreinsaði hann af grun um
fjárböðun 2017, en hann er ekki
sloppinn því rannsókn málsins
heldur áfram. Þannig er Arg-
entína.
Og þannig er Suður-Ameríka.
Alberto Fujimori forseti Perú
1990-2000 situr inni. Lula da Silva
forseti Brasilíu 2003-2010 situr
einnig inni, en stuðningsmenn
hans segja hann vera pólitískan
fanga. Augusto Pinochet forseti
Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðr-
aður og fangelsaður þótt hann
slyppi of vel að margra dómi.
Brot þessara manna eru ýmist
efnahagsbrot eða mannréttinda-
brot nema hvort tveggja sé.
Gráttu mig ei, Argentína
Þannig er Argentína. Stund-
um er stórlöxunum sleppt.
Stundum þurfa þeir að sæta
ábyrgð.
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG
Föstudagurinn langi
19. apríl kl. 17
Tónleikar – Spuni og íhugun.
Norski djasstrompetleikarinn
Arne Hiorth mun flytja, ásamt
Sönghópnum við Tjörnina,
Gunnari Gunnarssyni og
Hljómsveitinni Möntru, ómþíða
föstu- og íhugunartónlist í bland
við spuna á orgel og trompet.
FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
Páskadagur
21. apríl kl. 9
Hátíðarguðsþjónusta á
páskadagsmorgni.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson
leiðir athöfnina.
Hjörleifur Valsson, fiðluleikari,
hljómsveitin Mantra og söng-
hópurinn við Tjörnina ásamt
Gunnari Gunnarssyni, organista,
leiða tónlistina. Barnakórinn við
Tjörnina syngur undir stjórn
Birgit Djupedal.
Páskaegg og messukaffi í safnaðar-
heimili að guðsþjónustu lokinni.
Helgihald um
páskahátíðina
19.995
POLAROID
MINT LJÓSMYNDAPRENTARI
• Prentaðu myndirnar úr símanum á einfaldan hátt
• Bluetooth og NFC, það verður ekki einfaldara
• ZINK ljósmyndapappír, stærð 5,2x7,5cm 8.995
verð frá:
sjáðu fleiri flottar
fermingargjafir
elko.is/fermingargjafir
39.995
RAZER
LEIKJAVÖRUR
• Vandaðar leikjavörur frá Razer
• Fjölbreytt úrval í boði
SAMSUNG
GALAXY WATCH ACTIVE
• Góður skjár með Always On Display
• Vatnshelt að 50metrum, innbyggt GPS
• Rafhlaða sem endist og endist
• Virkar með Strava, Spotify, o.fl. forritum
it
A V
c
e
G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S
46.995
BOSE
QUIETCOMFORT 35 II
• Bluetooth, NFC, 3,5mm jack
• Allt að 20 klst. rafhlöðuending
• Active Noise-Canceling
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
6
-6
9
9
4
2
2
D
6
-6
8
5
8
2
2
D
6
-6
7
1
C
2
2
D
6
-6
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K